Umfjöllun: Holland - Ísland 4-0 | Ísland sá aldrei til sólar gegn Hollandi Smári Jökull Jónsson skrifar 11. apríl 2017 19:00 Íslensku stelpurnar fagna marki á Algarve-mótinu. vísir/getty Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur urðu 4-0 þar sem stelpurnar okkar áttu aldrei möguleika. Leikurinn í dag fór fram á Vijverberg-leikvanginum en þar mun Ísland einmitt leika gegn Sviss á Evrópumótinu í sumar. Þetta var annar vináttulandsleikur íslenska liðsins á nokkrum dögum en þær unnu 2-0 sigur á Slóvakíu á fimmtudag. Freyr Alexandersson gerði tvær breytingar á liðinu fyrir leikinn í dag og komu þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Elísa Viðarsdóttir inn fyrir Önnu Björk Kristjánsdóttur og Rakel Hönnudóttur. Leikurinn byrjaði illa fyrir Ísland. Eftir einungis mínútu leik meiddist Elísa á hné eftir að hafa snúið sig í vítateig íslenska liðsins. Hún var borin af velli og kom ekkert meira við sögu. Fyrri hálfleikur var svo gott sem eign hollenska liðsins. Þær voru mun sterkari aðilinn og fengu nokkur góð færi á fyrstu 20 mínútum leiksins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var vel á verði í marki íslenska liðsins auk þess sem íslenska vörnin náði oft að bjarga á síðustu stundu. Guðbjörg kom þó engum vörnum við þegar hin tvítuga Vivianne Miedema kom Hollandi yfir með skalla eftir aukaspyrnu. Það var mark númer 36 hjá Miedema í aðeins 43 landsleikjum og íslenska vörnin hefði svo sannarlega getað gert betur í þetta skiptið. Eftir markið hélt hollenska liðið áfram að pressa á íslensku vörnina. Van de Sanden á hægri kantinum var Íslendingum erfiður ljár í þúfu og skapaði oft á tíðum usla. Hún fór í þónokkur skipti illa að ráði sínu þegar hún var komin í fína stöðu og þá var Danielle Van de Donk klaufi að skora ekki en hún fékk ágætis færi til að koma boltanum í netið. Staðan í hálfleik var 1-0 og íslenska liðið heppið að forysta Hollands væri ekki stærri. Síðari hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri endaði. Holland var mun hættulegri aðilinn og strax á 51.mínútu skoraði Miedema sitt annað mark í leiknum með skoti af markteig eftir sendingu frá Jackie Groenen. Sóknarleikur íslenska liðsins var engan veginn nógu góður og helst skapaðist hætta í föstum leikatriðum og þegar Sif Atladóttir tók gríðarlöng innköst alla leið að markteig. Á 67.mínútu komst Holland síðan í 3-0 þegar Lieke Martens skoraði eftir mistök í vörn Íslands og ljóst að Holland færi með sigur af hólmi í leiknum. Guðmunda Brynja Óladóttir leikmaður Stjörnunnar kom inn af töluverðum krafti síðustu 30 mínútur leiksins og gaf sókn Íslands smá kraft. Lítið var þó um alvöru færi og Íslandi gekk illa að halda boltanum innan liðsins af einhverju ráði. Fanndís Friðriksdóttir fékk eitt besta færi Íslands þegar 10 mínútur voru eftir en gott skot hennar var varið í horn af Sari van Veenendaal í marki Hollands. Fanndís átti ágæta spretti inn á milli í leiknum en hefði mátt sækja meira á hægri bakvörð hollenska liðsins. Síðustu mínúturnar gerðu bæði lið nokkrar breytingar sem riðlaði leiknum töluvert. Sigríður Lára Garðarsdóttir átti skalla á 88.mínútu sem small í stönginni og nær komst Ísland ekki í leiknum í dag. Nokkrum sekúndum fyrir leikslok kom síðan fjórða mark Hollands þegar Glódís Perla Viggósdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Lieke Martens. Lokatölur urðu 4-0, sanngjarn sigur Hollendinga gegn bitlausu íslensku liði. Næsti leikur Íslands verður gegn Írlandi þann 8.júní en það verður síðasti vináttuleikur liðsins fyrir Evrópumótið.Leik lokið - Leiknum er lokið með öruggum sigri Hollands. Íslenska liðið átti aldrei möguleika í dag gegn sterku hollensku liði. 93.mín - Mark! 4-0. Þetta gat ekki endað á verri veg. Martens á sendingu fyrir og boltinn fer af Glódísi Perlu og í markið. Glódís óheppin þarna því hún var einn af betri leikmönnum Íslands í dag.88.mín - Þarna munaði litlu! Sigríður Lára með skalla sem fer í stöngina áður en Holland nær að hreinsa frá. Hefði verið gaman að fá eitt mark.85.mín - Freyr gerir tvær breytingar. Inn koma Katrín Ásbjörnsdóttir og Agla María Albertsdóttir, sem báðar leika með Stjörnunni. Af velli fóru Berglind Björg og Fanndís. Agla María er ekki lengi að skapa hættu. Kemst inn í teig og á hættulega sendingu fyrir sem er hreinsuð burt á síðustu stundu.85.mín - Martens með gott skot frá vítateig eftir hornspyrnu Hollands en boltinn rétt framhjá stönginni.83.mín - Enn er hætta við mark Íslands. Martens með sendingu fyrir sem Miedema er mjög nálægt þvi að ná en boltinn skoppaði á endanum rétt framhjá fjærstönginni.79.mín - Líklegasta hættulegasta tækifæri Íslands. Fanndís fær boltann frá Söru vinstra megin í teignum, leikur á varnarmann og á gott skot sem hollenski markvörðurinn ver í horn. Sara fær svo annað skotfæri í kjölfar hornspyrnunnar en skot hennar vel framhjá.78.mín - Ísland gerir tvær breytingar. Margrét Lára og Hallbera koma af velli og í þeirra stað koma Hrafnhildur Hauksdóttir leikmaður Vals og Sigríður Lára Garðarsdóttir leikmaður ÍBV. 78.mín - Holland hefur verið mikið sterkari aðilinn allan tímann í dag. Íslenska liðið hefur afar lítið komist áleiðis í sínum sóknum og ljóst að Freyr og hans fólk hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið.76.mín - Einn besti maður Hollands í dag, Shanice Van de Sanden kemur af velli og í hennar stað kemur inn Lineth Beerensteyn. 73.mín - Guðmunda Brynja nálægt því að komast í dauðafæri en sendingn frá Fanndísi er aðeins of löng og markvörður Hollands handsamar knöttinn af tám Guðmundu. 70.mín - Það er ekki margt sem hefur gengið upp hjá íslenska liðinu í dag. Markið sem Martens skoraði er ágætis dæmi um það. Nú munaði litlu að fjórða mörkið kæmi en Van de Sanden skaut framhjá af markteig eftir að boltinn barst óvænt til hennar.67.mín - Mark! 3-0. Holland fær þetta mark á silfurfati. Holland á sendingu inn í teig sem Sif reynir að skalla frá. Boltinn fer þó beint fyrir fætur Lieke Martens sem tekur boltann niður og skorar í tómt markið en Guðbjörg var farin af stað að reyna að handsama boltann.65.mín - Guðmunda Brynja fljót að koma sér í baráttuna. Á í baráttu við hollenskan varnarmann og fellur við. Ekkert dæmt en Ísland fær horn sem er kolrangur dómur reyndar. Sara skallar síðan hornið rétt framhjá.62.mín - Íslenska liðið stálheppið að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu. Hallbera fær boltann augljóslega í höndina þegar hún reynir að taka boltann niður inni í teig. Í kjölfarið gerir Ísland sína fyrstu skiptingu. Guðmunda Brynja Óladóttir kemur inn fyrir Elínu Mettu. Holland gerir sömuleiðis breytingu á sínu liði. Van de Donk kemur af velli og Roord kemur inn í hennar stað. Van de Donk farið illa með nokkur færi. Kelly Zeeman kemur sömuleiðis af velli og Dominiquie Janssen kemur inn en hún leikur með Arsenal.60.mín - Holland heldur áfram að ógna. Spitse tók rétt í þessu aukaspyrnu af löngu færi og boltinn rétt sleikti stöngina. Spurning hvort Freyr fari ekki að huga að breytingum á liði Íslands.51.mín - Mark! 2-0. Miedema skorar annað mark sitt í leiknum eftir sendingu frá Jackie Groenen. Groenen komst auðveldlega inn í teiginn hægra megin og átti sendingu og Miedema gat ekki annað en skorað. Mark númer 37 í aðeins 43 landsleikjum hjá þessum tvítuga leikmanni.50.mín - Hallbera með arfaslaka hornspyrnu sem endar fyrir aftan endamörk. Hallbera ekki átt sinn besta leik í dag og átt í vandræðum í vinstri bakverðinum gegn Van de Sanden.48.mín - Hætta við mark Hollands eftir langt innkast frá Sif. Einhverjir íslenskir leikmenn kalla eftir vítaspyrnu í kjölfarið en frekar slakur dómari leiksins lætur það sem vind um eyru þjóta.46.mín - Það tók ekki langan tíma fyrir hollenska liðið að skapa færi. Van de Donk var í dauðafæri eftir vandræðagang í íslensku vörninni en hún er of lengi að athafna sig og Guðbjörg bjargar vel.46.mín - Sherida Spitse, sem leikið hefur yfir 100 landsleikið með hollenska liðinu, kemur inn í hálfleiknum. Sýnist sem íslenska liðið sé óbreytt. Leikurinn kominn af stað á ný.Hálfleikur: Þá fer að líða að því að seinni hálfleikur hefjist. Sjáum hvort liðin hafi gert einhverjar breytingar í leikhléi. Hollenska liðið lætur eitthvað bíða eftir sér.Hálfleikur: Þá er fyrri hálfleik lokið í Doetinchem og Hollendingar leiða 1-0 eftir mark frá Vivianne Miedema á 22.mínútu. Ísland í raun heppið að forysta heimaliðsins sé ekki stærri því þar hafa fengið fjölmörg færi og verið töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum.43.mín - Glæsileg varsla hjá Guðbjörgu! Miedema með aukaspyrnu yfir vegginn en Guðbjörg er mætt og ver vel. 42.mín - Holland fær aukaspyrnu á hættulegum stað, sannarlega hægt að skjóta þaðan.40.mín - Fanndís nær í hornspyrnu eftir ágætan sprett. Tekur sinn mann á og á fyrirgjöf sem er hreinsuð í horn. Fanndís verður að nýta hraða sinn betur en hún virðist hafa mikla yfirburði gegn hægri bakverði Hollands. Ekkert verður úr hornspyrnunni.38.mín - Hætta við mark Hollands. Elín Metta með fyrirgjöf sem verður að skoti og fer rétt framhjá fjærstönginni.36.mín - Það verður að viðurkennast að þessi dómari er ekki að standa sig neitt sérlega vel. Dæmir hér aukaspyrnu á Glódísi sem einfaldlega var á undan í boltann. Eftir aukaspyrnuna fékk Holland svo enn eitt færið en Guðbjörg varði frábærlega frá Miedema. Holland fékk loks horn og Kika van Es átti þrumuskot sem Hallbera varði á línu.34.mín - Enn og aftur dauðafæri hjá Hollandi. Van de Sanden fer illa með Hallberu, nær sendingu fyrir sem endar hjá Miedema. Skot hennar er varið af Sif rétt við marklínuna og Hallbera nær á endanum að hreinsa í horn. Holland haft yfirburði hingað til.32.mín - Ótrúlegt en satt þá kemst Holland í dauðafæri eftir hornspyrnu Íslands. Hornið var hreinsað frá og svo varð einhver misskilningur á milli Glódísar og Sifjar um hvor ætti að taka boltann. Van de Sanden komst á milli og var ein gegn Sif sem leysti málið hins vegar vel, hægði á hollenska leikmanninum og boltinn endaði hjá Guðbjörgu.31.mín - Aukaspyrnan var ömurleg og fór beint í vegginn. Ísland vinnur boltann og Berglind Björg leikur á rangstöðugildru Hollands og kemst ein upp kantinn. Hún er aðeins of lengi að athafna sig en nær í horn.30.mín - Holland fær aukaspyrnu á vítateigslínunni vinstra megin. Stórhættulegur staður. Ísland hefur látið dómarann aðeins fara í taugarnar á sér hér í byrjun.28.mín - Sara Björk skallar að marki eftir hornspyrnu Hallberu en boltinn endar fyrir aftan endamörk. Önnur hornspyrna og þá skapast aftur stórhætta. Glódís nær að komast í boltann á nærstöng og Hollendingar eiga í stökustu vandræðum með að hreinsa boltanum frá sem skoppar manna á milli í teignum. Það tekst þó á endanum.26.mín - Margrét Lára fær boltann í teignum en skot hennar fer í varnarmann. Ísland fær svo hornspyrnu eftir bjartsýnisskot Glódísar. Fyrsta hornspyrna Íslands í leiknum.25.mín - Markið er fyllilega verðskuldað enda Holland ógnað í nokkur skipti þessar fyrstu mínútur leiksins. Ísland þarf að ná að halda boltanum betur en þær hafa gert til þessa.22.mín! Mark! 1-0. Holland kemst yfir með marki frá Miedema sem skorar með skalla eftir aukaspyrnu. Illa dekkað hjá íslenska liðinu og Miedema fékk nær frían skalla á markteig. Aukaspyrnan var ódýr og kom eftir að dæmd var bakhrinding á Gunnhildu Yrsu á miðjum vallarhelmingi Íslands.20.mín - Aftur gott færi frá Van de Donk sem skýtur hátt yfir markið. Van de Sanden er enn að stríða íslenska liðinu, hún vann sprett gegn Hallberu og átti sendingu út í teiginn sem Van de Donk þrumaði yfir. Þetta endar bara á einn veg.18.mín - Van de Sanden er allt í öllu. Hún kemst alein í gegn hægra megin og reynir fyrirgjöf sem Guðbjörg handsamar. Sif gerði sömuleiðis vel og var búin að loka á sendinguna en Van de Sanden hefði átt að gera mikið betur. Holland sterkari aðilinn í upphafi leiks og Ísland kemst lítið áleiðis sóknarlega.16.mín - Dauðafæri! Van de Sanden leikur á rangstöðugildru Íslands og á sendingu fyrir sem Guðbjörg nær en missir frá sér. Danielle van de Donk nær boltanum á markteig og á skot sem fer af varnarmanni og lekur framhjá stönginni. Spurning hvort Guðbjörg hefði ekki átt að halda fyrirgjöfinni.14.mín - Sif búin að taka tvö gríðarlega löng innköst núna með stuttu millibili. Þetta er klárlega vopn sem Ísland getur nýtt sér enda nær Sif að kasta alveg að markteig.12.mín - Slæm mistök hjá Sif sem missir boltann á miðjunni og Holland kemst í dauðafæri, tvær gegn einni. Van den Sanden reynir að koma boltanum á Miedema en Glódís kemst á milli og boltinn endar hjá Guðbjörgu í markinu.9.mín - Shanice van den Sanden nær í hornspyrnu eftir baráttu við Hallberu. Van den Sanden fær svo boltann eftir stutta sendingu en misheppnast algerlega með snúninginn og missir boltann útaf.6.mín - Ísland missti tvo leikmenn út á Algarve-mótinu en bæði Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir urðu þar fyrir krossbandameiðslum. Vonum að það sé ekki raunin með Elísu.4.mín - Það var eins og ég hélt. Rakel Hönnudóttir er komin inn fyrir Elísu, Rakel fer beint í hægri bakvörðinn. Vonum að meiðsli Elísu séu ekki alvarleg, en þetta leit ekki vel út.3.mín - Þetta leit ekki vel út. Elísa liggur eftir og virðist sárþjáð, heldur um hnéð. Gat ekki séð betur en að hún hafi fest takkana í grasinu, það virtist ekkert samstuð verða. Hún er leidd útaf og ég geri ekki ráð fyrir að sjá hana aftur inni á vellinum.1.mín - Það tók ekki langan tíma fyrir liðin að skapa hættu. Fanndís Friðriksdóttir komst inn í teiginn strax eftir 15 sekúndur en sending hennar var hreinsuð frá að lokum. Svipað gerðist svo strax í kjölfarið hinu megin. Fyrirgjöf frá leikmanni Hollands fór í gegnum allan teig Íslands áður en boltanum var hreinsað frá.1.mín - Leikurinn er hafinn. Ísland leikur í hvítum búingum í dag en það hollenska að sjálfsögðu í sínum klassísku appelsínugulu.17:00: Búið að taka liðsmyndirnar og ekkert því til fyrir stöðu að sú belgíska flauti til leiks.16:58: Þjóðsöngur Íslands yfirstaðinn og sá hollenski ómar á vellinum þessa stundina. Það styttist í að leikurinn hefjist. Þónokkuð af fólki á vellinum sem er auðvitað skemmtilegt.16:55: Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV. Margrét Lára Viðarsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins og leiðir sitt lið inn á völlinn í þessum skrifuðu orðum. 16:52: Sóknarleikurinn hefur verið akkilesarhæll Íslands í síðustu leikjum liðsins. Í Algarve-bikarnum lék liðið fjóra leiki en skoraði aðeins þrjú mörk og lék tvo leiki án þess að skora. Vonum að Freyr og stelpurnar séu búnar að finna lausnir á þeim vanda.16:50: Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verið duglegur við að prófa mismunandi leikaðferðir í síðustu leikjum liðsins. Liðið lék oftast 4-3-3 leikkerfið í undankeppni EM en hefur aðeins þurft að breyta til eftir að Harpa Þorsteinsdóttir fór í barneignaleyfi.16:45: Markahæsti leikmaður Hollands frá upphafi er Manon Melis en hún leikur með Seattle Reign í Bandaríkjunum. Hún er hins vegar hætt að leika með landsliðinu og munar um minna enda hefur hún skorað 59 mörk í 135 landsleikjum. Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 77 mörk í 115 landsleikjum.16:42: Leikurinn í dag er liður í undirbúningi beggja liða fyrir EM sem fer einmitt fram í Hollandi í júlí. Ísland er þar í riðli með Sviss, Austurríki og geysisterku liði Frakklands. Ísland komst í 8-liða úrslit á síðasta Evrópumóti árið 2013 en féll þar úr leik gegn gestgjöfum Svía.16:40: Það verða belgískir dómarar sem munu dæma leikinn í dag. Tina Tyteca heldur á flautunni og henni til aðstoðar verða þær Maria Etienne og Viki de Cremer.16:38: Lieke Martens hefur skorað næstflest mörk fyrir landsliðið af þeim leikmönnum sem eru með liðinu í dag. Hún er fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá FC Rosengård og hefur skorað 25 mörk í 66 landsleikjum. Í hópnum má auk þess finna tvo leikmenn Arsenal og Ajax, leikmann frá Liverpool, Manchester City og Frankfurt. Engir aukvisar á ferð í hollenska liðinu.16:35: Þær Sherida Spitse og Loes Geurts hafa báðar leikið yfir 100 landsleiki fyrir hollenska liðið en þær byrja báðar á bekknum í dag. Framherji liðsins og fyrirliði, Vivianne Miedema, er þeirra hættulegasti leikmaður en hún hefur skorað 35 mörk í 42 landsleikjum. Hún er einungis 20 ára gömul og leikur með þýska stórliðinu Bayern Munchen.16:30: Ísland lék gegn Slóvakíu á fimmtudaginn og vann þar 2-0 sigur. Freyr Alexandersson gerir tvær breytingar á liðinu síðan þá. Elísa Viðarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma inn í liðið í stað Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur og Rakelar Hönnudóttur. Berglind Björg skoraði einmitt sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum gegn Slóvakíu en Elín Metta Jensen skoraði fyrra mark liðsins. Freyr breytir einnig um leikkerfi því í þeim leik lék liðið 3-4-3 kerfi.16:25: Leikurinn fer fram á Vijverberg-leikvanginum í Doetinchem en þar mun Ísland leika gegn Sviss á Evrópumótinu í sumar. Völlurinn tekur 12.600 manns í sæti og þar verða alls leiknir 5 leikir á mótinu í sumar.16:25: Þetta verður í níunda skiptið sem Íslands og Holland mætast í landsleik. Ísland hefur haft betur í sex skipti, Holland hefur unnið einn leik og einu sinni gerðu liðin jafntefli. Fyrsti leikur þjóðanna fór fram árið 1995 og lauk með 2-1 sigri Íslands. Guðrún Sæmundsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu mörk Íslands í þeim leik. Ísland fór einnig með sigur af hólmi þegar liðin mættust síðast. Það var í vináttulandsleik í Kórnum fyrir þremur árum síðar og honum lauk einnig 2-1. Gunnhildur Yrsa og Sara Björk skoruðu mörk Íslands í þeim leik. 16:20: Búið er að birta byrjunarlið Íslands sem stillir upp í leikkerfinu 4-5-1 í dag.Markvörður: Guðbjörg GunnarsdóttirVörn: Elísa Viðarsdóttir - Glódís Perla Viggósdóttir - Sif Atladóttir - Hallbera GísladóttirMiðja: Elín Metta Jensen - Margrét Lára Viðarsdóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Fanndís FriðriksdóttirSókn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu KSÍ mun Sara Björk leika sem djúpur miðjumaður fyrir aftan þær Margréti Láru og Gunnhildi Yrsu. 16:15: Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu Vísis frá vináttuleik Íslands og Hollands í knattspyrnu. EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu beið lægri hlut gegn Hollandi í vináttulandsleik í Doetinchem í Hollandi í dag. Lokatölur urðu 4-0 þar sem stelpurnar okkar áttu aldrei möguleika. Leikurinn í dag fór fram á Vijverberg-leikvanginum en þar mun Ísland einmitt leika gegn Sviss á Evrópumótinu í sumar. Þetta var annar vináttulandsleikur íslenska liðsins á nokkrum dögum en þær unnu 2-0 sigur á Slóvakíu á fimmtudag. Freyr Alexandersson gerði tvær breytingar á liðinu fyrir leikinn í dag og komu þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Elísa Viðarsdóttir inn fyrir Önnu Björk Kristjánsdóttur og Rakel Hönnudóttur. Leikurinn byrjaði illa fyrir Ísland. Eftir einungis mínútu leik meiddist Elísa á hné eftir að hafa snúið sig í vítateig íslenska liðsins. Hún var borin af velli og kom ekkert meira við sögu. Fyrri hálfleikur var svo gott sem eign hollenska liðsins. Þær voru mun sterkari aðilinn og fengu nokkur góð færi á fyrstu 20 mínútum leiksins. Guðbjörg Gunnarsdóttir var vel á verði í marki íslenska liðsins auk þess sem íslenska vörnin náði oft að bjarga á síðustu stundu. Guðbjörg kom þó engum vörnum við þegar hin tvítuga Vivianne Miedema kom Hollandi yfir með skalla eftir aukaspyrnu. Það var mark númer 36 hjá Miedema í aðeins 43 landsleikjum og íslenska vörnin hefði svo sannarlega getað gert betur í þetta skiptið. Eftir markið hélt hollenska liðið áfram að pressa á íslensku vörnina. Van de Sanden á hægri kantinum var Íslendingum erfiður ljár í þúfu og skapaði oft á tíðum usla. Hún fór í þónokkur skipti illa að ráði sínu þegar hún var komin í fína stöðu og þá var Danielle Van de Donk klaufi að skora ekki en hún fékk ágætis færi til að koma boltanum í netið. Staðan í hálfleik var 1-0 og íslenska liðið heppið að forysta Hollands væri ekki stærri. Síðari hálfleikur hófst á svipaðan hátt og sá fyrri endaði. Holland var mun hættulegri aðilinn og strax á 51.mínútu skoraði Miedema sitt annað mark í leiknum með skoti af markteig eftir sendingu frá Jackie Groenen. Sóknarleikur íslenska liðsins var engan veginn nógu góður og helst skapaðist hætta í föstum leikatriðum og þegar Sif Atladóttir tók gríðarlöng innköst alla leið að markteig. Á 67.mínútu komst Holland síðan í 3-0 þegar Lieke Martens skoraði eftir mistök í vörn Íslands og ljóst að Holland færi með sigur af hólmi í leiknum. Guðmunda Brynja Óladóttir leikmaður Stjörnunnar kom inn af töluverðum krafti síðustu 30 mínútur leiksins og gaf sókn Íslands smá kraft. Lítið var þó um alvöru færi og Íslandi gekk illa að halda boltanum innan liðsins af einhverju ráði. Fanndís Friðriksdóttir fékk eitt besta færi Íslands þegar 10 mínútur voru eftir en gott skot hennar var varið í horn af Sari van Veenendaal í marki Hollands. Fanndís átti ágæta spretti inn á milli í leiknum en hefði mátt sækja meira á hægri bakvörð hollenska liðsins. Síðustu mínúturnar gerðu bæði lið nokkrar breytingar sem riðlaði leiknum töluvert. Sigríður Lára Garðarsdóttir átti skalla á 88.mínútu sem small í stönginni og nær komst Ísland ekki í leiknum í dag. Nokkrum sekúndum fyrir leikslok kom síðan fjórða mark Hollands þegar Glódís Perla Viggósdóttir varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark eftir fyrirgjöf frá Lieke Martens. Lokatölur urðu 4-0, sanngjarn sigur Hollendinga gegn bitlausu íslensku liði. Næsti leikur Íslands verður gegn Írlandi þann 8.júní en það verður síðasti vináttuleikur liðsins fyrir Evrópumótið.Leik lokið - Leiknum er lokið með öruggum sigri Hollands. Íslenska liðið átti aldrei möguleika í dag gegn sterku hollensku liði. 93.mín - Mark! 4-0. Þetta gat ekki endað á verri veg. Martens á sendingu fyrir og boltinn fer af Glódísi Perlu og í markið. Glódís óheppin þarna því hún var einn af betri leikmönnum Íslands í dag.88.mín - Þarna munaði litlu! Sigríður Lára með skalla sem fer í stöngina áður en Holland nær að hreinsa frá. Hefði verið gaman að fá eitt mark.85.mín - Freyr gerir tvær breytingar. Inn koma Katrín Ásbjörnsdóttir og Agla María Albertsdóttir, sem báðar leika með Stjörnunni. Af velli fóru Berglind Björg og Fanndís. Agla María er ekki lengi að skapa hættu. Kemst inn í teig og á hættulega sendingu fyrir sem er hreinsuð burt á síðustu stundu.85.mín - Martens með gott skot frá vítateig eftir hornspyrnu Hollands en boltinn rétt framhjá stönginni.83.mín - Enn er hætta við mark Íslands. Martens með sendingu fyrir sem Miedema er mjög nálægt þvi að ná en boltinn skoppaði á endanum rétt framhjá fjærstönginni.79.mín - Líklegasta hættulegasta tækifæri Íslands. Fanndís fær boltann frá Söru vinstra megin í teignum, leikur á varnarmann og á gott skot sem hollenski markvörðurinn ver í horn. Sara fær svo annað skotfæri í kjölfar hornspyrnunnar en skot hennar vel framhjá.78.mín - Ísland gerir tvær breytingar. Margrét Lára og Hallbera koma af velli og í þeirra stað koma Hrafnhildur Hauksdóttir leikmaður Vals og Sigríður Lára Garðarsdóttir leikmaður ÍBV. 78.mín - Holland hefur verið mikið sterkari aðilinn allan tímann í dag. Íslenska liðið hefur afar lítið komist áleiðis í sínum sóknum og ljóst að Freyr og hans fólk hefur verk að vinna fyrir Evrópumótið.76.mín - Einn besti maður Hollands í dag, Shanice Van de Sanden kemur af velli og í hennar stað kemur inn Lineth Beerensteyn. 73.mín - Guðmunda Brynja nálægt því að komast í dauðafæri en sendingn frá Fanndísi er aðeins of löng og markvörður Hollands handsamar knöttinn af tám Guðmundu. 70.mín - Það er ekki margt sem hefur gengið upp hjá íslenska liðinu í dag. Markið sem Martens skoraði er ágætis dæmi um það. Nú munaði litlu að fjórða mörkið kæmi en Van de Sanden skaut framhjá af markteig eftir að boltinn barst óvænt til hennar.67.mín - Mark! 3-0. Holland fær þetta mark á silfurfati. Holland á sendingu inn í teig sem Sif reynir að skalla frá. Boltinn fer þó beint fyrir fætur Lieke Martens sem tekur boltann niður og skorar í tómt markið en Guðbjörg var farin af stað að reyna að handsama boltann.65.mín - Guðmunda Brynja fljót að koma sér í baráttuna. Á í baráttu við hollenskan varnarmann og fellur við. Ekkert dæmt en Ísland fær horn sem er kolrangur dómur reyndar. Sara skallar síðan hornið rétt framhjá.62.mín - Íslenska liðið stálheppið að fá ekki dæmda á sig vítaspyrnu. Hallbera fær boltann augljóslega í höndina þegar hún reynir að taka boltann niður inni í teig. Í kjölfarið gerir Ísland sína fyrstu skiptingu. Guðmunda Brynja Óladóttir kemur inn fyrir Elínu Mettu. Holland gerir sömuleiðis breytingu á sínu liði. Van de Donk kemur af velli og Roord kemur inn í hennar stað. Van de Donk farið illa með nokkur færi. Kelly Zeeman kemur sömuleiðis af velli og Dominiquie Janssen kemur inn en hún leikur með Arsenal.60.mín - Holland heldur áfram að ógna. Spitse tók rétt í þessu aukaspyrnu af löngu færi og boltinn rétt sleikti stöngina. Spurning hvort Freyr fari ekki að huga að breytingum á liði Íslands.51.mín - Mark! 2-0. Miedema skorar annað mark sitt í leiknum eftir sendingu frá Jackie Groenen. Groenen komst auðveldlega inn í teiginn hægra megin og átti sendingu og Miedema gat ekki annað en skorað. Mark númer 37 í aðeins 43 landsleikjum hjá þessum tvítuga leikmanni.50.mín - Hallbera með arfaslaka hornspyrnu sem endar fyrir aftan endamörk. Hallbera ekki átt sinn besta leik í dag og átt í vandræðum í vinstri bakverðinum gegn Van de Sanden.48.mín - Hætta við mark Hollands eftir langt innkast frá Sif. Einhverjir íslenskir leikmenn kalla eftir vítaspyrnu í kjölfarið en frekar slakur dómari leiksins lætur það sem vind um eyru þjóta.46.mín - Það tók ekki langan tíma fyrir hollenska liðið að skapa færi. Van de Donk var í dauðafæri eftir vandræðagang í íslensku vörninni en hún er of lengi að athafna sig og Guðbjörg bjargar vel.46.mín - Sherida Spitse, sem leikið hefur yfir 100 landsleikið með hollenska liðinu, kemur inn í hálfleiknum. Sýnist sem íslenska liðið sé óbreytt. Leikurinn kominn af stað á ný.Hálfleikur: Þá fer að líða að því að seinni hálfleikur hefjist. Sjáum hvort liðin hafi gert einhverjar breytingar í leikhléi. Hollenska liðið lætur eitthvað bíða eftir sér.Hálfleikur: Þá er fyrri hálfleik lokið í Doetinchem og Hollendingar leiða 1-0 eftir mark frá Vivianne Miedema á 22.mínútu. Ísland í raun heppið að forysta heimaliðsins sé ekki stærri því þar hafa fengið fjölmörg færi og verið töluvert sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum.43.mín - Glæsileg varsla hjá Guðbjörgu! Miedema með aukaspyrnu yfir vegginn en Guðbjörg er mætt og ver vel. 42.mín - Holland fær aukaspyrnu á hættulegum stað, sannarlega hægt að skjóta þaðan.40.mín - Fanndís nær í hornspyrnu eftir ágætan sprett. Tekur sinn mann á og á fyrirgjöf sem er hreinsuð í horn. Fanndís verður að nýta hraða sinn betur en hún virðist hafa mikla yfirburði gegn hægri bakverði Hollands. Ekkert verður úr hornspyrnunni.38.mín - Hætta við mark Hollands. Elín Metta með fyrirgjöf sem verður að skoti og fer rétt framhjá fjærstönginni.36.mín - Það verður að viðurkennast að þessi dómari er ekki að standa sig neitt sérlega vel. Dæmir hér aukaspyrnu á Glódísi sem einfaldlega var á undan í boltann. Eftir aukaspyrnuna fékk Holland svo enn eitt færið en Guðbjörg varði frábærlega frá Miedema. Holland fékk loks horn og Kika van Es átti þrumuskot sem Hallbera varði á línu.34.mín - Enn og aftur dauðafæri hjá Hollandi. Van de Sanden fer illa með Hallberu, nær sendingu fyrir sem endar hjá Miedema. Skot hennar er varið af Sif rétt við marklínuna og Hallbera nær á endanum að hreinsa í horn. Holland haft yfirburði hingað til.32.mín - Ótrúlegt en satt þá kemst Holland í dauðafæri eftir hornspyrnu Íslands. Hornið var hreinsað frá og svo varð einhver misskilningur á milli Glódísar og Sifjar um hvor ætti að taka boltann. Van de Sanden komst á milli og var ein gegn Sif sem leysti málið hins vegar vel, hægði á hollenska leikmanninum og boltinn endaði hjá Guðbjörgu.31.mín - Aukaspyrnan var ömurleg og fór beint í vegginn. Ísland vinnur boltann og Berglind Björg leikur á rangstöðugildru Hollands og kemst ein upp kantinn. Hún er aðeins of lengi að athafna sig en nær í horn.30.mín - Holland fær aukaspyrnu á vítateigslínunni vinstra megin. Stórhættulegur staður. Ísland hefur látið dómarann aðeins fara í taugarnar á sér hér í byrjun.28.mín - Sara Björk skallar að marki eftir hornspyrnu Hallberu en boltinn endar fyrir aftan endamörk. Önnur hornspyrna og þá skapast aftur stórhætta. Glódís nær að komast í boltann á nærstöng og Hollendingar eiga í stökustu vandræðum með að hreinsa boltanum frá sem skoppar manna á milli í teignum. Það tekst þó á endanum.26.mín - Margrét Lára fær boltann í teignum en skot hennar fer í varnarmann. Ísland fær svo hornspyrnu eftir bjartsýnisskot Glódísar. Fyrsta hornspyrna Íslands í leiknum.25.mín - Markið er fyllilega verðskuldað enda Holland ógnað í nokkur skipti þessar fyrstu mínútur leiksins. Ísland þarf að ná að halda boltanum betur en þær hafa gert til þessa.22.mín! Mark! 1-0. Holland kemst yfir með marki frá Miedema sem skorar með skalla eftir aukaspyrnu. Illa dekkað hjá íslenska liðinu og Miedema fékk nær frían skalla á markteig. Aukaspyrnan var ódýr og kom eftir að dæmd var bakhrinding á Gunnhildu Yrsu á miðjum vallarhelmingi Íslands.20.mín - Aftur gott færi frá Van de Donk sem skýtur hátt yfir markið. Van de Sanden er enn að stríða íslenska liðinu, hún vann sprett gegn Hallberu og átti sendingu út í teiginn sem Van de Donk þrumaði yfir. Þetta endar bara á einn veg.18.mín - Van de Sanden er allt í öllu. Hún kemst alein í gegn hægra megin og reynir fyrirgjöf sem Guðbjörg handsamar. Sif gerði sömuleiðis vel og var búin að loka á sendinguna en Van de Sanden hefði átt að gera mikið betur. Holland sterkari aðilinn í upphafi leiks og Ísland kemst lítið áleiðis sóknarlega.16.mín - Dauðafæri! Van de Sanden leikur á rangstöðugildru Íslands og á sendingu fyrir sem Guðbjörg nær en missir frá sér. Danielle van de Donk nær boltanum á markteig og á skot sem fer af varnarmanni og lekur framhjá stönginni. Spurning hvort Guðbjörg hefði ekki átt að halda fyrirgjöfinni.14.mín - Sif búin að taka tvö gríðarlega löng innköst núna með stuttu millibili. Þetta er klárlega vopn sem Ísland getur nýtt sér enda nær Sif að kasta alveg að markteig.12.mín - Slæm mistök hjá Sif sem missir boltann á miðjunni og Holland kemst í dauðafæri, tvær gegn einni. Van den Sanden reynir að koma boltanum á Miedema en Glódís kemst á milli og boltinn endar hjá Guðbjörgu í markinu.9.mín - Shanice van den Sanden nær í hornspyrnu eftir baráttu við Hallberu. Van den Sanden fær svo boltann eftir stutta sendingu en misheppnast algerlega með snúninginn og missir boltann útaf.6.mín - Ísland missti tvo leikmenn út á Algarve-mótinu en bæði Sandra María Jessen og Dóra María Lárusdóttir urðu þar fyrir krossbandameiðslum. Vonum að það sé ekki raunin með Elísu.4.mín - Það var eins og ég hélt. Rakel Hönnudóttir er komin inn fyrir Elísu, Rakel fer beint í hægri bakvörðinn. Vonum að meiðsli Elísu séu ekki alvarleg, en þetta leit ekki vel út.3.mín - Þetta leit ekki vel út. Elísa liggur eftir og virðist sárþjáð, heldur um hnéð. Gat ekki séð betur en að hún hafi fest takkana í grasinu, það virtist ekkert samstuð verða. Hún er leidd útaf og ég geri ekki ráð fyrir að sjá hana aftur inni á vellinum.1.mín - Það tók ekki langan tíma fyrir liðin að skapa hættu. Fanndís Friðriksdóttir komst inn í teiginn strax eftir 15 sekúndur en sending hennar var hreinsuð frá að lokum. Svipað gerðist svo strax í kjölfarið hinu megin. Fyrirgjöf frá leikmanni Hollands fór í gegnum allan teig Íslands áður en boltanum var hreinsað frá.1.mín - Leikurinn er hafinn. Ísland leikur í hvítum búingum í dag en það hollenska að sjálfsögðu í sínum klassísku appelsínugulu.17:00: Búið að taka liðsmyndirnar og ekkert því til fyrir stöðu að sú belgíska flauti til leiks.16:58: Þjóðsöngur Íslands yfirstaðinn og sá hollenski ómar á vellinum þessa stundina. Það styttist í að leikurinn hefjist. Þónokkuð af fólki á vellinum sem er auðvitað skemmtilegt.16:55: Leikurinn er í beinni útsendingu á RÚV. Margrét Lára Viðarsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins og leiðir sitt lið inn á völlinn í þessum skrifuðu orðum. 16:52: Sóknarleikurinn hefur verið akkilesarhæll Íslands í síðustu leikjum liðsins. Í Algarve-bikarnum lék liðið fjóra leiki en skoraði aðeins þrjú mörk og lék tvo leiki án þess að skora. Vonum að Freyr og stelpurnar séu búnar að finna lausnir á þeim vanda.16:50: Freyr Alexandersson þjálfari Íslands hefur verið duglegur við að prófa mismunandi leikaðferðir í síðustu leikjum liðsins. Liðið lék oftast 4-3-3 leikkerfið í undankeppni EM en hefur aðeins þurft að breyta til eftir að Harpa Þorsteinsdóttir fór í barneignaleyfi.16:45: Markahæsti leikmaður Hollands frá upphafi er Manon Melis en hún leikur með Seattle Reign í Bandaríkjunum. Hún er hins vegar hætt að leika með landsliðinu og munar um minna enda hefur hún skorað 59 mörk í 135 landsleikjum. Margrét Lára Viðarsdóttir er markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 77 mörk í 115 landsleikjum.16:42: Leikurinn í dag er liður í undirbúningi beggja liða fyrir EM sem fer einmitt fram í Hollandi í júlí. Ísland er þar í riðli með Sviss, Austurríki og geysisterku liði Frakklands. Ísland komst í 8-liða úrslit á síðasta Evrópumóti árið 2013 en féll þar úr leik gegn gestgjöfum Svía.16:40: Það verða belgískir dómarar sem munu dæma leikinn í dag. Tina Tyteca heldur á flautunni og henni til aðstoðar verða þær Maria Etienne og Viki de Cremer.16:38: Lieke Martens hefur skorað næstflest mörk fyrir landsliðið af þeim leikmönnum sem eru með liðinu í dag. Hún er fyrrum liðsfélagi Söru Bjarkar hjá FC Rosengård og hefur skorað 25 mörk í 66 landsleikjum. Í hópnum má auk þess finna tvo leikmenn Arsenal og Ajax, leikmann frá Liverpool, Manchester City og Frankfurt. Engir aukvisar á ferð í hollenska liðinu.16:35: Þær Sherida Spitse og Loes Geurts hafa báðar leikið yfir 100 landsleiki fyrir hollenska liðið en þær byrja báðar á bekknum í dag. Framherji liðsins og fyrirliði, Vivianne Miedema, er þeirra hættulegasti leikmaður en hún hefur skorað 35 mörk í 42 landsleikjum. Hún er einungis 20 ára gömul og leikur með þýska stórliðinu Bayern Munchen.16:30: Ísland lék gegn Slóvakíu á fimmtudaginn og vann þar 2-0 sigur. Freyr Alexandersson gerir tvær breytingar á liðinu síðan þá. Elísa Viðarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir koma inn í liðið í stað Önnu Bjarkar Kristjánsdóttur og Rakelar Hönnudóttur. Berglind Björg skoraði einmitt sitt fyrsta landsliðsmark í leiknum gegn Slóvakíu en Elín Metta Jensen skoraði fyrra mark liðsins. Freyr breytir einnig um leikkerfi því í þeim leik lék liðið 3-4-3 kerfi.16:25: Leikurinn fer fram á Vijverberg-leikvanginum í Doetinchem en þar mun Ísland leika gegn Sviss á Evrópumótinu í sumar. Völlurinn tekur 12.600 manns í sæti og þar verða alls leiknir 5 leikir á mótinu í sumar.16:25: Þetta verður í níunda skiptið sem Íslands og Holland mætast í landsleik. Ísland hefur haft betur í sex skipti, Holland hefur unnið einn leik og einu sinni gerðu liðin jafntefli. Fyrsti leikur þjóðanna fór fram árið 1995 og lauk með 2-1 sigri Íslands. Guðrún Sæmundsdóttir og Ásta B. Gunnlaugsdóttir skoruðu mörk Íslands í þeim leik. Ísland fór einnig með sigur af hólmi þegar liðin mættust síðast. Það var í vináttulandsleik í Kórnum fyrir þremur árum síðar og honum lauk einnig 2-1. Gunnhildur Yrsa og Sara Björk skoruðu mörk Íslands í þeim leik. 16:20: Búið er að birta byrjunarlið Íslands sem stillir upp í leikkerfinu 4-5-1 í dag.Markvörður: Guðbjörg GunnarsdóttirVörn: Elísa Viðarsdóttir - Glódís Perla Viggósdóttir - Sif Atladóttir - Hallbera GísladóttirMiðja: Elín Metta Jensen - Margrét Lára Viðarsdóttir - Sara Björk Gunnarsdóttir - Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir - Fanndís FriðriksdóttirSókn: Berglind Björg Þorvaldsdóttir Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu KSÍ mun Sara Björk leika sem djúpur miðjumaður fyrir aftan þær Margréti Láru og Gunnhildi Yrsu. 16:15: Góðan dag og verið velkomin í beina textalýsingu Vísis frá vináttuleik Íslands og Hollands í knattspyrnu.
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Körfubolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Sjá meira