Innlent

Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rauði Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir óku úr miðbæ Reykjavíkur umræddan laugardag og talið er að Birna hafi verið í. Blóð hennar hefur fundist í bílnum.
Rauði Kia Rio bíllinn sem skipverjarnir óku úr miðbæ Reykjavíkur umræddan laugardag og talið er að Birna hafi verið í. Blóð hennar hefur fundist í bílnum. vísir
Líkið sem áhöfnin á TF-LÍF, þyrlu Landhelgisgæslunnar, fann í fjörunni við Selvogsvita um eittleytið á sunnudaginn var af Birnu Brjánsdóttur. Rannsókn réttarmeinafræðings og kennslanefndar ríkislögreglustjóra staðfestir þetta að sögn Gríms Grímssonar, yfirmanns rannsóknar lögreglu á dauða Birnu. 

Ljóst er að um manndráp er að ræða en Grímur vill ekki upplýsa um mögulega áverka á líkinu eða hvort hún hafi verið í fötum eða ekki þegar líkið fannst í fjörunni.

Lögregla hafði talið yfirgnæfandi líkur á að um lík Birnu væri að ræða og sömuleiðis að um manndráp væri að ræða. Málið hefur verið rannsakað sem manndrápsmál síðan í síðustu viku. Annar skipverjanna var yfirheyrður á Litla-Hrauni í gær og yfirheyrslur yfir hinum halda áfram í dag.

Grímur vill ekkert tjá sig um það sem fram hefur komið við yfirheyrslur en játning mun ekki liggja fyrir í málinu. Mennirnir eru báðir í einangrun á Litla-Hrauni og þar fara yfirheyrslurnar fram.

 


Tengdar fréttir

Yfirheyrðu Møller í gær

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn.

Hinn skipverjinn yfirheyrður í dag

Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Thomas Möller yfirheyrður í gær og verður þá Nikolaj Olsen yfirheyrður í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×