„Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 16. júní 2017 15:15 Conor McGregor er engum líkur en á hann séns? vísir/getty Einn stærsti íþróttaviðburður seinni tíma fer fram 26. ágúst í Las Vegas þegar einn besti hnefaleikakappi sögunnar, Floyd Mayweather Jr., mætir skærustu MMA-stjörnu heims, Conor McGregor, í hnefaleikahringnum. Mayweather er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi allra tíma en hann hefur unnið alla 49 bardaga sína sem atvinnumaður. Conor er fimur boxari en stundar auðvitað blandaðar bardagalistir að atvinnu en ekki hnefaleika. Max Kellerman, annar tvíeykisins í First Take á ESPN, er mikill hnefaleikasérfræðingur en hann hefur fylgst með íþróttinni í ríflega tvo áratugi og starfað við sjónvarpsútsendingar í kringum hnefaleika í mörg ár. Hann fékk spurninguna: Á Conor McGregor möguleika í Floyd Mayweather og það stóð ekki á svari. „Nei, engan séns. Enginn bardagamaður, sem hefur æft hnefaleika frá því hann var krakki, hefur átt möguleika gegn Mayweather. Kannski einn til tveir voru mögulega nálægt því en það voru menn sem höfðu æft íþróttina frá unga aldri,“ sagði hann og hélt áfram: „Það skiptir engu þótt að Conor McGregor sér náttúrlega hæfileikaríkasti boxari sögunnar og sé með meiri náttúrlegri hæfileika en Sugar Ray Robinson og Roy Jones sem báðir höfðu meiri hæfileika en Mayweather.“ „Þrátt fyrir það á Conor ekki möguleika í Floyd Mayweather. Þetta er algjör móðgun við hnefaleika. Alveg eins ætti Mayweather ekki séns í Conor McGregor í MMA. Það er bara ekki hægt að búa til sexhyrning og deila í tvennt.“ „Þetta er eins og að spyrja sig hvor myndi vinna: Michael Phelps eða LeBron James? Þá myndu menn spyrja hvort keppt væri í sundlaug eða körfuboltavelli. Það er kannski ósanngjarn samanburður en tökum þá annað dæmi.“ „Ef við látum sundkappa keppa við sundknattleikskappa myndi sundmaðurinn vinna í sundi í hvert einasta skipti og sundknattleiksmaðurinn myndi vinna í sundknattleik í hvert einasta skipti þrátt fyrir að báðir stundi vatnaíþróttir. Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar,“ sagði Max Kellerman. Alla umræðuna má sjá hér að neðan. MMA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira
Einn stærsti íþróttaviðburður seinni tíma fer fram 26. ágúst í Las Vegas þegar einn besti hnefaleikakappi sögunnar, Floyd Mayweather Jr., mætir skærustu MMA-stjörnu heims, Conor McGregor, í hnefaleikahringnum. Mayweather er af mörgum talinn besti hnefaleikakappi allra tíma en hann hefur unnið alla 49 bardaga sína sem atvinnumaður. Conor er fimur boxari en stundar auðvitað blandaðar bardagalistir að atvinnu en ekki hnefaleika. Max Kellerman, annar tvíeykisins í First Take á ESPN, er mikill hnefaleikasérfræðingur en hann hefur fylgst með íþróttinni í ríflega tvo áratugi og starfað við sjónvarpsútsendingar í kringum hnefaleika í mörg ár. Hann fékk spurninguna: Á Conor McGregor möguleika í Floyd Mayweather og það stóð ekki á svari. „Nei, engan séns. Enginn bardagamaður, sem hefur æft hnefaleika frá því hann var krakki, hefur átt möguleika gegn Mayweather. Kannski einn til tveir voru mögulega nálægt því en það voru menn sem höfðu æft íþróttina frá unga aldri,“ sagði hann og hélt áfram: „Það skiptir engu þótt að Conor McGregor sér náttúrlega hæfileikaríkasti boxari sögunnar og sé með meiri náttúrlegri hæfileika en Sugar Ray Robinson og Roy Jones sem báðir höfðu meiri hæfileika en Mayweather.“ „Þrátt fyrir það á Conor ekki möguleika í Floyd Mayweather. Þetta er algjör móðgun við hnefaleika. Alveg eins ætti Mayweather ekki séns í Conor McGregor í MMA. Það er bara ekki hægt að búa til sexhyrning og deila í tvennt.“ „Þetta er eins og að spyrja sig hvor myndi vinna: Michael Phelps eða LeBron James? Þá myndu menn spyrja hvort keppt væri í sundlaug eða körfuboltavelli. Það er kannski ósanngjarn samanburður en tökum þá annað dæmi.“ „Ef við látum sundkappa keppa við sundknattleikskappa myndi sundmaðurinn vinna í sundi í hvert einasta skipti og sundknattleiksmaðurinn myndi vinna í sundknattleik í hvert einasta skipti þrátt fyrir að báðir stundi vatnaíþróttir. Líkurnar á að Conor McGregor eigi séns í Floyd Mayweather eru nákvæmlega engar,“ sagði Max Kellerman. Alla umræðuna má sjá hér að neðan.
MMA Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Þrettán ára sonur Peyton Manning sló í gegn á Pro Bowl „Vita allir að þetta er ömurlegt trade fyrir Dallas“ Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Keflavík bætti Callum Lawson við á síðustu stundu Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og leiðin í Ofurskálina Skagamenn kaupa Hauk frá Lille „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Stjarnan/Álftanes fagnaði sigri en Víkingur heldur titlinum „Haukar hefðu alveg eins getað unnið þennan leik“ Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Uppgjörið: Haukar - Þór Þorl. 99-100 | Fyrsti útisigur Þórs í þrjá mánuði Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 82-90 | Tindastóll tyllti sér á toppinn Tryggvi og félagar aftur á sigurbraut Róbert Orri semur við Víkinga Orri skoraði annan leikinn í röð Sjá meira