Innlent

Skipverjarnir á Polar Nanoq koma fyrir dóm

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Frá héraðsdómi Reykjaness í morgun þar sem sjö skipverjar Polar Nanoq bera vitni í máli Thomasar Möller.
Frá héraðsdómi Reykjaness í morgun þar sem sjö skipverjar Polar Nanoq bera vitni í máli Thomasar Möller. Vísir/Eyþór
Mál ákæruvaldsins á hendur Thomasi Møller Olsen, sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í janúar síðastliðnum, verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness klukkan níu í dag.

Sjö skipverjar af Polar Nanoq munu bera vitni fyrir dómi, en Thomas Möller var þar skipverji og var skipið í höfn hér á landi þegar Birna hvarf.

Skipið er nú aftur í höfn hér og á því að nota tækifærið og taka skýrslur af skipverjunum. Thomas mun ekki bera vitni í málinu í dag, heldur þegar aðalmeðferð fer fram í lok ágúst.

Aðalmeðferðin átti að hefjast í dag en ekki var unnt að koma því við núna þar sem matsgerð þýsks réttarmeinafræðings, Urs Oliver Wiesbrock, liggur ekki fyrir. Meginreglan er sú að aðalmeðferð hefjist þegar skýrsla er tekin af sakborningi.

Vísir mun fylgjast með í dómsal og uppfæra fréttina eftir því sem fram vindur.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×