Sebastian Vettel á ráspól í Rússlandi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 29. apríl 2017 12:43 Sebastian Vettel stal ráspólnum af liðsfélaga sínum á síðasta hringnum. Vísir/Getty Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Ferrari menn leiddu allar þrjár æfingarnar, þess var að vænta að baráttan um ráspól yrði hörð. Mercedes vélarnar hafa svokallaða tímatökustillingu sem gefur talsvert aukaafl í einn hring.Fyrsta lota Ferrari menn komu út á brautina á ofur-mjúkum dekkjum á meðan allir aðrir notuðust strax við últra mjúku dekkin sem er mýksta útgáfan sem í boði er þessa helgina. Bottas var fljótastur í lotunni á Mercedes bílnum. Romain Grosjean á Haas féll út í fyrstu umferð, hann lenti í bremsuvandræðum á æfingum og skipti aftur yfir í Brembo bremsur. Það er spurning hvort hausinn sé farinn að stýra Grosjean í ógöngur því Haas bíllinn getur betur en þetta. Kevin Magnussen komst til að mynda áfram í aðra umferð, þó tæpt hafi verið. Auk Grosjean féllu út; Jolyon Palmer á Renault, Stoffel Vandoorne á McLaren og Sauber ökumennirnir.Valtteri Bottas var fljótastur í fyrstu tveimur lotunum en náði svo ekki að svara Ferrari mönnum í þriðju lotunni.Vísir/GettyÖnnur lota Allir ökumenn í annarri lotu óku á últra-mjúkum dekkjum. Eftir fyrstu tilraunir allra var Bottas fljótastur og Hamilton var annar. Þar á eftir komu Ferrari menn, tæplega 0,8 sekúndum á eftir Bottas. Annaðhvort var Mercedes að spara sig á æfingum og setti í gírinn í tímatökunni eða þá að Ferrari menn gerðu bara það sem til þurfti til að komast áfram og spara með því dekkin. Tíu fljótustu ökumennirnir í annarri lotu þurfa að hefja keppnina á þeim dekkjagangi sem þeir settu sinn hraðasta tíma á í lotunni. Í annarri lotu duttu út; Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas, Toro Rosso ökumennirnir og Lance Stroll á Williams.Þriðja lota Nico Hulkenberg á Reaunlt truflaði Hamilton á úthringnum svo Hamilton hætti við að hefja tímatökuhring. Raikkonen setti mjög góðan tíma og var fljótastur fyrir lokatlögu allra. Bottas var annar einungis 0,036 á eftir landa sínum. Vettel var þriðji og Hamilton fjórði. Síðasta umferðin var afar spennandi. Raikkoenn hefur tekið þátt í 127 keppnum síðan hann náði ráspól síðast, í Frakklandi 2010. Raikkonen náði ekki að bæta sinn tíma. Vettel tók ráspólinn af Raikkonen og Mercedes menn náðu ekki að svara. Ferrari náði báðum bílum á fremstu ráslínu í fyrsta skipti síðan 2008. Formúla Tengdar fréttir Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15 Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Sebastian Vettel var fljótastur í dag á Ferrari og Kimi Raikkonen á Ferrari varð annar. Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji. Ferrari menn leiddu allar þrjár æfingarnar, þess var að vænta að baráttan um ráspól yrði hörð. Mercedes vélarnar hafa svokallaða tímatökustillingu sem gefur talsvert aukaafl í einn hring.Fyrsta lota Ferrari menn komu út á brautina á ofur-mjúkum dekkjum á meðan allir aðrir notuðust strax við últra mjúku dekkin sem er mýksta útgáfan sem í boði er þessa helgina. Bottas var fljótastur í lotunni á Mercedes bílnum. Romain Grosjean á Haas féll út í fyrstu umferð, hann lenti í bremsuvandræðum á æfingum og skipti aftur yfir í Brembo bremsur. Það er spurning hvort hausinn sé farinn að stýra Grosjean í ógöngur því Haas bíllinn getur betur en þetta. Kevin Magnussen komst til að mynda áfram í aðra umferð, þó tæpt hafi verið. Auk Grosjean féllu út; Jolyon Palmer á Renault, Stoffel Vandoorne á McLaren og Sauber ökumennirnir.Valtteri Bottas var fljótastur í fyrstu tveimur lotunum en náði svo ekki að svara Ferrari mönnum í þriðju lotunni.Vísir/GettyÖnnur lota Allir ökumenn í annarri lotu óku á últra-mjúkum dekkjum. Eftir fyrstu tilraunir allra var Bottas fljótastur og Hamilton var annar. Þar á eftir komu Ferrari menn, tæplega 0,8 sekúndum á eftir Bottas. Annaðhvort var Mercedes að spara sig á æfingum og setti í gírinn í tímatökunni eða þá að Ferrari menn gerðu bara það sem til þurfti til að komast áfram og spara með því dekkin. Tíu fljótustu ökumennirnir í annarri lotu þurfa að hefja keppnina á þeim dekkjagangi sem þeir settu sinn hraðasta tíma á í lotunni. Í annarri lotu duttu út; Fernando Alonso á McLaren, Kevin Magnussen á Haas, Toro Rosso ökumennirnir og Lance Stroll á Williams.Þriðja lota Nico Hulkenberg á Reaunlt truflaði Hamilton á úthringnum svo Hamilton hætti við að hefja tímatökuhring. Raikkonen setti mjög góðan tíma og var fljótastur fyrir lokatlögu allra. Bottas var annar einungis 0,036 á eftir landa sínum. Vettel var þriðji og Hamilton fjórði. Síðasta umferðin var afar spennandi. Raikkoenn hefur tekið þátt í 127 keppnum síðan hann náði ráspól síðast, í Frakklandi 2010. Raikkonen náði ekki að bæta sinn tíma. Vettel tók ráspólinn af Raikkonen og Mercedes menn náðu ekki að svara. Ferrari náði báðum bílum á fremstu ráslínu í fyrsta skipti síðan 2008.
Formúla Tengdar fréttir Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00 Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15 Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Sjá meira
Honda mætir með áreiðanlegri vélar til Rússlands McLaren liðið í Formúlu 1 mun nota uppfærðar Honda vélar í rússneska kappakstrinum um komandi helgi. Uppfærslan á að auka áreiðanleika vélanna. 25. apríl 2017 22:00
Bílskúrinn: Ferrari slær frá sér í Barein Sebastian Vettel á Ferrari tók forystu í heimsmeistarakeppni ökumanna með því að vinna þriðju keppni tímabilsins sem fram fór í Barein síðustu helgi. 20. apríl 2017 19:15
Ferrari menn fljótastir á föstudegi Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir rússneska kappaksturinn sem fram fer um helgina. Sebastian Vettel, einnig á Ferrari varð fljótastur á seinni æfingunni. 28. apríl 2017 15:45