Erlent

Sósíalistar unnu sigur í albönsku þingkosningunum

Atli Ísleifsson skrifar
Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, á kosningafundi í síðustu viku.
Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, á kosningafundi í síðustu viku. Vísir/AFP
Sósíalistaflokkur Albaníu, sem hefur verið við völd í landinu síðustu ár, náði hreinum meirihluta í þingkosningum sem fram fóru á sunnudag.

Þegar búið er að telja 96 prósent atkvæða virðist Sósíalistaflokkurinn hafa fengið um 48 prósent atkvæða sem skilar sér í 74 þingsætum af 140. Stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Lýðræðisflokkurinn, virðist hafa fengið um 29 prósent atkvæða og 43 þingsæti.

Í frétt Aftonbladet segir að margir hafi litið á kosningarnar sem prófstein fyrir Edi Rama, forsætisráðherra Albaníu, og tilraunir hans að gera landið að aðildarríki Evrópusambandsins.

Albanía varð aðildarríki Atlantshafsbandalagsins NATO árið 2009 og hlaut stöðu umsóknarríkis ESB árið 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×