Endurkoma kóreska uppvakningsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 4. febrúar 2017 22:45 Chan Sung Jung með "Twister“. Vísir/Getty Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé.Chan Sung Jung er ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er aðeins þekktari undir viðurnefni sínu, „The Korean Zombie“. Þetta er eitt skemmtilegast og frumlegasta viðurnefnið í dag en nafnið er þó ekki alveg út í bláinn. Jung er auðvitað kóreskur en hann berst að vissu leyti eins og uppvakningur. Það þarf mikið til að stoppa hann og virðist hann geta vaðið í gegnum eld og brennistein án þess að blikna. Í kvöld snýr hann aftur eftir langt hlé en síðast barðist hann í ágúst 2013. Óhætt er að segja að tímarnir séu gjörólíkir í dag en þegar Jung barðist síðast voru þau Conor McGregor og Ronda Rousey bara búin með einn bardaga í UFC. Í hans síðasta bardaga mætti hann Jose Aldo og tapaði eftir tæknilegt rothögg. Jung var óheppinn í bardaganum þar sem öxlin hans datt úr lið í 4. lotu og var Aldo ekki lengi að klára einhentan Jung. Það tók hann tæpt ár að jafna sig á axlarmeiðslunum en hefur ekki enn barist síðan þar sem hann þurfti að sinna tveggja ára herskyldu sinni í Suður-Kóreu. Hann kláraði herskylduna í lok síðasta árs og er nú kominn aftur á fullt. Hann fær verðugt verkefni í nótt þegar hann mætir Dennis Bermudez. Jung átti góðu gengi að fagna áður en hann fór í herinn en mætti aldrei andstæðingi eins og Bermudez. Sá bandaríski er öflugur glímumaður, höggþungur og afar líkamlega sterkur. Þetta gæti orðið erfitt fyrir hinn vinsæla Jung en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum. Bardagi Jung gegn Dustin Poirier var einn besti bardagi ársins 2012 og sigur hans eftir uppgjafartak gegn Leonard Garcia var valið uppgjafartak ársins 2011. Jung er enn þann dag í dag sá eini sem náð hefur svo kölluðum „Twister“ í sögu UFC. Uppgjafartakið snýst um að snúa upp á hrygg andstæðingsins og er alls ekki þægilegt (sjá hér). Það er því ekki að ástæðulausu sem bardagaaðdáendur eru spenntir fyrir endurkomu kóreska uppvakningsins. Þeir Bermudez og Jung berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Houston kvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3. MMA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Biðu eftir íslenska liðinu á flugvellinum Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira
Í nótt fer fram áhugavert bardagakvöld í Houston, Texas. Í aðalbardaga kvöldsins snýr kóreski uppvakningurinn aftur eftir langt hlé.Chan Sung Jung er ekki þekktasta nafnið í bransanum en hann er aðeins þekktari undir viðurnefni sínu, „The Korean Zombie“. Þetta er eitt skemmtilegast og frumlegasta viðurnefnið í dag en nafnið er þó ekki alveg út í bláinn. Jung er auðvitað kóreskur en hann berst að vissu leyti eins og uppvakningur. Það þarf mikið til að stoppa hann og virðist hann geta vaðið í gegnum eld og brennistein án þess að blikna. Í kvöld snýr hann aftur eftir langt hlé en síðast barðist hann í ágúst 2013. Óhætt er að segja að tímarnir séu gjörólíkir í dag en þegar Jung barðist síðast voru þau Conor McGregor og Ronda Rousey bara búin með einn bardaga í UFC. Í hans síðasta bardaga mætti hann Jose Aldo og tapaði eftir tæknilegt rothögg. Jung var óheppinn í bardaganum þar sem öxlin hans datt úr lið í 4. lotu og var Aldo ekki lengi að klára einhentan Jung. Það tók hann tæpt ár að jafna sig á axlarmeiðslunum en hefur ekki enn barist síðan þar sem hann þurfti að sinna tveggja ára herskyldu sinni í Suður-Kóreu. Hann kláraði herskylduna í lok síðasta árs og er nú kominn aftur á fullt. Hann fær verðugt verkefni í nótt þegar hann mætir Dennis Bermudez. Jung átti góðu gengi að fagna áður en hann fór í herinn en mætti aldrei andstæðingi eins og Bermudez. Sá bandaríski er öflugur glímumaður, höggþungur og afar líkamlega sterkur. Þetta gæti orðið erfitt fyrir hinn vinsæla Jung en hvorugur er þekktur fyrir að vera í leiðinlegum bardögum. Bardagi Jung gegn Dustin Poirier var einn besti bardagi ársins 2012 og sigur hans eftir uppgjafartak gegn Leonard Garcia var valið uppgjafartak ársins 2011. Jung er enn þann dag í dag sá eini sem náð hefur svo kölluðum „Twister“ í sögu UFC. Uppgjafartakið snýst um að snúa upp á hrygg andstæðingsins og er alls ekki þægilegt (sjá hér). Það er því ekki að ástæðulausu sem bardagaaðdáendur eru spenntir fyrir endurkomu kóreska uppvakningsins. Þeir Bermudez og Jung berjast í aðalbardaganum á UFC bardagakvöldinu í Houston kvöld. Bardagarnir verða sýndir á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 3.
MMA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Biðu eftir íslenska liðinu á flugvellinum Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Sjá meira