Ekki búið að ákveða hvenær maðurinn verður yfirheyrður aftur Birgir Olgeirsson skrifar 3. febrúar 2017 12:39 Maðurinn sem er í haldi vegna málsins var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness þar sem hann var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald og einangrun. vísir/anton brink „Það er ekki ákveðið hvenær á að yfirheyra hann næst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um manninn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald og einangrun í gær til tveggja vikna grunaður um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur. Birna hvar aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðinn. Hún sást síðast á gangi við Laugaveg 31 klukkan 05:25 umrædda laugardagsnótt. Lík hennar fannst svo við Selvogsvita í Ölfusi átta dögum síðar, 22. janúar síðastliðinn. Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi og einangrun er sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio-bifreið í miðbæ Reykjavíkur um það leyti sem Birna hvarf. Lögreglan hefur greint frá því að lífsýni sem fannst í bílnum sé úr Birnu og það sé staðfesting á því að hún hafi verið í bílnum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið ákveðið hvenær maðurinn verður yfirheyrður aftur vegna rannsóknar málsins segir Grímur enga sérstaka ástæðu fyrir því. Annar maður var í haldi vegna rannsóknar málsins en honum var sleppt úr haldi í gær eftir tveggja vikna einangrunarvist. Hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann hafði gefið hjá lögreglu. Hann var ekki látinn sæta farbanni og fór til Nuuk á Grænlandi með áætlunarflugi Flugfélags Íslands í gærkvöldi. Grímur segir í samtali við Vísi að hann sé enn með stöðu sakbornings vegna málsins. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að maðurinn væri að sjálfsögðu ekki látinn laus ef hann væri sakaður um manndráp. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birna Brjánsdóttir borin til grafar í dag „Jarðarförin er opin og í raun og veru má fólk koma. Svo er erfisdrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar á eftir sem er líka opin,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir 3. febrúar 2017 07:00 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Kærir úrskurðinn til Hæstaréttar Verjandi skipverjans sem var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 2. febrúar 2017 17:27 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
„Það er ekki ákveðið hvenær á að yfirheyra hann næst,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, um manninn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald og einangrun í gær til tveggja vikna grunaður um aðild að dauða Birnu Brjánsdóttur. Birna hvar aðfaranótt laugardagsins 14. janúar síðastliðinn. Hún sást síðast á gangi við Laugaveg 31 klukkan 05:25 umrædda laugardagsnótt. Lík hennar fannst svo við Selvogsvita í Ölfusi átta dögum síðar, 22. janúar síðastliðinn. Maðurinn sem sætir gæsluvarðhaldi og einangrun er sá sem lögregla telur að hafi ekið Kia Rio-bifreið í miðbæ Reykjavíkur um það leyti sem Birna hvarf. Lögreglan hefur greint frá því að lífsýni sem fannst í bílnum sé úr Birnu og það sé staðfesting á því að hún hafi verið í bílnum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið ákveðið hvenær maðurinn verður yfirheyrður aftur vegna rannsóknar málsins segir Grímur enga sérstaka ástæðu fyrir því. Annar maður var í haldi vegna rannsóknar málsins en honum var sleppt úr haldi í gær eftir tveggja vikna einangrunarvist. Hann var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness í gær þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann hafði gefið hjá lögreglu. Hann var ekki látinn sæta farbanni og fór til Nuuk á Grænlandi með áætlunarflugi Flugfélags Íslands í gærkvöldi. Grímur segir í samtali við Vísi að hann sé enn með stöðu sakbornings vegna málsins. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi í gær að maðurinn væri að sjálfsögðu ekki látinn laus ef hann væri sakaður um manndráp.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Birna Brjánsdóttir borin til grafar í dag „Jarðarförin er opin og í raun og veru má fólk koma. Svo er erfisdrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar á eftir sem er líka opin,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir 3. febrúar 2017 07:00 Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29 Kærir úrskurðinn til Hæstaréttar Verjandi skipverjans sem var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 2. febrúar 2017 17:27 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Birna Brjánsdóttir borin til grafar í dag „Jarðarförin er opin og í raun og veru má fólk koma. Svo er erfisdrykkja í flugskýli Landhelgisgæslunnar á eftir sem er líka opin,“ segir Sigurlaug Hreinsdóttir 3. febrúar 2017 07:00
Skipverjinn sem látinn var laus farinn úr landi Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, er farinn úr landi. 2. febrúar 2017 19:29
Kærir úrskurðinn til Hæstaréttar Verjandi skipverjans sem var í dag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar. 2. febrúar 2017 17:27
Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00