Alþingi samþykkti dómaratillögu Sigríðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2017 18:30 Tillaga Sigríðar Á Andersen, dómsmálaráðherra, var samþykkt. Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. Tillagan var samþykkt með 31 atkvæðum stjórnarmeirihlutans gegn 22 atkvæðum minnihlutans. Átta greiddu ekki atkvæði. Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir voru fjarverandi en Arnfríður Einarsdóttir, eiginkona Brynjars er ein þeirra sem kemur til greina sem dómari við Landsrétt. Barnsfaðir Svandísar, Ástráður Haraldsson, er einn þeirra sem var meðal tilnefndu. Hún kvað á um að eftirtaldir verði skipaðir dómara við Landsrétt. Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorgeir Ingi Njálsson.Sjá einnig: Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Hart hafði verið tekist um málið í þingsalnum í allan dag en minnihlutinn hefur sagt ákvörðun ráðherrans Sigríðar Á. Andersen um að skipa fjóra einstaklinga; tvær konur og tvo karla, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um þá fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt, illa rökstudda. Tillagan var afgreidd úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær þrátt fyrir að minnihlutinn hafi verið andvígur afgreiðslu málsins og hafi farið fram á að henni yrði vísað aftur til ráðherrans til frekari rökstuðnings.Sjá einnig: Þau voru metin hæfust í dómarasætið Píratar höfðu boðað fyrir atkvæðagreiðsluna að kæmi meirihlutinn til með að fella tillögu minnihlutans um að vísa málinu aftur til ráðherrans myndu þeir leggja fram vantrautstillögu á Sigríði. Tillagan er tilbúin og standa Píratar einir að henni. Samkvæmt heimildum Vísis verður tillagan þó aldrei samþykkt; eins manns meirihluti stjórnarflokkanna mun halda komi hún fram. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 „Þetta á að rannsaka“ "Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. 1. júní 2017 12:18 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tillaga dómsmálaráðherra um skipun fimmtán dómara við Landsrétt var samþykkt á Alþingi nú rétt í þessu. Tillagan var samþykkt með 31 atkvæðum stjórnarmeirihlutans gegn 22 atkvæðum minnihlutans. Átta greiddu ekki atkvæði. Brynjar Níelsson og Svandís Svavarsdóttir voru fjarverandi en Arnfríður Einarsdóttir, eiginkona Brynjars er ein þeirra sem kemur til greina sem dómari við Landsrétt. Barnsfaðir Svandísar, Ástráður Haraldsson, er einn þeirra sem var meðal tilnefndu. Hún kvað á um að eftirtaldir verði skipaðir dómara við Landsrétt. Aðalsteinn E. Jónasson, Arnfríður Einarsdóttir, Ásmundur Helgason, Davíð Þór Björgvinsson, Hervör Þorvaldsdóttir, Ingveldur Einarsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Jón Finnbjörnsson, Kristbjörg Stephensen, Oddný Mjöll Arnardóttir, Ragnheiður Bragadóttir, Ragnheiður Harðardóttir, Sigurður Tómas Magnússon, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Þorgeir Ingi Njálsson.Sjá einnig: Ráðherra sniðgekk fjórar tillögur hæfnisnefndar við skipan dómara Hart hafði verið tekist um málið í þingsalnum í allan dag en minnihlutinn hefur sagt ákvörðun ráðherrans Sigríðar Á. Andersen um að skipa fjóra einstaklinga; tvær konur og tvo karla, sem ekki voru á lista hæfnisnefndar um þá fimmtán hæfustu til að gegna embætti dómara við Landsrétt, illa rökstudda. Tillagan var afgreidd úr stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í gær þrátt fyrir að minnihlutinn hafi verið andvígur afgreiðslu málsins og hafi farið fram á að henni yrði vísað aftur til ráðherrans til frekari rökstuðnings.Sjá einnig: Þau voru metin hæfust í dómarasætið Píratar höfðu boðað fyrir atkvæðagreiðsluna að kæmi meirihlutinn til með að fella tillögu minnihlutans um að vísa málinu aftur til ráðherrans myndu þeir leggja fram vantrautstillögu á Sigríði. Tillagan er tilbúin og standa Píratar einir að henni. Samkvæmt heimildum Vísis verður tillagan þó aldrei samþykkt; eins manns meirihluti stjórnarflokkanna mun halda komi hún fram.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54 Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08 Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00 „Þetta á að rannsaka“ "Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. 1. júní 2017 12:18 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Birgir: Ótvírætt að ráðherra hefur rökstutt tillögu sína málefnalega Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar vill að tillaga dómsmálaráðherra verði samþykkt. 1. júní 2017 11:54
Jón Þór missti stjórn á sér í pontu Alþingis Þingmaður Pírata greip til orðsins fokking í ræðustól Alþingis í dag. 1. júní 2017 13:08
Einn hinna sniðgengnu íhugar málsókn Einn þeirra sem dómsmálaráðherra lagði ekki til að yrðu skipaðir Landsréttardómarar, þvert á mat hæfnisnefndar, íhugar málsókn. Minnihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar er ósáttur við afgreiðslu tillögunnar úr nefndinni. 1. júní 2017 07:00
„Þetta á að rannsaka“ "Þetta er allt saman mjög ófaglegt ferli og þetta á að rannsaka og þetta verður rannsakað,“ sagði Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata. 1. júní 2017 12:18