Allsherjar úttekt í undirbúningi á United Silicon og aðlögunartíma hafnað Heimir Már Pétursson skrifar 5. apríl 2017 20:00 Verksmiðja United Silicon í Helguvík. Vísir/Vilhelm Umhverfisstofnun undirbýr allsherjar úttekt á starfsemi United Silicon í Helguvík og hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að heimila ekki nýja stóriðju í bænum umfram það sem þegar hefur verið samið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag ítrekaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra að hún væri almennt ekki hrifin af uppbyggingu stóriðju og hún gilti varhug við kísilmálmverksmiðjum. Hún væri hins vegar bundinn samningum fyrri ríkisstjórna og af lögum.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Vilhelm„Ég er ekki hrifin af mengandi stóriðjustarfsemi. En ég hef auðvitað líka sagt að ég er bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna. Það er nú bara þannig. En það sem ég get gert í málinu er að passa upp á að ítrustu varúðarkröfum sé beitt,“ sagði Björt. Og þar reynir á Umhverfisstofnun. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði fyrir nefndinni í dag að Umhverfisstofnun hefði ýmis úrræði og hefði nú þegar takmarkað starfsemi United Silicon vegna mengunarmála. „En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra að sinni á meðan framkvæmd verður úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Það er aðgerð sem við höfum ekki farið í áður en erum með í undirbúningi. Við höfum sem sagt áhyggjur af þeim atriðum. Hvort hönnun reykræstivirkja er nægjanlega skilvirk,“ sagði Sigrún.Takmarkanir á starfseminni Þá hefur Umhverfisstofnun hafnað ósk fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma starfseminni í lag. Heimilar aðeins að annar af tveimur ofnum verði í notkun eins og er og að nú þegar verði stigin skref til úrbóta. En forstjóri fyrirtækisins segir eðlilegt að byrjunarerfiðleikari hafi komið upp þótt sumir þeirra hafi komið á óvart. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs segir að Reykjanesbær hafi hins vegar ákveðið að bærinn muni ekki leggja land undir frekari stóriðju en þegar hafi verið samið um.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.Vísir„í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við erum búin að stíga þau skref að takmarka þetta verulega og læra kannski af reynslunni. Við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón. Hins vegar sæti bæjarfélagið upp með hálfuppbyggt álver sem enginn vissi hvað yrði um og ríkið hefði ekki staðið við umfangsmikla uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við samninga þess við stóriðjuna. En gert samninga um stóriðju sem bærinn væri bundinn af. Umhverfisráðherra er ánægð með stefnubreytingu bæjarins. „Ég fagna því sérstaklega að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé að taka það inn í sitt skipulag að hverfa frá þessari stóriðjustefnu. Út af því að það er auðvitað dálítið þar sem þetta byrjar. Að það sé veitt vilyrði fyrir lóðum,“ sagði Björt Ólafsdóttir. United Silicon Tengdar fréttir Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Umhverfisstofnun undirbýr allsherjar úttekt á starfsemi United Silicon í Helguvík og hefur hafnað beiðni fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma mengunarmálum í lag. Bæjarstjórn Reykjanesbæjar hefur ákveðið að heimila ekki nýja stóriðju í bænum umfram það sem þegar hefur verið samið. Á opnum fundi umhverfis- og samgöngunefndar í dag ítrekaði Björt Ólafsdóttir umhverfisráðherra að hún væri almennt ekki hrifin af uppbyggingu stóriðju og hún gilti varhug við kísilmálmverksmiðjum. Hún væri hins vegar bundinn samningum fyrri ríkisstjórna og af lögum.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Vilhelm„Ég er ekki hrifin af mengandi stóriðjustarfsemi. En ég hef auðvitað líka sagt að ég er bundinn af ákvörðunum fyrri ríkisstjórna. Það er nú bara þannig. En það sem ég get gert í málinu er að passa upp á að ítrustu varúðarkröfum sé beitt,“ sagði Björt. Og þar reynir á Umhverfisstofnun. Sigrún Ágústsdóttir sviðsstjóri hjá stofnuninni sagði fyrir nefndinni í dag að Umhverfisstofnun hefði ýmis úrræði og hefði nú þegar takmarkað starfsemi United Silicon vegna mengunarmála. „En það er alveg ljóst að það er ekki hægt að ganga lengra að sinni á meðan framkvæmd verður úttekt á hönnun og rekstri verksmiðjunnar. Það er aðgerð sem við höfum ekki farið í áður en erum með í undirbúningi. Við höfum sem sagt áhyggjur af þeim atriðum. Hvort hönnun reykræstivirkja er nægjanlega skilvirk,“ sagði Sigrún.Takmarkanir á starfseminni Þá hefur Umhverfisstofnun hafnað ósk fyrirtækisins um sex mánaða aðlögunartíma til að koma starfseminni í lag. Heimilar aðeins að annar af tveimur ofnum verði í notkun eins og er og að nú þegar verði stigin skref til úrbóta. En forstjóri fyrirtækisins segir eðlilegt að byrjunarerfiðleikari hafi komið upp þótt sumir þeirra hafi komið á óvart. Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs segir að Reykjanesbær hafi hins vegar ákveðið að bærinn muni ekki leggja land undir frekari stóriðju en þegar hafi verið samið um.Friðjón Einarsson, formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar.Vísir„í gær samþykktum við nýtt aðalskipulag þar sem gerðar eru miklar breytingar á iðnaðarsvæðinu og bönnum frekari mengandi iðnað á svæðinu. Það var samþykkt í bæjarstjórn í gærkvöldi. Þannig að við erum búin að stíga þau skref að takmarka þetta verulega og læra kannski af reynslunni. Við hefðum kannski átt að bregðast fyrr við,“ sagði Friðjón. Hins vegar sæti bæjarfélagið upp með hálfuppbyggt álver sem enginn vissi hvað yrði um og ríkið hefði ekki staðið við umfangsmikla uppbyggingu hafnarmannvirkja í tengslum við samninga þess við stóriðjuna. En gert samninga um stóriðju sem bærinn væri bundinn af. Umhverfisráðherra er ánægð með stefnubreytingu bæjarins. „Ég fagna því sérstaklega að bæjarstjórn Reykjanesbæjar sé að taka það inn í sitt skipulag að hverfa frá þessari stóriðjustefnu. Út af því að það er auðvitað dálítið þar sem þetta byrjar. Að það sé veitt vilyrði fyrir lóðum,“ sagði Björt Ólafsdóttir.
United Silicon Tengdar fréttir Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Reykjanesbær bannar frekari mengandi iðnað á svæðinu Bæjarstjórn Reykjanesbæjar samþykkti í gær nýtt aðalskipulag þar sem lagt er bann við frekari mengandi iðnaði á svæðinu. 5. apríl 2017 10:56