Seðlabankastjóri segir peningamálastefnuna gagnast vel í baráttu við verðbólgu Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2017 14:56 Seðlabankastjóri segir að peningamálastefna segir mjög skýr merki um að mikill árangur hafi náðst með peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólga hafi verið innan markmiða bankans um nokkurn tíma og trúin á að takast muni að halda verðbólgu við markmiðin langt fram í tímann hafi stóreflst. Nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabankans en í dag er hennar meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir núverandi peningamálastefnu hafa reynst vel. Fjármálaráðherra og fleiri vilja hins vegar að í peningamálastefnunni felist einnig markmið í gjaldmiðilsmálum eða varðandi gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er þörf á að breyta á einhvern hátt peningastefnunni til að bankinn geti sinnt sínu hlutverki betur? „Bankinn hefur verið að sinna sínu hlutverki ansi vel upp á síðkastið. Það eru mjög skýr merki um að það sé að nást mjög mikill árangur með peningastefnunni. Því að okkar markmið, og það sem við getum til lengdar, er að halda verðbólgu innan einhverra marka,“ segir Már. Verðbólga hafi verið aðeins undir markmiðum Seðlabankans upp á síðkastið en það hafi heldur ekki verið mikið hrópað þegar verðbólgan var aðeins yfir markmiðinu á sínum tíma. Það sé aftur aðallega vegna alþjóðlegra aðstæðna sem verðbólgan sé undir markmiðinu nú eins og víða annars staðar. „En verðbólguvæntingarnar eru við markmiðið. Þær voru það ekki lengi vel. Það er trúin á verðbólgumarkmiðið og trúin á að okkur muni takast að halda verðbólgunni á þessu stigi langt fram í tímann; hún hefur stóreflst. Seðlabankinn er þannig að skila sínu,“ segir seðlabankastjóri. Aftur á móti geti verið þörf á að gera alls konar breytingar á grundvelli þessa markmiðs sem lúti að samspili peningastefnunnar við aðrar stefnur, eins og ríkisfjármálastefnuna, þjóðhagsvarúð og hvernig verðbólgumarkmiðið er nákvæmlega formúlerað. Það verði skoðað á næstu mánuðum og misserum og þar hafi Seðlabankinn ákveðnar hugmyndir. „En breytingar á ramma peningamálastefnunnar munu engu breyta um það sem ég var að tala um hér áðan. Það verða alltaf sveiflur í raungenginu. Ef það verða búhnykkir fara raunlaun í landinu upp og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum og þegar verða áföll fara raunlaunin niður og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum. Það bara gerist eftir mismunandi leiðum,“ segir Már Guðmundsson. Íslenska krónan Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Seðlabankastjóri segir að peningamálastefna segir mjög skýr merki um að mikill árangur hafi náðst með peningamálastefnu Seðlabankans. Verðbólga hafi verið innan markmiða bankans um nokkurn tíma og trúin á að takast muni að halda verðbólgu við markmiðin langt fram í tímann hafi stóreflst. Nú er að störfum nefnd á vegum stjórnvalda um endurskoðun peningamálastefnu Seðlabankans en í dag er hennar meginmarkmið að halda verðbólgu í skefjum. Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir núverandi peningamálastefnu hafa reynst vel. Fjármálaráðherra og fleiri vilja hins vegar að í peningamálastefnunni felist einnig markmið í gjaldmiðilsmálum eða varðandi gengi íslensku krónunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum. Er þörf á að breyta á einhvern hátt peningastefnunni til að bankinn geti sinnt sínu hlutverki betur? „Bankinn hefur verið að sinna sínu hlutverki ansi vel upp á síðkastið. Það eru mjög skýr merki um að það sé að nást mjög mikill árangur með peningastefnunni. Því að okkar markmið, og það sem við getum til lengdar, er að halda verðbólgu innan einhverra marka,“ segir Már. Verðbólga hafi verið aðeins undir markmiðum Seðlabankans upp á síðkastið en það hafi heldur ekki verið mikið hrópað þegar verðbólgan var aðeins yfir markmiðinu á sínum tíma. Það sé aftur aðallega vegna alþjóðlegra aðstæðna sem verðbólgan sé undir markmiðinu nú eins og víða annars staðar. „En verðbólguvæntingarnar eru við markmiðið. Þær voru það ekki lengi vel. Það er trúin á verðbólgumarkmiðið og trúin á að okkur muni takast að halda verðbólgunni á þessu stigi langt fram í tímann; hún hefur stóreflst. Seðlabankinn er þannig að skila sínu,“ segir seðlabankastjóri. Aftur á móti geti verið þörf á að gera alls konar breytingar á grundvelli þessa markmiðs sem lúti að samspili peningastefnunnar við aðrar stefnur, eins og ríkisfjármálastefnuna, þjóðhagsvarúð og hvernig verðbólgumarkmiðið er nákvæmlega formúlerað. Það verði skoðað á næstu mánuðum og misserum og þar hafi Seðlabankinn ákveðnar hugmyndir. „En breytingar á ramma peningamálastefnunnar munu engu breyta um það sem ég var að tala um hér áðan. Það verða alltaf sveiflur í raungenginu. Ef það verða búhnykkir fara raunlaun í landinu upp og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum og þegar verða áföll fara raunlaunin niður og raungengið líka. Alveg óháð því hvaða peningastefnu við höfum. Það bara gerist eftir mismunandi leiðum,“ segir Már Guðmundsson.
Íslenska krónan Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent