Formúla 1

Renault kynnir nýjan bíl

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Renault RS17.
Renault RS17. Vísir/Formula1.com
Formúlu 1 lið Renault kynnti í dag nýjan bíl sinn, RS17. Bíllinn er hálfur gulur og hálfur svartur. Bíllinn liðsins í fyrra var svartur á æfingum en gulur þegar að keppnum kom.

Kynningin í dag var sú fyrsta þar sem raunverulegur bíll var til sýnis. Williams og Sauber hafa einungis birt myndir af sínum bílum.

RS17 bíll Renault liðsins.Vísir/Formula1.com
„RS17 er fyrsti bíllinn sem Renault tókst að hanna frá grunni [síðan Renault snéri aftur í Formúlu 1 í fyrra] og við erum mjög ánægð með útkoomuna,“ segir forseti Renault Sport, Jerome Stoll.

Ökumenn liðsins í ár verða Jolyon Palmer sem ók fyrir liðið í fyrra en með honum verður Nico Hulkenberg sem kemur til Renault frá Force India.

Renault settur markmiðið á að ná fimmta sæti í stigakeppni bílasmiða í ár. Liðið hafnaði í níunda sæti í fyrra.


Tengdar fréttir

Williams bíllinn afhjúpaður

Autosport birti í dag fyrstu myndirnar af FW40 bíl Williams liðsins í Formúlu 1. Myndirnar eru góð vísbending um það sem koma skal hjá öðrum liðum sem munu afhjúpa sína bíla á næstu dögum.

Renault ræður loftflæðissérfræðing frá Red Bull

Formúlu 1 lið Renault hefur ráðið Pete Machin, loftflæðissérfræðing frá Red Bull liðinu. Machini mun koma til liðs við Renault í júlí, sem yfirmaður loftflæðisdeildar liðsins.

Sauber afhjúpar nýjan bíl

Sauber liðið í Formúlu 1 hefur birt fyrstu myndirnar af nýjum bíl sínum, C36, fyrir komandi tímabil. Litirnir í bílnum eru í tilefni af 25 ára afmæli Sauber liðsins sem Formúlu 1 liðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×