Innlent

Ísabella fær loks að blása aftur

Sveinn Arnarsson skrifar
Ísabella var eflaust orðin leið á því að standa bara og gera ekkert.
Ísabella var eflaust orðin leið á því að standa bara og gera ekkert. vísir/jói k.
Ljósbogaofn United Silicon, sem félagið kallar Ísabellu, var ræstur að nýju í gær undir ströngu eftirliti Umhverfisstofnunar. Sigrún Ágústsdóttir, sviðsstjóri hjá stofnuninni, segir að rannsóknin sem fyrirtækið lúti sé án fordæma.

„United Silicon mun senda okkur útskrift af afli ofnsins daglega svo við sjáum hversu skrykkjótt uppkeyrslan er. Mælt er stanslaust í fjórar vikur sem síðan verður sent til ítarlegrar greiningar,“ segir hún. „Að auki munum við vera með aðrar mælingar og eftirlitsferðir til að sjá hvað veldur þessum óþægindum og ólykt. Þessi rannsókn er án fordæma hjá okkur á Umhverfisstofnun.“ 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×