Bæjarstjórinn á biðilsbuxunum á skrifstofu Granda í Reykjavík Jón Hákon Halldórsson skrifar 22. apríl 2017 07:00 HB Grandi áformar að hætta landvinnslu á Akranesi. Sú ákvörðun myndi kosta tugi manns vinnuna. vísir/eyþór „Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi„Þeir komu hérna fulltrúar Akraness og við hittumst hérna í Norðurgarði hjá HB Granda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkjanna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitthvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niðurstaða í málið,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í viðræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
„Það er gott að menn eru að ræða saman,“ segir Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Hann átti fund í hádeginu í gær með Vilhjálmi Vilhjálmssyni, forstjóra HB Granda, um framtíð landvinnslu fyrirtækisins á Akranesi. Til umræðu voru áform HB Granda um að hætta landvinnslu á Akranesi, sem munu að óbreyttu kosta tæplega 100 starfsmenn fyrirtækisins vinnuna. Sævar Freyr segir að aftur verði fundað í næstu viku.Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri á Akranesi„Þeir komu hérna fulltrúar Akraness og við hittumst hérna í Norðurgarði hjá HB Granda,“ segir Vilhjálmur Vilhjálmsson. Forstjórinn segir engar ákvarðanir hafa verið teknar á fundinum. Fréttablaðið greindi frá því á miðvikudaginn að Faxaflóahafnir hafa gefið grænt ljós á uppbyggingu hafnarmannvirkja á Akranesi, með þeim skilyrðum að fyrir liggi samkomulag milli Faxaflóahafna sf. og HB Granda um nýtingu mannvirkjanna. Kostnaður við verkefnið yrði samtals 3 milljarðar króna. „Það er í sjálfu sér bara ánægjulegt að menn skuli vera að fara í lagfæringar á höfninni á Akranesi. Það er orðið tímabært en það mun taka sinn tíma og við eigum bara alveg eftir að sjá hvort það sé eitthvert innlegg í þetta mál. Það er ekki komin nein ákvörðun eða niðurstaða í málið,“ segir Vilhjálmur.Vilhjálmur Vilhjálmsson, forstjóri HB Granda.Hann kveðst ekki vera að leita neinnar sérstakrar niðurstöðu í viðræðunum við Akranes. „Þeir eru að gera sitt besta til að sannfæra okkur um að láta ekki verða af ákvörðunum okkar og um það snúast þessar viðræður,“ útskýrir Vilhjálmur. Hann segir HB Granda ekki hafa átt frumkvæðið að viðræðunum en leggur áherslu á að engar ákvarðanir hafi verið teknar um framhald málsins. Þá hefur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, einnig sagt að hún muni skipa nefnd til að fjalla um framtíðarfyrirkomulag varðandi gjaldtöku. „Það er ekkert óeðlilegt að þessi nefnd horfi til þessara sjónarmiða einnig,“ sagði sjávarútvegsráðherra.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent