Formúla 1

Ringulreið í Kína | Sjáðu uppgjörsþáttinn

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Þrír fyrstu ökumenn dagsins: Vettel, Hamilton og Verstappen.
Þrír fyrstu ökumenn dagsins: Vettel, Hamilton og Verstappen. Vísir/Getty
Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir viðburðaríkan kappakstur í Kína.

Lewis Hamilton kom fyrstur í mark og jafnaði þar með Sebastian Vettel að stigum í heimsmeistarakeppni ökumanna.

Vettel setti þurrdekk undir á undan öðrum fremstu mönnum en fékk það í bakið þegar Antonio Giovinazzi klessti Sauber bílinn aftur og öryggisbíllinn var kallaður út. Eftir það átti Vettel erfiðara uppdráttar með að setja pressu á Hamilton.

Max Verstappen hins vegar ók gríðar vel í dag, hann ræsti 16. og endaði þriðji, en meira um það í uppgjörsþættinum í spilaranum hér að neðan.


Tengdar fréttir

Lewis Hamilton fyrstur í mark í Kína

Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Max Verstappen á Red Bull varð þriðji.

Hamilton: Ferrari bílarnir virkuðu hraðir í dag

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag. Hann náði sínum sjötta ráspól í röð, sem jafnar met Ayrton Senna, átrúnaðargoðs Hamilton. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Lewis Hamilton á ráspól í Kína

Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í dag í tímatökunni fyrir kínverska kappaksturinn. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas á Mercedes varð þriðji, einum þúsundasta á eftir Vettel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×