Tekjur Íslendinga: Breikkandi bil á milli forstjóra og þeirra lægst launuðu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. júlí 2017 11:28 Ritstjóri Frjálsrar verslunar segir ljóst að bilið sé að breikka á milli forstjóra fyrirtækja og þeirra lægst launuðu í fyrirtækjunum landsins en nokkuð launaskrið hefur orðið hjá forstjórum samkvæmt Tekjublaðinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að mest hafi opinberir embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja hækkað í launum eða að jafnaði um 12 prósent á ári. Þá hafi nokkuð launaskrið orðið hjá forstjórum. „Það voru 200 efstu forstjórarnir sem eru með 2,8 milljónir á mánuði að jafnaði en þeir voru með 2,6 í fyrra. Þetta er aukning um 200 þúsund á mánuði,“ segir Jón. Þannig hafi nú í tvö ár í röð 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum um að jafnaði 8 prósent á ári. Meðallaun 200 efstu næstráðenda voru 2,3 milljónir kr. á mánuði á síðasta ári sem er minni hækkun en hjá forstjórum. „Þetta eru auðvitað stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins og það er ljóst að bilið gæti verið að breikka á milli forstjóra og þeirra allra allra lægst launuðu í þessum fyrirtækjum,“ segir Jón. Af þeim 200 efstu í flokki forstjóra voru 20 konur og voru meðallaun þeirra heldur hærri en meðallaun í úrtakinu. „Það er athyglisvert að þær voru með 3,1 milljón á mánuði að jafnaði á meðan hópurinn var með 2,8. En það eru náttúrulega miklu færri konur og ekki alveg marktækt en sýnir þó það að konur eru með sömu laun fyrir sömu vinnu gæti einhver sagt en það er bara miklu erfiðara fyrir þær að komast í þessi topp störf.“ Jón segir að hann hefði haldið að það væru komnar fleiri konur í efstu þrep könnunarinnar. „Ef við tökum sem dæmi þá erum við með tuttugu og einn flokk og það eru bara örfáar konur í hverjum flokki á meðal tíu efstu. Í sumum flokkum er ekki ein einasta kona,“ segir Jón en engin kona sé til að mynda meðal efstu hjá læknum, flugfólki, verkfræðingum, auglýsingafólki og sjómönnum. Þá segir Jón að það veki athygli að af 44 efstu í flokki lækna séu aðeins tvær konur. „Það eru 2/3 hluti fyrsta árs nema í læknisfræði konur en 1/3 karlar,“ segir Jón. Tekjur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Ritstjóri Frjálsrar verslunar segir ljóst að bilið sé að breikka á milli forstjóra fyrirtækja og þeirra lægst launuðu í fyrirtækjunum landsins en nokkuð launaskrið hefur orðið hjá forstjórum samkvæmt Tekjublaðinu. Tekjublað Frjálsrar verslunar kom út í gær en þar eru birtar tekjur um þrjú þúsund einstaklinga víðs vegar af landinu. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, segir að mest hafi opinberir embættismenn og forstjórar ríkisfyrirtækja hækkað í launum eða að jafnaði um 12 prósent á ári. Þá hafi nokkuð launaskrið orðið hjá forstjórum. „Það voru 200 efstu forstjórarnir sem eru með 2,8 milljónir á mánuði að jafnaði en þeir voru með 2,6 í fyrra. Þetta er aukning um 200 þúsund á mánuði,“ segir Jón. Þannig hafi nú í tvö ár í röð 200 efstu forstjórarnir hækkað í launum um að jafnaði 8 prósent á ári. Meðallaun 200 efstu næstráðenda voru 2,3 milljónir kr. á mánuði á síðasta ári sem er minni hækkun en hjá forstjórum. „Þetta eru auðvitað stjórnendur í stærstu fyrirtækjum landsins og það er ljóst að bilið gæti verið að breikka á milli forstjóra og þeirra allra allra lægst launuðu í þessum fyrirtækjum,“ segir Jón. Af þeim 200 efstu í flokki forstjóra voru 20 konur og voru meðallaun þeirra heldur hærri en meðallaun í úrtakinu. „Það er athyglisvert að þær voru með 3,1 milljón á mánuði að jafnaði á meðan hópurinn var með 2,8. En það eru náttúrulega miklu færri konur og ekki alveg marktækt en sýnir þó það að konur eru með sömu laun fyrir sömu vinnu gæti einhver sagt en það er bara miklu erfiðara fyrir þær að komast í þessi topp störf.“ Jón segir að hann hefði haldið að það væru komnar fleiri konur í efstu þrep könnunarinnar. „Ef við tökum sem dæmi þá erum við með tuttugu og einn flokk og það eru bara örfáar konur í hverjum flokki á meðal tíu efstu. Í sumum flokkum er ekki ein einasta kona,“ segir Jón en engin kona sé til að mynda meðal efstu hjá læknum, flugfólki, verkfræðingum, auglýsingafólki og sjómönnum. Þá segir Jón að það veki athygli að af 44 efstu í flokki lækna séu aðeins tvær konur. „Það eru 2/3 hluti fyrsta árs nema í læknisfræði konur en 1/3 karlar,“ segir Jón.
Tekjur Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira