Verðmæti Haga aukist um 5,8 milljarða fari áfengi í búðir Haraldur Guðmundsson skrifar 12. apríl 2017 09:30 Verðmat Arion inniheldur kaup Haga á Lyfju sem nú eru til meðferðar hjá Samkeppniseftirlitinu. Vísir Markaðsvirði Haga gæti aukist um allt að 5,8 milljarða króna ef sala áfengis verður gefin frjáls. Þetta kemur fram í nýju verðmati fyrirtækjagreiningar Arion banka á verslunarfyrirtækinu sem Markaðurinn hefur undir höndum. Þar ráðleggur bankinn fjárfestum að kaupa bréf í Högum enda séu þau virði 58 króna á hlut eða 20 prósentum hærra en dagslokagengi félagsins í gær. Verðmati Arion banka var dreift fyrir viku og breyttist virðismatsgengi hans á Högum tiltölulega lítið frá síðustu útgáfu í desember þegar bankinn mat bréfin á 59 krónur á hlut. Í nýja matinu er bent á þætti sem breytt geta afkomuhorfum Haga og þar á meðal frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Óljóst er hvert framhald málsins verður og benda starfsmenn bankans á að Hagar hafa ekki dregið dul á áhuga sinn á að hefja sölu áfengis í búðum. Hækkun á markaðsvirði verslunarfyrirtækisins ef frumvarpið verði að lögum miði við að Hagar fái ákveðna hlutdeild í rekstrarhagnaði Vínbúðarinnar til samræmis við áætlaða markaðshlutdeild á dagvörumarkaði og að teknu tilliti til mögulegrar fjárfestingar sem kynni að þurfa að koma til. Í verðmatinu er aftur á móti ekki gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi með sölu áfengis hér á landi. Þar er einnig bent á að rúmur mánuður er í opnun Costco hér á landi og telur bankinn að skammtímaáhrifin af komu bandaríska verslunarrisans á rekstur Haga verði enn meiri en spáð var í eldra verðmatinu. „Búðin mun vafalítið vera mikið í fréttum til að byrja með, enda miðað við áhuga landsmanna á að gerast korthafar hjá versluninni má fastlega gera ráð fyrir að opnunin verði eins og stökkbreytt samanlögð opnun Lindex og Dunkin’ Donuts. Að okkar mati er því rétt að fara með enn varfærnari forsendur inn í 2017-18 rekstrarárið og höfum við lækkað bæði forsendur um tekjuvöxt og brúttóframlegð enn frekar frá síðasta mati,“ segir í verðmati Arion banka og þar bent á að Hagar hafi aftur á móti fækkað óhagstæðum leigufermetrum um 4.200 fermetra frá síðasta mati.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Markaðsvirði Haga gæti aukist um allt að 5,8 milljarða króna ef sala áfengis verður gefin frjáls. Þetta kemur fram í nýju verðmati fyrirtækjagreiningar Arion banka á verslunarfyrirtækinu sem Markaðurinn hefur undir höndum. Þar ráðleggur bankinn fjárfestum að kaupa bréf í Högum enda séu þau virði 58 króna á hlut eða 20 prósentum hærra en dagslokagengi félagsins í gær. Verðmati Arion banka var dreift fyrir viku og breyttist virðismatsgengi hans á Högum tiltölulega lítið frá síðustu útgáfu í desember þegar bankinn mat bréfin á 59 krónur á hlut. Í nýja matinu er bent á þætti sem breytt geta afkomuhorfum Haga og þar á meðal frumvarp um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak. Óljóst er hvert framhald málsins verður og benda starfsmenn bankans á að Hagar hafa ekki dregið dul á áhuga sinn á að hefja sölu áfengis í búðum. Hækkun á markaðsvirði verslunarfyrirtækisins ef frumvarpið verði að lögum miði við að Hagar fái ákveðna hlutdeild í rekstrarhagnaði Vínbúðarinnar til samræmis við áætlaða markaðshlutdeild á dagvörumarkaði og að teknu tilliti til mögulegrar fjárfestingar sem kynni að þurfa að koma til. Í verðmatinu er aftur á móti ekki gert ráð fyrir breytingum á fyrirkomulagi með sölu áfengis hér á landi. Þar er einnig bent á að rúmur mánuður er í opnun Costco hér á landi og telur bankinn að skammtímaáhrifin af komu bandaríska verslunarrisans á rekstur Haga verði enn meiri en spáð var í eldra verðmatinu. „Búðin mun vafalítið vera mikið í fréttum til að byrja með, enda miðað við áhuga landsmanna á að gerast korthafar hjá versluninni má fastlega gera ráð fyrir að opnunin verði eins og stökkbreytt samanlögð opnun Lindex og Dunkin’ Donuts. Að okkar mati er því rétt að fara með enn varfærnari forsendur inn í 2017-18 rekstrarárið og höfum við lækkað bæði forsendur um tekjuvöxt og brúttóframlegð enn frekar frá síðasta mati,“ segir í verðmati Arion banka og þar bent á að Hagar hafi aftur á móti fækkað óhagstæðum leigufermetrum um 4.200 fermetra frá síðasta mati.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira