Formúla 1

Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Lewis Hamilton mætti með læti í dag.
Lewis Hamilton mætti með læti í dag. Vísir/Getty
Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra.

Heimsmeistararnir sem hófu daginn á kunnulegum slóðum óku 152 hringi um brautina í katalóníu í dag. Nýji ökumaður liðsins, Valtteri Bottas ók fyrir hádegi og fór 79 hringi en Hamilton tók svo við eftir mat og fór 73 hringi.

Ferrari byrjaði einnig vel en Sebastian Vettel ók næst hraðast og 128 hringi. Ökumaðurinn sem hætti við að hætta, Felipe Massa ók 103 hringi og var þriðji fljótasti á Williams bílnum.

Kevin Magnussen á Haas með hálfan framvæng.Vísir/Getty
Dagurinn byrjaði ekki vel hjá McLaren liðin, en bilun í olíuverki kom í veg fyrir að liðið næði að aka mikið fyrir hádegi. Eftir að liðið skipti um vél gat Fernando Alonso ekið bílnum 25 hringi eftir hádegi, en hafði aðeins farið 4 fyrir hádegi.

Daniel Riccardo lenti einnig í bilun á Red Bull bílnum. Skynjari bilaði og taka þurfti gírkassan úr bílnum til að komast að honum. Ricciardo setti þó 50 hringi á töfluna og var fimmit hraðasti.

Kevin Magnussen á Haas bílnum læsti afturdekkjunum og braut framvænginn af bílnum í dag. Hann gat þó ekið 51 hring og var fjórði hraðasti.

Marcus Ericsson á SauberVísir/Getty
Flest virðast liðin koma vel undan vetri. Svo virðist sem vinna við bílana fyrir tímabilið hafi byrjað fyrr en oft áður enda miklar breytingar sem liðin standa frammi fyrir.

Æfingar halda áfram í fyrramálið og Vísir fylgist áfram með.


Tengdar fréttir

Red Bull kynnir nýjan bíl

Red Bull liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn fyrir komandi tímabil. Bíllinn ber nafni RB13.

Haas F1 liðið kynnir sinn annan bíl

Haas F1 liðið í Formúlu 1 kynnti í dag nýjan bíl sinn. Bíllinn er önnur kynslóðin af Haas bíl sem tekur þátt í Formúlu 1. Haas liðið kom nýtt inn í Formúlu 1 á síðasta tímabili.

Meistararnir í Mercedes afhjúpa nýjan bíl

Heimsmeistarar Mercedes sviptu í dag hulunni af Mercedes W08 bíl sínum sem á tryggja liðinu heimsmeistaratitil bílasmiða fjórða árið í röð.

Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl

Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×