Erlent

Tala látinna komin í fjórtán í Rússlandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Árásarmaðurinn er talinn vera frá Kirgistan og hafa heitið Akbarjon Djalilov.
Árásarmaðurinn er talinn vera frá Kirgistan og hafa heitið Akbarjon Djalilov. Vísir/AFP
Tala látinna eftir sprengjuárás í neðanjarðarlestarkerfi Sankti Pétursborgar í gær hefur hækkað eftir að þrír særðir létust á sjúkrahúsi. Minnst fjórtán eru látnir og um 50 eru særðir. Árásarmaðurinn er meðal þeirra sem dóu í árásinni.

Vísir/GraphicNews
Árásarmaðurinn er talinn vera frá Kirgistan og hafa heitið Akbarjon Djalilov. Hann var rússneskur ríkisborgari og var fæddur árið 1995.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Djalilov er sagður hafa komið fyrir sprengju sem sprakk ekki á lestarstöð, áður en hann fór upp í lest. Skömmu seinna sprengdi hann aðra sprengju um borð í lestinni.

Vladmir Garyugin, yfirmaður Neðanjarðarlestarkerfis Pétursborgar, segir snögg viðbrögð starfsmanna sinna hafa bjargað lífum. Lestarstjórinn sjálfur er sagður hafa drýgt hetjudáð með því að stöðva lestina ekki þegar sprengjan sprakk.

Þá segir hann farþega lestarinnar hafa sýnt yfirvegun og hjálpað hvorum öðrum.


Tengdar fréttir

Lestarstjórinn í Rússlandi sagður drýgja hetjudáð

Að minnsta kosti ellefu fórust og á fimmta tug særðust þegar sprengja sprakk í neðanjarðarlest í Sankti Pétursborg í gær. Yfirvöld í Rússlandi segja um hryðjuverk hafi verið að ræða. Stöðva þurfti allar lestarsamgöngur í borginni




Fleiri fréttir

Sjá meira


×