Einar Árni: Stór partur þjóðarinnar vill taka þátt í því með okkur að vinna KR Smári Jökull Jónsson skrifar 9. febrúar 2017 22:26 Einar Árni gefur sínum mönnum fyrirmæli í leiknum í kvöld vísir/anton Einar Árni Jóhansson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur af því hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry leikmaður Þórs var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt.“ Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski, eftir mannabreytingar, með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. "Við erum að fara að spila við besta lið landsins sem átti ekki góðan leik í dag, við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Einar Árni Jóhansson þjálfari Þórs frá Þorlákshöfn var afar sáttur með sigurinn gegn Grindavík í kvöld þar sem Þór tryggði sér sæti í úrslitum Maltbikarsins gegn KR. „Ég er stoltur af strákunum hvernig þeir lokuðu þessum leik. Þetta var gríðarlega erfiður leikur eins og við vissum og varð mjög harður hér undir lokin. Ég er stoltur af því hvernig við kláruðum þetta,“ sagði Einar Árni í samtali við Vísi strax eftir leik. Þór leiddi lengst af í leiknum en Grindvíkingar náðu að jafna metin þegar skammt var eftir og virtust vera að detta í gírinn. „Ég var mjög smeykur og mér fannst við hafa spilað það vel á lokakafla þriðja leikhluta og inn í þann fjórða að það var svekkjandi að þetta væri allt í einu orðinn jafn leikur. Við gerum ákveðin mistök í varnarleiknum sem gefa þeim góð skot. En ég gef þeim líka hrós fyrir að setja þessi stóru skot. Við náðum að bregðast vel við og setja niður víti sem var gríðarlega mikilvægt.“ Tobin Carberry leikmaður Þórs var magnaður í leiknum í kvöld. Hann skoraði 44 stig og setti niður mikilvæg vítaskot á lokasekúndunum. „Hann var ótrúlega flottur og dró vagninn sóknarlega. Ég var líka ánægður með það hvað hann sem leikstjórnandi var líka að finna menn eins og Ragnar og Maciej á blokkinni sem reyndist þeim erfitt.“ Þórsarar eru nú á leið í bikarúrslit gegn KR-ingum annað árið í röð en þeir biðu lægri hlut í fyrra. Einar Árni sagðist telja að liðið væri betur undirbúið í ár heldur en í fyrra. „Mér finnst Þórsliðið betra í dag, reynslunni ríkara og við erum kannski, eftir mannabreytingar, með fjölhæfara lið. Það sést á strákunum í aðstæðunum í dag hverju það hefur skilað að hafa verið hér áður. Við ætluðum okkur auðvitað að vinna í fyrra en ég held að trúin sé meiri núna,“ sagði Einar Árni en bætti við að þeir væru ekki að fara að mæta neinum aukvisum. "Við erum að fara að spila við besta lið landsins sem átti ekki góðan leik í dag, við fáum þá beitta. Við spiluðum við þá á föstudaginn var í hörkuleik og við þurfum að gera ákveðna hluti betur í leiknum á laugardag til að ná í sigur en við höfum fulla trú á verkefninu,“ bætti Einar Andri við og kallaði eftir því að hver einasti maður í Ölfusi myndi mæta á úrslitaleikinn á laugardag. „Það voru töluvert fleiri úr Þorlákshöfn fyrir ári síðan en voru hér í dag. Ég kalla eftir því að hver einasti maður mæti og ég reyndar trúi því að það sé ansi stór partur þjóðarinnar sem væri til í að taka þátt í því með okkur að vinna KR,“ sagði Einar Árni að lokum.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum