Spá hálfri milljón gesta í þjóðgarð Snæfellsjökuls Kristján Már Unnarsson skrifar 2. apríl 2017 21:30 Spáð er að nærri hálf milljón ferðamanna heimsæki Snæfellsjökulsþjóðgarð í ár. Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sextán ár eru frá því þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og þar sjá menn mikla breytingu. „Það fjölgar hratt á hverju ári þannig að við erum að horfa á kannski 20 til 25 prósenta fjölgun á milli ára. Það sem er líka að gerast er að veturinn er að koma mjög sterkur inn,” segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls. „Það eru að verða jafnmargir gestir komnir núna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og voru allt fyrsta árið sem þjóðgarðurinn var í rekstri. Þannig að þetta gerist mjög hratt. Við erum að áætla að á þessu ári komi hátt í hálfa milljón gesta hingað, - sennilega 450 til 460 þúsund gesta,” segir Jón.Helga Magnea Birkisdóttir, eigandi Prímus-kaffis á Hellnum.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonVertinn á Prímus-kaffi á Hellnum, Helga Magnea Birkisdóttir, kvartar helst undan því að hafa ekki haft nógu marga starfsmenn í vetur til að þjóna gestunum en hún tók við rekstrinum árið 2014. „Ég man fyrsta árið sem ég kom hérna, - þá bara 15. september, - ég var meira að segja hér oft ein, - þá bara kom enginn hérna, - þá bara lokaði ég og hafði lokað yfir veturinn. En svo þýðir það ekkert núna lengur í dag. Það er opið alla daga,” segir Helga. - Hvernig er þetta búið að vera í vetur? „Þetta er búið að vera bara brjálað að gera. Það var kannski hálfur mánuður í janúar sem mér fannst þetta detta niður; jæja, nú eru komin rólegheit í vetur. En það fór allt af stað aftur. Þannig að þetta er bara ótrúlega mikil breyting.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan. Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Spáð er að nærri hálf milljón ferðamanna heimsæki Snæfellsjökulsþjóðgarð í ár. Gestafjöldinn fyrstu þrjá mánuðina er orðinn meiri en hann var allt fyrsta rekstrarár þjóðgarðsins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Sextán ár eru frá því þjóðgarðurinn Snæfellsjökull var stofnaður og þar sjá menn mikla breytingu. „Það fjölgar hratt á hverju ári þannig að við erum að horfa á kannski 20 til 25 prósenta fjölgun á milli ára. Það sem er líka að gerast er að veturinn er að koma mjög sterkur inn,” segir Jón Björnsson, þjóðgarðsvörður Snæfellsjökuls. „Það eru að verða jafnmargir gestir komnir núna, fyrstu þrjá mánuði þessa árs, og voru allt fyrsta árið sem þjóðgarðurinn var í rekstri. Þannig að þetta gerist mjög hratt. Við erum að áætla að á þessu ári komi hátt í hálfa milljón gesta hingað, - sennilega 450 til 460 þúsund gesta,” segir Jón.Helga Magnea Birkisdóttir, eigandi Prímus-kaffis á Hellnum.Stöð 2/Sigurjón ÓlasonVertinn á Prímus-kaffi á Hellnum, Helga Magnea Birkisdóttir, kvartar helst undan því að hafa ekki haft nógu marga starfsmenn í vetur til að þjóna gestunum en hún tók við rekstrinum árið 2014. „Ég man fyrsta árið sem ég kom hérna, - þá bara 15. september, - ég var meira að segja hér oft ein, - þá bara kom enginn hérna, - þá bara lokaði ég og hafði lokað yfir veturinn. En svo þýðir það ekkert núna lengur í dag. Það er opið alla daga,” segir Helga. - Hvernig er þetta búið að vera í vetur? „Þetta er búið að vera bara brjálað að gera. Það var kannski hálfur mánuður í janúar sem mér fannst þetta detta niður; jæja, nú eru komin rólegheit í vetur. En það fór allt af stað aftur. Þannig að þetta er bara ótrúlega mikil breyting.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 annaðkvöld, mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan.
Snæfellsbær Um land allt Þjóðgarðar Tengdar fréttir Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Innlent Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Innlent „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Innlent Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Innlent Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga Innlent Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Innlent Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Innlent „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Erlent Litlaus regnbogi yfir borginni í dag Innlent Fleiri fréttir Sigurður hafi mögulega fengið sig fullsaddan Brauðtertur til umræðu á haustfundi Landsvirkjunar Sjúkratryggingar sektaðar um 40 milljónir: „Hér er verið að mismuna fyrirtækjum“ Fjörutíu milljóna sekt Sjúkratrygginga og hrekkjavökupartí aldarinnar Litlaus regnbogi yfir borginni í dag „Auðvitað er ég að vísa í þá flokka sem stjórna hjá borginni“ Þrjú börn á gjörgæslu og eitt í öndunarvél Matarsmakk á fjölmenningarhátíð í Aratungu „Við skulum ekki endurtaka gömlu mistökin“ Sigurður hafi fært Framsókn fjær Bjarna og Sigmundi „Tvær undirskriftir sem vantaði“ Umdeild eldræða formanns Framsóknar Nauðgaði sofandi konu í jólateiti Ekkert sem gefi til kynna að Framsókn standi fyrir mannúð Kallar eftir umboði þjóðarinnar til breytinga Skorinn með hníf á skemmtistað í miðbænum Alþjóðastarf þingmanna álitið sem „fyllerís- og fríferðir“ Sigurði Inga heitt í hamsi þegar hann flutti eldræðu um útlendinga „Staðan er bara sú að það verður slys hérna“ Afstaða ríkisins hleypi illu blóði og hörku í viðræðurnar Framboðslisti Ábyrgrar framtíðar í Reykjavík norður Fagnar 400 nýjum störfum við Hvammsvirkjun Tíu mánaða strákur fær byltingarkennt lyf fyrstur Íslendinga Þau verða fulltrúar Íslands á COP29 í Aserbaídsjan Veröldin hrundi þegar sonurinn greindist Enginn í steininn fyrir heiðursofbeldi Amma lýsir blóðugum niðurgangi og örvæntingu foreldra Verkfall í MR samþykkt í annarri tilraun Mörg börn sem beita ofbeldi hafa orðið fyrir því sjálf Ríkið telur ólöglega boðað til verkfalls lækna Sjá meira
Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. 1. apríl 2017 21:45
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30