Samgönguráðherra segir gagnrýni byggða á villandi talnaleikfimi Svavar Hávarðsson skrifar 17. maí 2017 07:00 Jón Gunnarsson, samgöngu- og sveitamálaráðherra, lætur skoða kosti veggjalda til að að ráðast í stórframkvæmdir. vísir/vilhelm „Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjármagna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að samfélagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón. Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
„Sú gagnrýni er vægast sagt villandi,“ segir Jón Gunnarsson, ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála, spurður um þá kröfu að ríkið veiti öllum tekjum ríkisins af skattheimtu af bílum og umferð til samgöngubóta, í stað þess að fjármagna einstakar framkvæmdir með veggjöldum. „Einhverjir aðilar sem gagnrýnt hafa það að aðeins hluti tekna ríkisins í formi skatta af bílum og umferð renni til uppbyggingar vegakerfisins, reikna samtölu yfir öll gjöld og skatta sem lagðir eru á bifreiðaeigendur, samtals um 70 milljarða króna. Þar með eru talin vörugjöld og virðisaukaskattur af kaupum á nýjum bílum, eldsneyti og varahlutum. Upphæðin er mun hærri en samtala þeirra skatta og gjalda sem innheimt eru af akstri bifreiða og er slíkur samanburður því alls ekki sanngjarn að mínu mati,“ segir Jón. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er að störfum starfshópur samgönguráðherra sem er að greina hvernig umfangsmiklum framkvæmdum við stofnleiðir út frá höfuðborgarsvæðinu verði best háttað. Á þessu ári sé fjárveiting til nýframkvæmda á öllu landinu um ellefu milljarðar króna. Á sama tíma er starfshópurinn að vega og meta samgöngubætur sem eru af stærðargráðunni 100 milljarðar. Í skriflegu svari Jóns við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að þessar samgöngubætur verði ekki kláraðar í nánustu framtíð vegna kostnaðar og vill Jón því láta kanna aðkomu einkaaðila og veggjöld til að flýta framkvæmdum. „Í þessu samhengi má líka halda því til haga að samfélagið ber ýmsan annan kostnað af ökutækjum en útgjöld til vegamála. Umferðarslys eru til dæmis talin til mestu álagsvalda á heilbrigðiskerfið. Aukið umferðaröryggi er einmitt ein þeirra jákvæðu afleiðinga sem stórbættar samgöngur út frá höfuðborgarsvæðinu munu leiða af sér og er sannarlega samfélagslegur ábati. Um það ættum við að geta verið sammála,“ segir Jón.
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Tengdar fréttir Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Samgönguráðherra: Uppbygging í pattstöðu næstu áratugi án gjaldtöku Nauðsynlegar samgöngubætur út frá höfuðborgarsvæðinu eru svo dýrar að án gjaldtöku gætu liðið áratugir þangað til þær verða að veruleika, er mat samgönguráðherra. Hann nefnir 100 milljarða eða nífalt vegafé á fjárlögum. 16. maí 2017 05:00