Formúla 1

Árekstur Vettel batt enda á regndekkjaprófanir

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Vettel í dekkjaprófunum Pirelli á síðasta ári. Prófanirnar á braut Ferrari voru helst til leynilegar í ár.
Vettel í dekkjaprófunum Pirelli á síðasta ári. Prófanirnar á braut Ferrari voru helst til leynilegar í ár. Vísir/Getty
Ferrari átti að prófa ný regndekk Pirelli í tvo daga á braut sinni á Ítalíu. Sebastian Vettel endaði á varnarvegg í gærmorgun og batt þar með enda á prófanirnar. Ferrari átti ekki varahluti til að gera við 2015 bíl sinn.

Aðstæður voru kaldar og blautar og Vettel skautaði út af og eins og áður segir skaðaði 2015 árgerð Ferrari bílsins.

Ætlunin var að halda prófunum áfram í gær en ekkert varð af því. Enn á eftir að ákvarða hvenær prófunum verður haldið áfram.

Pirelli hefur verið að reyna að endurbæta regndekkin sín eftir mikla gagnrýni frá ökumönnum á síðasta ári.

Formúlu 1 liðin munu öll aka regndekkjunum hluta af síðasta deginum í fyrstu æfingalotunni á Katalóníubrautinni, að því gefnu að ekki verði búið að rigna fyrr í æfingalotunni.

Dekkin frá Pirelli verða 25% breiðari í ár og hefur dekkjaframleiðandinn verið að prófa þau með aðstoð Mercedes, Red Bull og Ferrari. Liðin hafa notað endurhannaða bíla frá 2015. Þeim hefur verið breytt þannig að þeir skili um það bil jafn miklu niðurtogi og bílar ársins munu gera.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×