Formúla 1

Lewis Hamilton hraðastur á föstudegi

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton var fljótastur allra á æfingum í dag.
Lewis Hamilton var fljótastur allra á æfingum í dag. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfingum dagsins fyrir Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer í Austurríki um helgina. Max Verstappen á Red Bull varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni.

Fyrri æfingin

Hamilton var þremur tíundu úr sekúdnu á undan Verstappen. Tími Hamilton var 1.05.975 sem er brautarmet á Spielberg brautinni í Austurríki.

Vettel snéri Ferrari bílnum á æfingunni eftir að hafa lent á kantinum í beygju eitt. Vettel varð fjórði á æfingunni næstum hálfri sekúndu á eftir Hamilton. Þeir Hamilton og Vettel voru sammála um það á blaðamannafundi í gær að nú væri nóg komið af umræðu um árekstur þeirra í Bakú fyrir tveimur vikum síðan.

Stoffel Vandoorne setti McLaren bíl sinn í sjöunda sæti á meðan Fernando Alons, liðsfélagi hans var níundi. Romain Grosjean á Haas var 16. á eftir Lance Stroll á Williams.

Jolyon Palmer á Renault bílnum í Austurríki. Ætli Bretinn missi sæti sitt til hins pólska Robert Kubica?Vísir/getty
Seinni æfingin

Hamilton bætti tíma sinn frá morgunæfingunni um hálfa sekúndu. Vettel kom í veg fyrir að Mercedes einokaði toppsætin á æfingunni.

Verstappen varð fjórði á eftir Valtteri Bottas á Mercedes. Alonso setti McLaren bílinn í áttunda sæti. Spánverjinn tók svo stutta ferð yfir malargryfju undir lok æfingarinnar.

Jolyon Palmer á Renault varð 18. á æfingunni, næstum heilli sekúdnu á eftir liðsfélaga sínum Nico Hulkenberg sem var níundi. Pressan heldur áfram að aukast á Palmer, hann er ekki að standast samanburð við Hulkenberg. Þar að auki er Robert Kubica að stefna á endurkomu í Formúlu 1 sem gæti leitt til þess að Palmer missi sæti sitt.

Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst svo klukkan 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×