Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2017 10:01 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Fréttablaðið/Anton Brink Annar maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur verður yfirheyrður í dag. Hinn maðurinn var yfirheyrður í gær og stóðu yfirheyrslur fram eftir degi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, kveðst eiga von á því að yfirheyrslur í dag fari fram á Litla-Hrauni, líkt og í gær, en sakborningarnir sitja þar í einangrun eftir að hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 2. febrúar. Að sögn Gríms liggur ekki fyrir játning í málinu. Hann vill að öðru leyti tjá sig lítið um rannsóknina en segir þó að lögreglan sé litlu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar. „Það hefur ekki bæst neitt í það en við erum bara að vinna úr gögnum sem við höfum aflað síðustu daga og eins og fram hefur komið er þetta gríðarlegt magn af myndefni,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að einhverjar upplýsingar hafi fengist um ferðir rauða bílsins í yfirheyrslum í gær segir Grímur svo ekki vera. Búið er að staðfesta það að líkið sem fannst við Selvogsvita á sunnudag sé af Birnu. Varðandi það hvar því var komið fyrir og hvort að lögreglan sé einhverju nær um það segir Grímur: „Við vinnum eftir ákveðinni hugmynd í því sambandi án þess að ég geti farið nánar út í það.“ Þá vill Grímur ekki staðfesta að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq og segir að lögreglan vilji alls ekki gefa upp hvað hafi fundist í grænlenska togaranum. Ekki sé gott að sönnunargögn séu til umræðu. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Annar maðurinn sem grunaður er um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur verður yfirheyrður í dag. Hinn maðurinn var yfirheyrður í gær og stóðu yfirheyrslur fram eftir degi. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni, kveðst eiga von á því að yfirheyrslur í dag fari fram á Litla-Hrauni, líkt og í gær, en sakborningarnir sitja þar í einangrun eftir að hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 2. febrúar. Að sögn Gríms liggur ekki fyrir játning í málinu. Hann vill að öðru leyti tjá sig lítið um rannsóknina en segir þó að lögreglan sé litlu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar. „Það hefur ekki bæst neitt í það en við erum bara að vinna úr gögnum sem við höfum aflað síðustu daga og eins og fram hefur komið er þetta gríðarlegt magn af myndefni,“ segir Grímur. Aðspurður hvort að einhverjar upplýsingar hafi fengist um ferðir rauða bílsins í yfirheyrslum í gær segir Grímur svo ekki vera. Búið er að staðfesta það að líkið sem fannst við Selvogsvita á sunnudag sé af Birnu. Varðandi það hvar því var komið fyrir og hvort að lögreglan sé einhverju nær um það segir Grímur: „Við vinnum eftir ákveðinni hugmynd í því sambandi án þess að ég geti farið nánar út í það.“ Þá vill Grímur ekki staðfesta að skilríki Birnu hafi fundist um borð í Polar Nanoq og segir að lögreglan vilji alls ekki gefa upp hvað hafi fundist í grænlenska togaranum. Ekki sé gott að sönnunargögn séu til umræðu.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41 Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00 Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Annar sakborninganna hringdi í íslenska vinkonu meðan Birna var í bílnum Annar skipverjanna sem grunaðir eru um aðild að máli Birnu Brjánsdóttur reyndi ítrekað að ná tali af íslenskri vinkonu að morgni 14. janúar. 24. janúar 2017 16:41
Gætu borið mismikla ábyrgð í málinu Mennirnir tveir, sem grunaðir eru um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur, hafa setið nánast afskiptalausir í einangrun í þrjá daga. Þeir verða yfirheyrðir í dag. Lögregla rannsakar hlut hvors þeirra fyrir sig í málinu. 24. janúar 2017 07:00
Dánarorsök Birnu ekki gefin upp Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókninni á dauða Birnu Brjánsdóttur, segir að lögreglan hyggist ekki tjá sig um bráðabirgðaniðurstöðu úr krufningu á líki hennar sem gerð var í gærkvöldi. 24. janúar 2017 10:13