Skipverjinn fluttur á Hólmsheiði til að verjast ofbeldi Snærós Sindradóttir skrifar 28. febrúar 2017 17:18 Skipverjinn var handtekinn 18. janúar síðastliðinn. vísir/anton brink Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Þar með lauk nærri sex vikna langri einangrunarvist mannsins, sem hófst með gæsluvarðhaldsúrskurði 20. janúar síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar, voru uppi áhyggjur hja fangelsisyfirvöldum um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem þá dvöldu í einangrun. Afplánunarfangar á Litla Hrauni voru sagðir hafa fylgst vel með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverjanna.Í frétt blaðsins frá því í janúar segir að stemningin innan fangelsisins á Litla Hrauni hafi bent til þess að ekki yrði hægt að vista manninn á meðal annarra afplánunarfanga þar sem mikillar reiði gætti á meðal íslensku fanganna.Vildu ekki taka neina áhættu Heimildir Fréttablaðsins herma að sú staða hafi ekki breyst þrátt fyrir að nú sé lengri tími liðinn frá því að maðurinn var handtekinn. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekar deildarskiptingu og öðruvísi eftirlit. Einn heimildarmaður blaðsins komst svo að orði að stofnunin yrði að gæta þess að allir myndu lifa af flutningin úr einangrun. Í fangelsinu að Hólmsheiði hefja fangar alla jafna afplánun áður en þeir eru færðir í önnur fangelsi á Íslandi. Í fangelsinu eru einnig kvenfangar vistaðir.Vinna að ákæru Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmum sjö vikum síðan og sást síðast við Laugaveg 31. Lögregla telur fullvíst að hún hafi farið um borð í Rauða Kia Rio bifreið sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafði til umráða. Talið er að maðurinn hafi banað henni um borð í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og sjö, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þrír lögreglumenn vinna nú að því að klára málið í samvinnu við héraðssaksóknara svo hægt verði að gefa út ákæru í málinu í tæka tíð. Heimild er til þess að halda manninum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tólf vikur. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, hefur sagst hafa trú á því að rannsókn verði lokið vel innan tiltekins frests.Fangelsið á Hólmsheiði var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið haust. Umfjöllunina má sjá að neðan. Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Maðurinn sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur var í dag fluttur í fangelsið á Hólmsheiði. Þar með lauk nærri sex vikna langri einangrunarvist mannsins, sem hófst með gæsluvarðhaldsúrskurði 20. janúar síðastliðinn. Eins og Fréttablaðið greindi frá í janúar, voru uppi áhyggjur hja fangelsisyfirvöldum um velferð og öryggi gæsluvarðhaldsfanganna tveggja, sem þá dvöldu í einangrun. Afplánunarfangar á Litla Hrauni voru sagðir hafa fylgst vel með fréttum af hvarfi Birnu Brjánsdóttur og handtöku skipverjanna.Í frétt blaðsins frá því í janúar segir að stemningin innan fangelsisins á Litla Hrauni hafi bent til þess að ekki yrði hægt að vista manninn á meðal annarra afplánunarfanga þar sem mikillar reiði gætti á meðal íslensku fanganna.Vildu ekki taka neina áhættu Heimildir Fréttablaðsins herma að sú staða hafi ekki breyst þrátt fyrir að nú sé lengri tími liðinn frá því að maðurinn var handtekinn. Fangelsismálayfirvöld hafi ekki þorað að taka áhættu með öryggi mannsins og því hafi hann verið vistaður á Hólmsheiði þar sem húsnæðið býður upp á frekar deildarskiptingu og öðruvísi eftirlit. Einn heimildarmaður blaðsins komst svo að orði að stofnunin yrði að gæta þess að allir myndu lifa af flutningin úr einangrun. Í fangelsinu að Hólmsheiði hefja fangar alla jafna afplánun áður en þeir eru færðir í önnur fangelsi á Íslandi. Í fangelsinu eru einnig kvenfangar vistaðir.Vinna að ákæru Birna Brjánsdóttir hvarf fyrir rúmum sjö vikum síðan og sást síðast við Laugaveg 31. Lögregla telur fullvíst að hún hafi farið um borð í Rauða Kia Rio bifreið sem maðurinn, sem nú situr í gæsluvarðhaldi, hafði til umráða. Talið er að maðurinn hafi banað henni um borð í bílnum við Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og sjö, laugardagsmorguninn 14. janúar síðastliðinn. Þrír lögreglumenn vinna nú að því að klára málið í samvinnu við héraðssaksóknara svo hægt verði að gefa út ákæru í málinu í tæka tíð. Heimild er til þess að halda manninum í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna í tólf vikur. Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar, hefur sagst hafa trú á því að rannsókn verði lokið vel innan tiltekins frests.Fangelsið á Hólmsheiði var til umfjöllunar í kvöldfréttum Stöðvar 2 síðastliðið haust. Umfjöllunina má sjá að neðan.
Birna Brjánsdóttir Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent