Formúla 1

Lewis Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton tókst að verða fljótastur á báðum æfingum í dag.
Lewis Hamilton tókst að verða fljótastur á báðum æfingum í dag. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á báðum æfngum dagsins sem fram fóru á Katalóníubrautinni á Spáni. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á báðum æfingum.

Fyrri æfingin

Kimi Raikkonen varð þriðji á Ferrari en næstum heilli sekúndu á eftir Hamilton.

Fernando Alonso á McLaren komst einungis í gegnum örfáar beygjur á æfingunni. Bíll hans bilaði og Alonso var kominn á Tennisvöll í nágrenni brautarinnar innan skamms.

Sergey Sirotkin sem tók yfir bíl Jolyon Palmer á æfingunni náði að aka 10 hringi og var hægastur af þeim sem settu brautartíma.

Nico Hulkenberg var sjöundi á seinni æfingunni. Ætli Renault hafi náð góðum framförum við komuna til evrópu?Vísir/Getty
Seinni æfingin

Raikkonen var aftur þriðji á eftir Mercedes tvíeykinu. Ferrari menn voru nær en á fyrri æfingunni. Red Bull bílarnir voru líka nær en þó virðist sem uppfærslur Red Bull hafi ekki breytt stöðunni mikið.

Alonso var hægastur á seinni æfingunni á meðan liðsfélagi hans, Stoffel Vandoorne varð 13. Alonso var ekkert hoppandi kátur með vélina sem var þó farin að hreyfa bílinn áfram.

„Vélin virkar. Hún er hægari en áður. Ótrúlegt,“ sagði Alonso í talstöðinni á æfingunni.

Renault liðið virkaði sterkt á æfingunni og Nico Hulkenberg varð sjöundi og Palmer áttundi.

Bein útsending frá tímatökunni hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport 2. Keppnin er á Stöð 2 Sport 2 klukkan 11:30 á sunnudag.

Sjá má öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti hér að neðan.


Tengdar fréttir

Horner: Red Bull hefur mikið að gera í Barselóna

Red Bull liðið ætlaði sér stóra hluti þegar nýju reglurnar fyrir tímabilið voru kynntar. Raunin hefur verið önnur en liðið ætlar sér stóra hluti í spænska kappakstrinum aðra helgi.

Mercedes birtir númer og nafn ökumanns á bílum

Mercedes liðið í Formúlu 1 hefur birt myndir af keppnisbílum sínum sem eru í samræmi við nýjustu keppnisreglurnar í Formúlu 1. Nafn og númer ökumanns skal vera sýnilegt á bílnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×