Kvarta undan ertingu í lungum og kláða í andliti vegna kísilvers í Helguvík Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. apríl 2017 18:45 Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar. Íbúar í nágrenni við verksmiðjuna hafa fundið fyrir sviða í augum og hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Talið er að frá verksmiðjunni hafi streymt efni sem geti haft varanleg áhrif á heilsu manna. Kísilmálmverksmiðja United Silicon var gangsett 13. nóvember. Í mars höfðu 300 kvartanir borist Umhverfisstofnun frá íbúum í nágrenni við verksmiðjuna vegna lyktar og ýmissa óþæginda. Hinn 11. apríl síðastliðinn barst Umhverfissstofnun ábending um afgerandi ólykt frá verksmiðjunni. Í bréfi Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar frá 12. apríl kemur fram að á einum sólarhring hafi áttatíu kvartanir borist til viðbótar. Í bréfinu segir: „Fram kemur að fólk finni fyrir samskonar einkennum og áður hefur verið lýst: sviða í augum, hálsi, ertingi í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti." Umhverfisstofnun hafði samband við sóttvarnalækni áður en stofnunin sendi bréfið. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að sóttvarnarlæknir hafi nefnt fimm efni sem gætu haft þau ertandi áhrif sem íbúar nálægt verksmiðjunni lýsa. Þau eru nefnd í bréfi Umhverfisstofnunar en hér er um að ræða edikssýru, maurasýru, chromethane/methyl chloride, methyl mercaptan og ýmis aldehýð. Sum efnanna eru skaðleg og geta haft langtímaáhrif á heilsu fólks en í bréfi Umhverfisstofnunar segir: „Eins og fram hefur komið er mögulegt að út í andrúmsloftið streymi nú ofangreind efni eða sambærileg efni sem kunna að mati Sóttvarnalæknis að hafa langtímaáhrif á heilsufar ef mjög mikil mengun verður þótt það sé í tiltölulega stuttan tíma.“ Verksmiðjan lokaði tímabundið eftir eldsvoða sem kom upp aðfaranótt þriðjudags. Óvíst hvenær hún opnar á ný enda hefur Umhverfisstofnun sent nýtt bréf um stöðvun starfseminnar í ótímabundinn tíma. „Við höfum sent fyrirtækinu bréf á ný þar sem fyrirtækinu er veittur kostur á að koma með athugasemdir fyrir föstudag. Við teljum nauðsynlegt að verksmiðjan fari ekki í gang á nema að höfðu samráði við Umhverfisstofnun. Það kann að vera að það þurfi að keyra verksmiðjuna eitthvað til greiningar á vandanum en þá þyrfti að kynna það að okkar mati fyrirfram,“ segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Ef að United Silicon kemur ekki með andmæli sem Umhverfisstofnun metur gild stöðvast starfsemi verksmiðjunnar ótímabundið frá og með næsta föstudegi. United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30 Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður lokað um óákveðinn tíma frá og með næsta föstudegi samkvæmt ákvörðun Umhverfisstofnunar. Íbúar í nágrenni við verksmiðjuna hafa fundið fyrir sviða í augum og hálsi, ertingu í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti. Talið er að frá verksmiðjunni hafi streymt efni sem geti haft varanleg áhrif á heilsu manna. Kísilmálmverksmiðja United Silicon var gangsett 13. nóvember. Í mars höfðu 300 kvartanir borist Umhverfisstofnun frá íbúum í nágrenni við verksmiðjuna vegna lyktar og ýmissa óþæginda. Hinn 11. apríl síðastliðinn barst Umhverfissstofnun ábending um afgerandi ólykt frá verksmiðjunni. Í bréfi Umhverfisstofnunar til United Silicon um stöðvun rekstrar frá 12. apríl kemur fram að á einum sólarhring hafi áttatíu kvartanir borist til viðbótar. Í bréfinu segir: „Fram kemur að fólk finni fyrir samskonar einkennum og áður hefur verið lýst: sviða í augum, hálsi, ertingi í lungum, hausverk, ógleði og kláða í andliti." Umhverfisstofnun hafði samband við sóttvarnalækni áður en stofnunin sendi bréfið. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að sóttvarnarlæknir hafi nefnt fimm efni sem gætu haft þau ertandi áhrif sem íbúar nálægt verksmiðjunni lýsa. Þau eru nefnd í bréfi Umhverfisstofnunar en hér er um að ræða edikssýru, maurasýru, chromethane/methyl chloride, methyl mercaptan og ýmis aldehýð. Sum efnanna eru skaðleg og geta haft langtímaáhrif á heilsu fólks en í bréfi Umhverfisstofnunar segir: „Eins og fram hefur komið er mögulegt að út í andrúmsloftið streymi nú ofangreind efni eða sambærileg efni sem kunna að mati Sóttvarnalæknis að hafa langtímaáhrif á heilsufar ef mjög mikil mengun verður þótt það sé í tiltölulega stuttan tíma.“ Verksmiðjan lokaði tímabundið eftir eldsvoða sem kom upp aðfaranótt þriðjudags. Óvíst hvenær hún opnar á ný enda hefur Umhverfisstofnun sent nýtt bréf um stöðvun starfseminnar í ótímabundinn tíma. „Við höfum sent fyrirtækinu bréf á ný þar sem fyrirtækinu er veittur kostur á að koma með athugasemdir fyrir föstudag. Við teljum nauðsynlegt að verksmiðjan fari ekki í gang á nema að höfðu samráði við Umhverfisstofnun. Það kann að vera að það þurfi að keyra verksmiðjuna eitthvað til greiningar á vandanum en þá þyrfti að kynna það að okkar mati fyrirfram,“ segir Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Ef að United Silicon kemur ekki með andmæli sem Umhverfisstofnun metur gild stöðvast starfsemi verksmiðjunnar ótímabundið frá og með næsta föstudegi.
United Silicon Tengdar fréttir Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24 Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54 Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47 Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30 Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30 Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47 Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00 Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Eldur á þremur hæðum í kísilveri United Silicon í Helguvík Að sögn Jóns Guðlaugssonar, slökkviliðsstjóra á Suðurnesjum, er slökkvistarfi nú að ljúka en slökkviliðið verður áfram með öryggisvakt við verksmiðjuna. 18. apríl 2017 07:24
Óvíst hvenær framleiðsla hefst á ný í United Silicon Starfsmennirnir reyndu sjálfir að slökkva eldinn í nótt. 18. apríl 2017 10:54
Mikill hiti er talinn hafa orsakað reyksprengingu í kísílverksmiðjunni Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði eldur á nokkrum stöðum í byggingunni. Starfsmenn verksmiðjunnar reyndu að slökkva eldinn áður en slökkvilið kom á vettvang. Engan sakaði í brunanum en ljóst er að tjón er umtalsvert. 18. apríl 2017 18:47
Umhverfisstofnun fyrirskipar lokun á kísilveri United Silicon Umhverfisstofnun hefur sent United Silicon bréf þess efnis að slökkva skuli á ljósbogaofni verksmiðjunnar. 19. apríl 2017 13:30
Stærsti eigandi United Silicon farinn úr stjórn kísilversins Magnús Garðarsson, stærsti eigandi United Silicon í Helguvík, er hættur í stjórn kísilversins. Lögmaðurinn Auðun Helgason sem átti þar einnig sæti fyrir hönd Magnúsar og meðfjárfesta hans, er einnig farinn út. 19. apríl 2017 08:30
Umhverfisráðherra: Það þarf að loka kísilmálmverksmiðjunni í Helguvík "Nú er komið nóg,“ segir Björt Ólafsdóttir eftir eldsvoðann í nótt. 18. apríl 2017 09:47
Skella átti í lás hjá United Silicon fyrir páska Umhverfisstofnun tilkynnti United Silicon bréflega fyrir páska að ekki yrði komist hjá því að stöðva starfsemi verksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. 19. apríl 2017 05:00
Strax varað við nálægð United Silicon við íbúa Allt frá upphafi var varað við nálægð verksmiðju United Silicon við byggð í Reykjanesbæ. Engar skýrar reglur eru um fjarlægðir milli iðnaðarsvæða og íbúabyggðar. Verulegt áhyggjuefni, segir Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra. 7. apríl 2017 06:00