Vaðlaheiðargöng fjölga fjölskyldum í Fnjóskadal Kristján Már Unnarsson skrifar 6. febrúar 2017 18:00 Þótt enn sé langt í að Vaðlaheiðargöng opnist eru fjölskyldur þegar farnar að flytjast í Fnjóskadal vegna jarðganganna. Þannig keyptu hjón jörð í dalnum til að stofna þar textílverkstæði, veitingahús og húsdýragarð. Um þetta er fjallað í fréttum Stöðvar 2. Bormenn Vaðlaheiðarganga sjá nú fram á að slá í gegn fyrir páska sem myndi þýða að göngin yrðu opnuð umferð sumarið 2018. Sú sextán kílómetra stytting, sem fæst, þykir sumum kannski ekki mikil. Austan Vaðlaheiðar eru menn þó farnir að skynja að áhrif þeirra gætu orðið drjúg.Frá Brúnagerði. Þau Guðbergur Eyjólfsson og Birna Friðriksdóttir hafa komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi og undirbúa fjölskyldu- og húsdýragarð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í kvikmyndatökum fyrir þáttinn „Um land allt" kynntumst við fjölskyldum sem hafa nýlega flutt í Fnjóskadal vegna ganganna. Þeirra á meðal eru hjónin Birna Friðriksdóttir og Guðbergur Eyjólfsson sem fluttu að sunnan með börnin sín þrjú og keyptu jörðina Brúnagerði. „Við í rauninni búum nánast á Akureyri, en útaf fyrir okkur í sveit, þegar göngin verða komin,“ segir Guðbergur. Hann segir það henta fjölskyldunni vel því um það leyti sem göngin opnast verði elsta barnið komið í framhaldsskóla.Birna Kristín á textílverkstæðinu í Fnjóskadal. Þar eru framleiddar flíkur fyrir verslun þeirra, Gjósku á Skólavörðustíg í Reykjavík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birna hefur komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi þar sem hún vinnur flíkur fyrir verslunina Gjósku, sem þau eiga í Reykjavík. Þau er komin í hestamennsku en í gömlu fjárhúsunum má nú einnig sjá svín, kanínur, kálfa og geitur því þau eru að fara að opna fjölskyldu- og húsdýragarð og veitingastað í Brúnagerði.Frá Brúnagerði. Jörðin er vestan ár, á milli Vaglaskógar og Illugastaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skrifstofa Þingeyjarsveitar er að Laugum í Reykjadal og þar segir sveitarstjórinn, Dagbjört Jónsdóttir, að göngin muni hafa víðtæk áhrif, meðal annars á byggðakjarnann á Laugum. „Fólk sækir nú þegar vinnu á Akureyri sem er til dæmis búsett hér í kjarnanum á Laugum. Það horfir auðvitað til Vaðlaheiðarganga. Það mun verða enn auðveldara en í dag,“ segir Dagbjört.Frá Draflastöðum. Þar er rekin ferðaþjónusta en aðeins yfir sumartímann. Fjölskyldan þar vonast til að með jarðgöngunum gefist færi á að lengja tímabilið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 kl. 20.10 í kvöld verður fjallað um mannlífið í Fnjóskadal. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Frá orlofshúsabyggðinni á Illugastöðum. Áætlanir eru um mikla fjölgun bústaða í Fnjóskadal.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Séð yfir Vaglaskóg og gömlu Fnjóskárbrúna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Um land allt Vaðlaheiðargöng Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Fólki fjölgar á Grenivík og gróska í húsasmíði Óvenju mikið er nú byggt á Grenivík en þar hefur íbúum fjölgað um tíu prósent á síðustu tveimur árum og biðlisti er eftir leiguhúsnæði. 7. september 2013 20:15 Búið að grafa 92,6% af Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 532,5 metrar eftir. 19. janúar 2017 14:56 Þetta hús malar gull fyrir Þingeyjarsveit Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. 20. júlí 2016 23:42 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Þótt enn sé langt í að Vaðlaheiðargöng opnist eru fjölskyldur þegar farnar að flytjast í Fnjóskadal vegna jarðganganna. Þannig keyptu hjón jörð í dalnum til að stofna þar textílverkstæði, veitingahús og húsdýragarð. Um þetta er fjallað í fréttum Stöðvar 2. Bormenn Vaðlaheiðarganga sjá nú fram á að slá í gegn fyrir páska sem myndi þýða að göngin yrðu opnuð umferð sumarið 2018. Sú sextán kílómetra stytting, sem fæst, þykir sumum kannski ekki mikil. Austan Vaðlaheiðar eru menn þó farnir að skynja að áhrif þeirra gætu orðið drjúg.Frá Brúnagerði. Þau Guðbergur Eyjólfsson og Birna Friðriksdóttir hafa komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi og undirbúa fjölskyldu- og húsdýragarð.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í kvikmyndatökum fyrir þáttinn „Um land allt" kynntumst við fjölskyldum sem hafa nýlega flutt í Fnjóskadal vegna ganganna. Þeirra á meðal eru hjónin Birna Friðriksdóttir og Guðbergur Eyjólfsson sem fluttu að sunnan með börnin sín þrjú og keyptu jörðina Brúnagerði. „Við í rauninni búum nánast á Akureyri, en útaf fyrir okkur í sveit, þegar göngin verða komin,“ segir Guðbergur. Hann segir það henta fjölskyldunni vel því um það leyti sem göngin opnast verði elsta barnið komið í framhaldsskóla.Birna Kristín á textílverkstæðinu í Fnjóskadal. Þar eru framleiddar flíkur fyrir verslun þeirra, Gjósku á Skólavörðustíg í Reykjavík.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Birna hefur komið á fót textílverkstæði í gömlu minkahúsi þar sem hún vinnur flíkur fyrir verslunina Gjósku, sem þau eiga í Reykjavík. Þau er komin í hestamennsku en í gömlu fjárhúsunum má nú einnig sjá svín, kanínur, kálfa og geitur því þau eru að fara að opna fjölskyldu- og húsdýragarð og veitingastað í Brúnagerði.Frá Brúnagerði. Jörðin er vestan ár, á milli Vaglaskógar og Illugastaða.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Skrifstofa Þingeyjarsveitar er að Laugum í Reykjadal og þar segir sveitarstjórinn, Dagbjört Jónsdóttir, að göngin muni hafa víðtæk áhrif, meðal annars á byggðakjarnann á Laugum. „Fólk sækir nú þegar vinnu á Akureyri sem er til dæmis búsett hér í kjarnanum á Laugum. Það horfir auðvitað til Vaðlaheiðarganga. Það mun verða enn auðveldara en í dag,“ segir Dagbjört.Frá Draflastöðum. Þar er rekin ferðaþjónusta en aðeins yfir sumartímann. Fjölskyldan þar vonast til að með jarðgöngunum gefist færi á að lengja tímabilið.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 kl. 20.10 í kvöld verður fjallað um mannlífið í Fnjóskadal. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins. Frá orlofshúsabyggðinni á Illugastöðum. Áætlanir eru um mikla fjölgun bústaða í Fnjóskadal.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Séð yfir Vaglaskóg og gömlu Fnjóskárbrúna.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Um land allt Vaðlaheiðargöng Þingeyjarsveit Tengdar fréttir Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03 Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30 Fólki fjölgar á Grenivík og gróska í húsasmíði Óvenju mikið er nú byggt á Grenivík en þar hefur íbúum fjölgað um tíu prósent á síðustu tveimur árum og biðlisti er eftir leiguhúsnæði. 7. september 2013 20:15 Búið að grafa 92,6% af Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 532,5 metrar eftir. 19. janúar 2017 14:56 Þetta hús malar gull fyrir Þingeyjarsveit Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. 20. júlí 2016 23:42 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Sjáið það sem er að gerast við Goðafoss Útsýnispallar og göngustígar fyrir hátt í eitthundrað milljónir króna eru að verða til við Goðafoss, fjölsóttasta ferðamannastað Þingeyjarsveitar. 26. júní 2016 09:03
Sveitafólkið þarf að aka á urð og grjóti eftir sumarið Þingeyingar hrópa á endurbætur veganna um Bárðardal. Stóraukin umferð ferðamanna spæni upp malarvegina, valdi slysahættu, og eftir sitji urð og grjót . 4. júlí 2016 20:30
Fólki fjölgar á Grenivík og gróska í húsasmíði Óvenju mikið er nú byggt á Grenivík en þar hefur íbúum fjölgað um tíu prósent á síðustu tveimur árum og biðlisti er eftir leiguhúsnæði. 7. september 2013 20:15
Búið að grafa 92,6% af Vaðlaheiðargöngum Vaðlaheiðargöng lengdust um alls 29 metra í síðustu viku og eru nú alls 6.673 metrar að lengd. Búið er að grafa 92,6 prósent af heildarlengd ganganna og eru einungis 532,5 metrar eftir. 19. janúar 2017 14:56
Þetta hús malar gull fyrir Þingeyjarsveit Áætlað er að tekjur sveitarfélagsins verði yfir eitthundrað milljónir króna á ári eða hátt í 300 þúsund krónur á hvert heimili í sveitinni. 20. júlí 2016 23:42