Brynjar segir greinar sínar um Guðmundar- og Geirfinnsmál frábærar og eldast vel Jakob Bjarnar skrifar 28. febrúar 2017 13:51 Þórhildur Sunna vildi að sauma að Brynjari á þingi nú áðan vegna afstöðu hans í Guðmundar- og Geirfinnsmálum. „Þær [greinar um Guðmundar- og Geirfinnsmál) eldast mjög vel og mér finnst þær alveg frábærar,“ sagði Brynjar Nielsson á þingi nú fyrir skömmu. Tilefni var fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata sem vildi fá að vita hvort umdeildar greinar Brynjars um Guðmundar- og Geirfinnsmál hafi elst vel?Hafa þessar greinar elst vel? Eftir að ákveðið var nú í vikunni að taka þessi mál upp á nýjan leik hafa þessar greinar Brynjars verið rifjaðar upp víða á samfélagsmiðlum og hafa ýmsir lýst yfir vandlætingu sinni á þeim. En Brynjar er fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins. Þórhildur Sunna vitnaði í grein eftir Brynjar frá árinu 2011 þar sem segir meðal annars: „Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafa engin ný gögn komið fram sem breytt geta sönnunarmatinu í málunum. Það hefur því enga þýðingu að endurupptaka málin og innanríkisráðherra getur ekki ákveðið það að óbreyttum lögum. Það hefur enn minni þýðingu að skipa rannsóknarnefnd til að meta hvort ákærðu hafi verið ranglega sakfelldir.“Hafði Davíð á réttu að standa eða Brynjar? Þórhildur Sunna vitnaði einnig í orð Davíðs Oddssonar, sem sagði árið 1998 á þingi, þá forsætisráðherra, að víða hefi verið pottur brotinn í þessum málum og vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til þess að taka málið upp á nýjan leik þá um sumarið. Davíð sagði ekki „aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið í Geirfinnsmálinu heldur mörg og gat þess ennfremur að þótt það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg "hundahreinsun" eins og hann orðaði það, að fara í gegnum Geirfinnsmálið. „Ég tel eftir niðurstöðu Hæstaréttar að það sé skynsamlegt og eðlilegt að Alþingi velti þessu máli fyrir sér og hvort ekki sé rétt til öryggis að hafa varnagla af því tagi sem gerir kleift að taka upp mál sem kunna að hafa farið úrskeiðis á rannsóknar-, meðferðar- og dómstigum þess," sagði hann.“ Þórhildur Sunna vildi vita hvort Brynjar teldi þessi ummæli Davíðs hafa elst illa en hans vel, eða öfugt?Dæmt samkvæmt þágildandi lögum Brynjar sagðist ekki hægt að ætlast til þess að hann svaraði þessum spurningum á tveimur mínútum. Stóra greinin hans um þetta efni héti Guðmundar og Geirfinnsmálið í hnotskurn. Brynjar segir hana hafa fjallað um sönnunarfærsluna. „Umræðan í samfélaginu var mjög rugluð. Ekkert lá fyrir nema framburður sakborninga sjálfra, umræða um að þessar játningar hafi verið fengnar fram með rangvarandi harðræði. Þetta var rangt.“ Brynjar sagðist hafa skrifað aðra grein sem fjallaði um lagaskilyrði sem væru um lögfræðileg málefni; „þær eldast mjög vel og mér finnst þær bara alveg frábærar.“ Brynjar telur vert fyrir þá sem lært hafa mannréttindalögfræði í Hollandi að lesa þessar greinar hans. Hann hafi aldrei haldið því fram að dómar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu væru yfir vafa hafin eða að sök hafi verið sönnuð óumdeilanlega. En dómarar dæmdu samkvæmt þágildandi lögum og samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Börn Sævars Ciesielski fagna endurupptöku. Prófessor telur mikilvægt að skipa sannleiksnefnd um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Nefndin starfi á svipaðan hátt og sannleiksnefnd sem sett var á fót í Suður-Afríku á sínum tíma. 27. febrúar 2017 07:00 „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
„Þær [greinar um Guðmundar- og Geirfinnsmál) eldast mjög vel og mér finnst þær alveg frábærar,“ sagði Brynjar Nielsson á þingi nú fyrir skömmu. Tilefni var fyrirspurn Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur þingmanns Pírata sem vildi fá að vita hvort umdeildar greinar Brynjars um Guðmundar- og Geirfinnsmál hafi elst vel?Hafa þessar greinar elst vel? Eftir að ákveðið var nú í vikunni að taka þessi mál upp á nýjan leik hafa þessar greinar Brynjars verið rifjaðar upp víða á samfélagsmiðlum og hafa ýmsir lýst yfir vandlætingu sinni á þeim. En Brynjar er fyrrverandi formaður Lögmannafélagsins. Þórhildur Sunna vitnaði í grein eftir Brynjar frá árinu 2011 þar sem segir meðal annars: „Í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum hafa engin ný gögn komið fram sem breytt geta sönnunarmatinu í málunum. Það hefur því enga þýðingu að endurupptaka málin og innanríkisráðherra getur ekki ákveðið það að óbreyttum lögum. Það hefur enn minni þýðingu að skipa rannsóknarnefnd til að meta hvort ákærðu hafi verið ranglega sakfelldir.“Hafði Davíð á réttu að standa eða Brynjar? Þórhildur Sunna vitnaði einnig í orð Davíðs Oddssonar, sem sagði árið 1998 á þingi, þá forsætisráðherra, að víða hefi verið pottur brotinn í þessum málum og vonbrigði að Hæstiréttur skyldi ekki hafa haft lagaskilyrði til þess að taka málið upp á nýjan leik þá um sumarið. Davíð sagði ekki „aðeins eitt dómsmorð hefði verið framið í Geirfinnsmálinu heldur mörg og gat þess ennfremur að þótt það hefði verið sársaukafullt fyrir íslenska dómstóla hefði það verið góð og nauðsynleg "hundahreinsun" eins og hann orðaði það, að fara í gegnum Geirfinnsmálið. „Ég tel eftir niðurstöðu Hæstaréttar að það sé skynsamlegt og eðlilegt að Alþingi velti þessu máli fyrir sér og hvort ekki sé rétt til öryggis að hafa varnagla af því tagi sem gerir kleift að taka upp mál sem kunna að hafa farið úrskeiðis á rannsóknar-, meðferðar- og dómstigum þess," sagði hann.“ Þórhildur Sunna vildi vita hvort Brynjar teldi þessi ummæli Davíðs hafa elst illa en hans vel, eða öfugt?Dæmt samkvæmt þágildandi lögum Brynjar sagðist ekki hægt að ætlast til þess að hann svaraði þessum spurningum á tveimur mínútum. Stóra greinin hans um þetta efni héti Guðmundar og Geirfinnsmálið í hnotskurn. Brynjar segir hana hafa fjallað um sönnunarfærsluna. „Umræðan í samfélaginu var mjög rugluð. Ekkert lá fyrir nema framburður sakborninga sjálfra, umræða um að þessar játningar hafi verið fengnar fram með rangvarandi harðræði. Þetta var rangt.“ Brynjar sagðist hafa skrifað aðra grein sem fjallaði um lagaskilyrði sem væru um lögfræðileg málefni; „þær eldast mjög vel og mér finnst þær bara alveg frábærar.“ Brynjar telur vert fyrir þá sem lært hafa mannréttindalögfræði í Hollandi að lesa þessar greinar hans. Hann hafi aldrei haldið því fram að dómar í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu væru yfir vafa hafin eða að sök hafi verið sönnuð óumdeilanlega. En dómarar dæmdu samkvæmt þágildandi lögum og samkvæmt þeim gögnum sem lágu fyrir.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Börn Sævars Ciesielski fagna endurupptöku. Prófessor telur mikilvægt að skipa sannleiksnefnd um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Nefndin starfi á svipaðan hátt og sannleiksnefnd sem sett var á fót í Suður-Afríku á sínum tíma. 27. febrúar 2017 07:00 „Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06 Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03 Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Sjá meira
Sannleiksnefnd skoði lögreglurannsóknina Börn Sævars Ciesielski fagna endurupptöku. Prófessor telur mikilvægt að skipa sannleiksnefnd um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmála. Nefndin starfi á svipaðan hátt og sannleiksnefnd sem sett var á fót í Suður-Afríku á sínum tíma. 27. febrúar 2017 07:00
„Ég vaknaði kannski upp með andfælum og öskrum“ Sævar Ciesielski lýsti sér sem stórsködduðum eftir einangrunarvistina. 24. febrúar 2017 16:06
Guðmundar- og Geirfinnsmálin: Fimm mál tekin upp að nýju Endurupptökunefnd hefur komist að niðurstöðu. 24. febrúar 2017 14:03
Erla segir niðurstöðu endurupptökunefndar vera ansi mikið högg Erla Bolladóttir segist hafa verið undir miklum þrýstingi frá lögreglumönnum þegar hún bar fjóra mönnum röngum sökum í Guðmundar- og Geirfinssmálinu í ársbyrjun 1976. Niðurstaða endurupptökunefndar um að synja máli hennar um endurupptöku hafi verið ansi mikið högg. 27. febrúar 2017 21:22