Formúla 1

Felipe Massa fljótastur á fyrsta degi seinni æfingalotu

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Felipe Massa fór hraðast allra í dag á Williams bílnum.
Felipe Massa fór hraðast allra í dag á Williams bílnum. Vísir/Getty
Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari.

Báðir fóru Massa og Vettel 168 hringi um brautina í Katalóníu. Þeir óku því hvor um sig rúmlega tvær og hálfar keppnisvegalengdir.

Daniel Ricciardo varð annar fljótastur á Red Bull bílnum. Vettel var þriðji fljótastur en á harðari og hægari dekkjum en hinir tveir sem hraðar fóru.

Mercedes mennirnir Lewis Hamilton og Valtteri Bottas voru fjórðu og fimmtu í dag. Hamilton fór 49 hringi en Bottas 86.

Pascal Wehrlein fékk sinn fyrsta skammt í 2017 bílnum hjá Sauber liðinu í dag. Hann snéri aftur til aksturs eftir meiðsli sem héldu honum frá fyrri æfingalotunni.

Stoffel Vandoorne átti brösóttan dag í McLaren bílnum.Vísir/Getty
Vandamál McLaren héldu áfram en þó er vert að taka fram að Stoffel Vandoorne fór 80 hringi í bílnum. Þó settu bilarnir strik í reikninginn hjá liðinu í dag. Honda vélin er enn að valda vandræðum.

Renault liðið átti versta daginn af öllum liðum í dag. Jolyon Palmer kom bílnum 15 hringi og var hægastur allra. Hann var rúmum fimm sekúndum á eftir Massa.

Æfingar halda áfram á morgun og Vísir fylgist áfram með.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×