Sér engin rök fyrir áframhaldandi einangrunarvist skipverjans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 25. febrúar 2017 12:37 Maðurinn var handtekinn 18. janúar síðastliðinn. vísir/gva Engin rök eru fyrir því að halda manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í einangrun vikum saman, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi mannsins. Of mikið sé um einangrunarvist hér á landi. „Það er mín afstaða að hann ætti ekki að vera í einangrun [...] Ef það er afstaða dómstóla að hann eigi að vera í gæsluvarðhaldi þá er það bara afstaða dómstóla. En ég tel það algjörlega óásættanlegt að hann sé í einangrun. Ég hef ekki séð nein rök sem ég get fallist á,“ sagði Páll Rúnar í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Páll Rúnar sagði alltof mikið um notkun einangrunarvistar. Leggja verði þá kröfu á herðar rannsakenda að sýna fram á að skilyrði fyrir einangrunarvist séu uppfyllt og að verði að gera með áþreifanlegum hætti. „Það er mjög sjaldgæft að kröfu um einangrun sé hafnað af dómstólum. Til þess að hægt sé að samþykkja einangrun einstaklings þá þurfa að vera til staðar mjög ströng skilyrði,“ sagði hann. „Það er oft eins og einangrunarvist sé eitthvert svona gjafabréf á Disney-siglingu. Þetta er hræðileg afplánun.“ Aðspurður segir Páll manninn halda staðfastlega fram sakleysi sínu.„ Sem sakborningur sem heldur fram sakleysi sínu að þá nýtur hann ákveðinna réttinda. Og rétt meðal annars til að teljast saklaus þangað til að möguleg sekt hans væri endanlega sönnuð. Þótt það sé ekki alltaf vinsælt að halda þessu fram þá verður einfaldlega á þetta að benda því eins og kom fram þá eru mannréttindi ekki spariföt, þau eru hversdags. " Maðurinn, sem var skipverji á togaranum Polar Nanoq, var handtekinn 18. janúar síðastliðinn og hefur því sætt gæsluvarðhaldi og einangrun í rúmar fimm vikur. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Engin rök eru fyrir því að halda manninum sem grunaður er um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana í einangrun vikum saman, segir Páll Rúnar M. Kristjánsson, verjandi mannsins. Of mikið sé um einangrunarvist hér á landi. „Það er mín afstaða að hann ætti ekki að vera í einangrun [...] Ef það er afstaða dómstóla að hann eigi að vera í gæsluvarðhaldi þá er það bara afstaða dómstóla. En ég tel það algjörlega óásættanlegt að hann sé í einangrun. Ég hef ekki séð nein rök sem ég get fallist á,“ sagði Páll Rúnar í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Páll Rúnar sagði alltof mikið um notkun einangrunarvistar. Leggja verði þá kröfu á herðar rannsakenda að sýna fram á að skilyrði fyrir einangrunarvist séu uppfyllt og að verði að gera með áþreifanlegum hætti. „Það er mjög sjaldgæft að kröfu um einangrun sé hafnað af dómstólum. Til þess að hægt sé að samþykkja einangrun einstaklings þá þurfa að vera til staðar mjög ströng skilyrði,“ sagði hann. „Það er oft eins og einangrunarvist sé eitthvert svona gjafabréf á Disney-siglingu. Þetta er hræðileg afplánun.“ Aðspurður segir Páll manninn halda staðfastlega fram sakleysi sínu.„ Sem sakborningur sem heldur fram sakleysi sínu að þá nýtur hann ákveðinna réttinda. Og rétt meðal annars til að teljast saklaus þangað til að möguleg sekt hans væri endanlega sönnuð. Þótt það sé ekki alltaf vinsælt að halda þessu fram þá verður einfaldlega á þetta að benda því eins og kom fram þá eru mannréttindi ekki spariföt, þau eru hversdags. " Maðurinn, sem var skipverji á togaranum Polar Nanoq, var handtekinn 18. janúar síðastliðinn og hefur því sætt gæsluvarðhaldi og einangrun í rúmar fimm vikur.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira