Vindhviður náð allt að 50 metrum á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. maí 2017 11:19 Vindaspáin fyrir hádegi í dag. mynd/veðurstofa íslands Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið norðvestanvert og Vestfirði og hafa hviður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum náð allt að 50 metrum á sekúndu að sögn Helgu Ívarsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Helga segir að á þessu hluta landsins hafi veðrið náð hámarki sínu en síðdegis nær það svo hámarki á Suður-og Suðausturlandi. Hefur verið brugðið á það ráð að loka veginum á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 11 í dag sökum þessa. Þá er búist við því að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag en ákvörðun þess efnis verður tekin í hádeginu. Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til að festa lausa muni en trampólín fauk á Höfn í Hornafirði í morgun.Að sögn Helgu má búast við mjög hvössum vindhviðum á Suður- og Suðausturlandi í dag en um veðrið á Vestfjörðum í morgun segir hún: „Í morgun á Vestfjörðum hafa þetta víða verið rúmlega 30 metrar á sekúndu en svo hefur þetta náð alveg 50 metrum á sekúndu á Gemlufallsheiði.“ Þá er varasamt að vera á ferðinni á fjallvegum þar sem hitinn er nálægt frostmarki með tilheyrandi snjókomu og slyddu en nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Aðspurð hvenær veðrið gangi niður segir Helga að verði hvasst á landinu fram á laugardag. Vindur verður þó heldur hægari en hann verður í dag en það er ekki búist við rólegra veðri fyrr en á sunnudag. Þá verðru nokkuð kalt á landinu næstu daga og ekki búist við því að það hlýni neitt af ráði fyrr en um helgina.Veðurhorfur næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands: Norðaustan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, en við suðurströndina síðdegis og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Víða rigning, einkum austanlands, en sums staðar slydda norðantil, en snjókoma til fjalla. Heldur hægari á morgun, stöku él fyrir norðan, dálítil rigning um landið suðaustanvert, en þurrt að mestu vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnantil, en heldur svalara á morgun.Á föstudag og laugardag:Austan 10-20 m/s, hvassast við suður- og norðurströndina. Rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Hlýnandi veður.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13 og rigning suðaustan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast um landið vestanvert.Á mánudag:Austlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en rigning suðaustantil um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Suðaustlæg átt, skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað og hiti 8 til 15 stig.Fréttin var uppfærð klukkan 11:39. Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08 Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Sjá meira
Mikið hvassviðri gengur nú yfir landið norðvestanvert og Vestfirði og hafa hviður á Gemlufallsheiði á Vestfjörðum náð allt að 50 metrum á sekúndu að sögn Helgu Ívarsdóttur, vakthafandi veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Helga segir að á þessu hluta landsins hafi veðrið náð hámarki sínu en síðdegis nær það svo hámarki á Suður-og Suðausturlandi. Hefur verið brugðið á það ráð að loka veginum á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns frá klukkan 11 í dag sökum þessa. Þá er búist við því að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag en ákvörðun þess efnis verður tekin í hádeginu. Lögreglan á Suðurlandi hvetur fólk til að festa lausa muni en trampólín fauk á Höfn í Hornafirði í morgun.Að sögn Helgu má búast við mjög hvössum vindhviðum á Suður- og Suðausturlandi í dag en um veðrið á Vestfjörðum í morgun segir hún: „Í morgun á Vestfjörðum hafa þetta víða verið rúmlega 30 metrar á sekúndu en svo hefur þetta náð alveg 50 metrum á sekúndu á Gemlufallsheiði.“ Þá er varasamt að vera á ferðinni á fjallvegum þar sem hitinn er nálægt frostmarki með tilheyrandi snjókomu og slyddu en nánar má lesa um færð á vegum á vef Vegagerðarinnar. Aðspurð hvenær veðrið gangi niður segir Helga að verði hvasst á landinu fram á laugardag. Vindur verður þó heldur hægari en hann verður í dag en það er ekki búist við rólegra veðri fyrr en á sunnudag. Þá verðru nokkuð kalt á landinu næstu daga og ekki búist við því að það hlýni neitt af ráði fyrr en um helgina.Veðurhorfur næstu daga samkvæmt spá Veðurstofu Íslands: Norðaustan 15-25 m/s, hvassast norðvestantil á landinu fram yfir hádegi, en við suðurströndina síðdegis og víða hvassir vindstrengir við fjöll. Víða rigning, einkum austanlands, en sums staðar slydda norðantil, en snjókoma til fjalla. Heldur hægari á morgun, stöku él fyrir norðan, dálítil rigning um landið suðaustanvert, en þurrt að mestu vestanlands. Hiti 0 til 8 stig, mildast sunnantil, en heldur svalara á morgun.Á föstudag og laugardag:Austan 10-20 m/s, hvassast við suður- og norðurströndina. Rigning með köflum, en talsverð rigning suðaustan- og austanlands. Hlýnandi veður.Á sunnudag:Austlæg átt 5-13 og rigning suðaustan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti 5 til 15 stig, hlýjast um landið vestanvert.Á mánudag:Austlæg eða breytileg átt og úrkomulítið, en rigning suðaustantil um kvöldið. Milt í veðri.Á þriðjudag:Suðaustlæg átt, skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað og hiti 8 til 15 stig.Fréttin var uppfærð klukkan 11:39.
Veður Tengdar fréttir Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08 Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40 Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Sjá meira
Lokað á milli Kirkjubæjarklausturs og Jökulsárlóns Þá má búast við að þjóðveginum undir Eyjafjöllum verði lokað seinna í dag. 10. maí 2017 10:08
Byrjað að hvessa Stormur er allvíða á Vestfjörðum og farið að bæta í vind í öðrum landshlutum. 10. maí 2017 07:40