Einar Árni: Stór partur þjóðarinnar vill taka þátt í því með okkur að vinna KR Smári Jökull Jónsson skrifar 9. febrúar 2017 22:26 Einar Árni gefur sínum mönnum fyrirmæli í leiknum í kvöld vísir/anton Einar Árni Jóhansson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur af því hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry leikmaður Þórs var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt.“ Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski, eftir mannabreytingar, með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. "Við erum að fara að spila við besta lið landsins sem átti ekki góðan leik í dag, við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Einar Árni Jóhansson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur af því hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry leikmaður Þórs var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt.“ Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski, eftir mannabreytingar, með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. "Við erum að fara að spila við besta lið landsins sem átti ekki góðan leik í dag, við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Handbolti „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti