Formúla 1

Rosberg: Hamilton fékk að vaða yfir mig

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Rosberg fagnar eftir að hafa orðið heimsmeistari.
Rosberg fagnar eftir að hafa orðið heimsmeistari. Vísir/Getty
Nico Rosberg, heimsmeistari í Formúlu 1 segir að fyrrum liðsfélagi sinn og þrefaldi heimsmeistarinn Lewis Hamilton hafi vaðið yfir hann tímabilin áður en Rosberg varð meistari í fyrra.

Rosberg og Hamilton urðu liðsfélagar hjá Mercedes árið 2013. Hamilton hafði betur gegn Rosberg fyrstu þrjú tímabilin en svo vann Rosberg í fyrra.

Rosberg segist hafa þurft að verða grimmari til að sigra Hamilton, Rosberg viðurkennir að hann hafi átt erfitt með að berjast dekk í dekk við Hamilton áður en hann breytti hugarfari sínu fyrir síðasta tímabil.

„Lewis er mjög gíður í að fara að brúninni en halda sig innan marka þess sem má; vegna þess að hann er svo hæfileikaríkur ökumaður. Hann er mjög klár. Mér þótti dekk í dekk barátta erfiðari,“ sagði Rosberg í samtali við Daily Mail.

„Ég varð að horfa á myndbönd af baráttu okkar til að reyna að bæta mig.“

„Ég varði 20 mínútum á hverjum morgni og kvöldi í að hugleiða. Ég sat og hugsaði um hugsanir mínar, lærði að róa hugann. Ég las bækur um heimspeki.“

Rosberg sagði einnig frá því að hann hefði hætt að hjóla í sumar til að tapa einu kílógrammi af vöðvum. Það skilaði sér að hans mati þegar hann náði ráspól á Suzuka brautinni í Japan. Munurinn var 13 þúsundustu úr sekúndu og eitt kíló útskýrir þann mun að sögn Rosberg.

Liðsfélagi Hamilton í ár er hinn finnski Valtteri Bottas. Það verður áhugavert að sjá hvernig þeim mun koma saman og hvernig Bottas stenst samanburðinn við þrefalda heimsmeistarann.


Tengdar fréttir

Rosberg vildi fá Alonso til Mercedes

Þegar heimsmeistarinn í Formúlu 1, Nico Rosberg, hætti óvænt í lok síðasta tímabils var hann með sterkar skoðanir á því hver ætti að taka sætið hans hjá Mercedes.

Valtteri Bottas kynntur sem ökumaður Mercedes

Mercedes hefur staðfest að Valtteri Bottas mun aka Formúlu 1 bíl liðsins á komandi tímabili. Bottas verður þar með liðsfélagi þrefalda heimsmeistarans Lewis Hamilton.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×