Kveðst hafa varað flugstjórann við lágflugi fyrir brotlendingu á Akureyri Garðar Örn Úlfarsson skrifar 21. júní 2017 06:00 Tveir létu lífið þegar sjúkraflugvél Mýflugs brotlenti í Hlíðarfjalli 5. ágúst 2013. Rannsóknarnefnd flugslysa segir flugstjóra sjúkraflugvélar Mýflugs hafa valdið því að vélin fórst ofan við Akureyri um verslunarmannahelgina 2013. Flugstjórinn og sjúkraflutningamaður um borð létust. Aðstoðarflugmaðurinn sem lifði slysið af kveðst hafa varað flugstjórann við hættulegu lágflugi. Sjúkraflugvélin TF-MYX skall á braut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013. Þar fór fram kappaksturskeppni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu var flugstjórinn gjaldkeri bílaklúbbsins. Keppnin sjálf var nefnd eftir afa aðstoðarflugmannsins. TF-MYX var að koma frá Reykjavík eftir að hafa flutt sjúkling frá Hornafirði til Reykjavíkur. Samkvæmt aðstoðarflugmanninum nefndi flugstjórinn á bakaleiðinni norður að hann vildi fljúga yfir keppnisstaðinn. Að því er rannsóknarnefndin segir hafði flugstjórinn einu sinni áður flogið yfir akstursbrautina, þó úr gagnstæðri átt og án þeirrar kröppu beygju sem reyndin varð þennan afdrifaríka mánudag, 5. ágúst 2013. Sjúkraflutningamaður, bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést, sagðist reyndar í samtali við Stöð 2 í janúar 2013 hafa farið í tvö slík lágflug með umræddum flugstjóra yfir akstursbrautinni. Beygjan sem flugmaðurinn tók er hann steypti vélinni yfir var 72 gráður sem er vel yfir uppgefnum hættumörkum framleiðanda vélarinnar. Nokkru fyrr kveðst aðstoðarflugmaðurinn hafa gert athugasemdir við að flughæðin væri aðeins 800 fet og þá hafi flugstjórinn hækkað vélina um stundarsakir í 1.000 fet. Um vitnisburð aðstoðarflugmannsins í skýrslunni segir meðal annarsSamkvæmt aðstoðarflugmanninum, í aðfluginu að kappakstursbrautinni, þá lýsti hann áhyggjum sínum varðandi fjölda áhorfenda á brautarsvæðinu og að hann vildi ekki fljúga lágt yfir svæðið Kom á daginn að engu munaði að vélin skylli á áhorfendum þar sem hún brotlenti og brotnaði í marga hluta sem þeyttust allt að 400 metra eftir brautinni og út af enda hennar. Að sögn rannsóknarnefndarinnar var það ákvörðun flugstjórans um lágflugið og framkvæmd þess sem olli slysinu. Ekkert hafi verið athugavert við flugvélina sjálfa. Í hinni kröppu beygju hafi hann brugðist rangt við með því að reyna að lyfta vélinni í stað þess að rétt hana af fyrst. Rannsóknarnefndin segir slík frávik frá venjubundnum ferlum hafa verið talin ásættanleg hjá sumum áhafnarmeðlimum hjá Mýflugi. Það hafi ekki gilt um stjórnendur félagsins. Síðari staðhæfingin stangast reyndar á við frásögn Björns Gunnarssonar læknis sem flaug mörg sjúkraflug með Mýflugi er hann starfaði á sjúkrahúsinu á Akureyri í áratug fram til 2012. Þannig sagði Björn frá því sem dæmi í viðtali við Fréttablaðið fimm mánuðum eftir slysið að framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Mýflugs, Leifur Hallgrímsson, hefði tekið lágflug yfir Akureyrarflugvelli á flugdegi sem þar var haldinn hátíðlegur.Það loddi við fara í einhver „show off“ og í þetta skipti varð ég virkilega hræddur. Það var langt út fyrir öll þægindamörk. Leifur reif vélina upp í krappa beygju þannig að maður fékk mörg g í þyngdarkraft. Ég hélt að minn síðasti dagur væri kominn. Í viðtalinu kvaðst Björn jafnframt ítrekað hafa varað heilbrigðisráðuneytið og stjórnendur sjúkrahússins við vinnubrögðum Mýflugs. „En öllu var svarað út í hött og lítið gert úr öllum umkvörtunum þar sem lýst var áhyggjum af öryggismálum. Maður sá að þetta leiddi ekki til neins og á endanum hætti maður,“ sagði Björn. Undir lokin hafi reksturinn þó batnað og hann „haft heldur minni áhyggjur“. Í yfirlýsingu frá Sigurði Bjarna Jónssyni, flugöryggisfulltrúa Mýflugs, í tilefni af útkomu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, segir að félagið hafi gert breytingar frá því slysið varð. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi Menningin meðal starfsmanna Mýflugs virðist vera fremur frjálsleg varðandi flug sem ekki tengist hefðbundnum verkefnum. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar starfsumhverfið í besta lagi. 7. janúar 2014 07:00 Læknir óttaðist um líf sitt og spáði að sjúkraflug Mýflugs myndi enda illa Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs. 7. janúar 2014 07:00 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Rannsóknarnefnd flugslysa segir flugstjóra sjúkraflugvélar Mýflugs hafa valdið því að vélin fórst ofan við Akureyri um verslunarmannahelgina 2013. Flugstjórinn og sjúkraflutningamaður um borð létust. Aðstoðarflugmaðurinn sem lifði slysið af kveðst hafa varað flugstjórann við hættulegu lágflugi. Sjúkraflugvélin TF-MYX skall á braut Bílaklúbbs Akureyrar í Hlíðarfjalli mánudaginn 5. ágúst 2013. Þar fór fram kappaksturskeppni. Eins og fram kom í Fréttablaðinu var flugstjórinn gjaldkeri bílaklúbbsins. Keppnin sjálf var nefnd eftir afa aðstoðarflugmannsins. TF-MYX var að koma frá Reykjavík eftir að hafa flutt sjúkling frá Hornafirði til Reykjavíkur. Samkvæmt aðstoðarflugmanninum nefndi flugstjórinn á bakaleiðinni norður að hann vildi fljúga yfir keppnisstaðinn. Að því er rannsóknarnefndin segir hafði flugstjórinn einu sinni áður flogið yfir akstursbrautina, þó úr gagnstæðri átt og án þeirrar kröppu beygju sem reyndin varð þennan afdrifaríka mánudag, 5. ágúst 2013. Sjúkraflutningamaður, bróðir sjúkraflutningamannsins sem lést, sagðist reyndar í samtali við Stöð 2 í janúar 2013 hafa farið í tvö slík lágflug með umræddum flugstjóra yfir akstursbrautinni. Beygjan sem flugmaðurinn tók er hann steypti vélinni yfir var 72 gráður sem er vel yfir uppgefnum hættumörkum framleiðanda vélarinnar. Nokkru fyrr kveðst aðstoðarflugmaðurinn hafa gert athugasemdir við að flughæðin væri aðeins 800 fet og þá hafi flugstjórinn hækkað vélina um stundarsakir í 1.000 fet. Um vitnisburð aðstoðarflugmannsins í skýrslunni segir meðal annarsSamkvæmt aðstoðarflugmanninum, í aðfluginu að kappakstursbrautinni, þá lýsti hann áhyggjum sínum varðandi fjölda áhorfenda á brautarsvæðinu og að hann vildi ekki fljúga lágt yfir svæðið Kom á daginn að engu munaði að vélin skylli á áhorfendum þar sem hún brotlenti og brotnaði í marga hluta sem þeyttust allt að 400 metra eftir brautinni og út af enda hennar. Að sögn rannsóknarnefndarinnar var það ákvörðun flugstjórans um lágflugið og framkvæmd þess sem olli slysinu. Ekkert hafi verið athugavert við flugvélina sjálfa. Í hinni kröppu beygju hafi hann brugðist rangt við með því að reyna að lyfta vélinni í stað þess að rétt hana af fyrst. Rannsóknarnefndin segir slík frávik frá venjubundnum ferlum hafa verið talin ásættanleg hjá sumum áhafnarmeðlimum hjá Mýflugi. Það hafi ekki gilt um stjórnendur félagsins. Síðari staðhæfingin stangast reyndar á við frásögn Björns Gunnarssonar læknis sem flaug mörg sjúkraflug með Mýflugi er hann starfaði á sjúkrahúsinu á Akureyri í áratug fram til 2012. Þannig sagði Björn frá því sem dæmi í viðtali við Fréttablaðið fimm mánuðum eftir slysið að framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Mýflugs, Leifur Hallgrímsson, hefði tekið lágflug yfir Akureyrarflugvelli á flugdegi sem þar var haldinn hátíðlegur.Það loddi við fara í einhver „show off“ og í þetta skipti varð ég virkilega hræddur. Það var langt út fyrir öll þægindamörk. Leifur reif vélina upp í krappa beygju þannig að maður fékk mörg g í þyngdarkraft. Ég hélt að minn síðasti dagur væri kominn. Í viðtalinu kvaðst Björn jafnframt ítrekað hafa varað heilbrigðisráðuneytið og stjórnendur sjúkrahússins við vinnubrögðum Mýflugs. „En öllu var svarað út í hött og lítið gert úr öllum umkvörtunum þar sem lýst var áhyggjum af öryggismálum. Maður sá að þetta leiddi ekki til neins og á endanum hætti maður,“ sagði Björn. Undir lokin hafi reksturinn þó batnað og hann „haft heldur minni áhyggjur“. Í yfirlýsingu frá Sigurði Bjarna Jónssyni, flugöryggisfulltrúa Mýflugs, í tilefni af útkomu skýrslu rannsóknarnefndarinnar, segir að félagið hafi gert breytingar frá því slysið varð.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Flugslys í Hlíðarfjalli Fréttir af flugi Tengdar fréttir Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30 Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi Menningin meðal starfsmanna Mýflugs virðist vera fremur frjálsleg varðandi flug sem ekki tengist hefðbundnum verkefnum. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar starfsumhverfið í besta lagi. 7. janúar 2014 07:00 Læknir óttaðist um líf sitt og spáði að sjúkraflug Mýflugs myndi enda illa Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs. 7. janúar 2014 07:00 Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Myndband af flugslysinu við Hlíðarfjallsveg Fréttastofa 365 birtir nú í fyrsta sinn opinberlega myndband sem sýnir þegar TF-MYX sjúkraflugvél Mýflugs brotlendir á akstursíþróttabraut við Hlíðarfjallsveg á Akureyri hinn 5. ágúst 2013. Tveir létust í flugslysinu. Fréttastofan metur það svo að birting myndbandsins eigi erindi við almenning m.a vegna forvarnar- og upplýsingagildis. 6. janúar 2014 15:30
Eins og kýrnar á vorin hjá Mýflugi Menningin meðal starfsmanna Mýflugs virðist vera fremur frjálsleg varðandi flug sem ekki tengist hefðbundnum verkefnum. Framkvæmdastjórinn segir hins vegar starfsumhverfið í besta lagi. 7. janúar 2014 07:00
Læknir óttaðist um líf sitt og spáði að sjúkraflug Mýflugs myndi enda illa Fyrrverandi læknisfræðilegur forsvarsmaður sjúkraflugs á Akureyri kveðst hafa gert margar athugasemdir við sjúkraflug Mýflugs. Hann hafi verið hætt kominn í lágflugi Leifs Hallgrímssonar, framkvæmdastjóra Mýflugs. 7. janúar 2014 07:00
Ísland í dag: Fréttaskýring um flugslysið við Hlíðarfjallsveg Í meðfylgjandi myndskeiði má nálgast fréttaskýringu sem birtist í Íslandi í dag á Stöð 2 í kvöld um flugslysið á akstursíþróttabrautinni við Hlíðarfjallsveg á Akureyri 5. ágúst síðastliðinn. Fjölskylda eins þeirra sem lést í slysinu hefur efasemdir um rannsókn rannsóknarnefndar samgönguslysa og hefur farið fram á lögreglurannsókn á slysinu. 6. janúar 2014 21:48