Búa sig undir Costco með kaupum á Olís Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. apríl 2017 07:00 Olís starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís. vísir/gva Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olíuverzlun Íslands. Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir eru 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því 9,2 milljarðar króna. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þessi samningur skapi fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að viðræður um kaupin hafi ekki staðið yfir lengi en vill ekki segja hversu skamman tíma þau tóku. Ein stærsta breytingin á samkeppnisumhverfi Haga á næstunni er opnun bandaríska verslunarrisans Costco í Garðabæ þriðjudaginn 23. maí. Þar verður rekin eldsneytissala. Finnur svarar því ekki hvort kaupin séu bein viðbrögð við opnun Costco. „Það er alveg ljóst að við erum sterkara félag og erum betur í stakk búin til þess að takast á við samkeppni,“ segir hann. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Eignir Haga nema 29,7 milljörðum króna, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Þar af nema eignir umfram skuldir 16,3 milljörðum króna. Af þessum 16,3 milljörðum króna eru 3,8 milljarðar í handbæru fé. Í tilkynningu segir að samhliða kaupunum, og áður tilkynntum kaupum félagsins á Lyfju, hafi stjórn Haga ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017. Hagar eru ekki eina verslunarkeðjan sem hefur hug á bensínstöðvarekstri. Festi, sem rekur Krónuna, lagði inn umsókn til Reykjavíkurborgar fyrir hartnær tveimur árum um að fá að opna bensínstöð við verslunina að Fiskislóð í Reykjavík. Dregist hefur að svara, en stefna borgaryfirvalda er að fækka bensínstöðum í Reykjavíkurborg. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem kom út í byrjun apríl, segir að þessi stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar sé samkeppnishamlandi. Beinir Samkeppniseftirlitið því til Reykjavíkurborgar að draga úr þessum hömlum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, fagnar skýrslunni en segist aldrei hafa átt von á annarri niðurstöðu. „Enda er það alveg fáránlegt ef það er búið að gefa það út að fjórir aðilar, sem eru á markaðnum, hafi einkaleyfi á að selja eldsneyti,“ segir Jón. Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira
Hagar, sem reka meðal annars Bónus og Hagkaup, hafa keypt Olíuverzlun Íslands. Heildarvirði Olís er 15,1 milljarður króna og vaxtaberandi skuldir eru 5,9 milljarðar. Kaupverð hlutafjár er því 9,2 milljarðar króna. Olís sérhæfir sig í sölu og þjónustu með eldsneyti og aðrar olíuvörur, auk ýmissa nauðsynjavara til einstaklinga og fyrirtækja. Fyrirtækið starfrækir um 115 starfsstöðvar á um 50 stöðum á landinu, aðallega undir merkjum Olís, ÓB og Rekstrarlands. Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir að þessi samningur skapi fjölmörg tækifæri til að bæta þjónustu við viðskiptavini. „Rekstur Olís fellur mjög vel að rekstri Haga og skapar einstakan grundvöll til sóknar og ekki síður til aukinnar hagkvæmni í breyttu samkeppnisumhverfi,“ segir Finnur í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Í samtali við Fréttablaðið segir hann að viðræður um kaupin hafi ekki staðið yfir lengi en vill ekki segja hversu skamman tíma þau tóku. Ein stærsta breytingin á samkeppnisumhverfi Haga á næstunni er opnun bandaríska verslunarrisans Costco í Garðabæ þriðjudaginn 23. maí. Þar verður rekin eldsneytissala. Finnur svarar því ekki hvort kaupin séu bein viðbrögð við opnun Costco. „Það er alveg ljóst að við erum sterkara félag og erum betur í stakk búin til þess að takast á við samkeppni,“ segir hann. Kaupverð verður greitt annars vegar með hlutafé í Högum og hins vegar með reiðufé. Í tilkynningu til Kauphallarinnar segir að sá hluti kaupverðsins sem greiddur er með reiðufé verði að hluta til fjármagnaður með öflun lánsfjár. Eignir Haga nema 29,7 milljörðum króna, samkvæmt nýjasta ársreikningi félagsins. Þar af nema eignir umfram skuldir 16,3 milljörðum króna. Af þessum 16,3 milljörðum króna eru 3,8 milljarðar í handbæru fé. Í tilkynningu segir að samhliða kaupunum, og áður tilkynntum kaupum félagsins á Lyfju, hafi stjórn Haga ákveðið að víkja frá áður samþykktri arðgreiðslustefnu félagsins og leggja til við aðalfund í júní að ekki verði greiddur út arður árið 2017. Hagar eru ekki eina verslunarkeðjan sem hefur hug á bensínstöðvarekstri. Festi, sem rekur Krónuna, lagði inn umsókn til Reykjavíkurborgar fyrir hartnær tveimur árum um að fá að opna bensínstöð við verslunina að Fiskislóð í Reykjavík. Dregist hefur að svara, en stefna borgaryfirvalda er að fækka bensínstöðum í Reykjavíkurborg. Í skýrslu Samkeppniseftirlitsins, sem kom út í byrjun apríl, segir að þessi stefna og framkvæmd Reykjavíkurborgar sé samkeppnishamlandi. Beinir Samkeppniseftirlitið því til Reykjavíkurborgar að draga úr þessum hömlum. Jón Björnsson, forstjóri Festar, fagnar skýrslunni en segist aldrei hafa átt von á annarri niðurstöðu. „Enda er það alveg fáránlegt ef það er búið að gefa það út að fjórir aðilar, sem eru á markaðnum, hafi einkaleyfi á að selja eldsneyti,“ segir Jón.
Costco Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Sjá meira