„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. janúar 2017 19:32 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Vísir/Anton Lögreglan telur að skóm Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir við Hvaleyrarlón við í Hafnarfjarðarhöfn. Til rannsóknar er hvort að það hafi verið gert vísvitandi til að villa um fyrir lögreglu. RÚV greinir frá.„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á láti Birnu í samtali við Vísi. „Við göngum ekki út frá því að hún hafi farið úr skónum þarna, þar með hlýtur einhver að hafa komið þeim fyrir þarna.“ Ekkert sé þó upplýst um hvort að það hafi verið gert til þess að villa um fyrir lögreglu en Grímur segir að það sé til rannsóknar. Lögregla hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á að kortleggja ferðir rauða Kia Rio bílsins frá klukkan 7 á laugardagsmorgninum til 11 en hefur litlar upplýsingar til að moða úr. Farsímagögn hafa ekki gagnast við að varpa ljósi á för bílsins.Ekki gert ráð fyrir yfirheyrslum á morgun Lögregla óskaði einnig eftir myndskeiðum sem ökumenn á ferð um stórt svæði í kringum höfuðborgarsvæðið á laugardeginum kynnu að búa yfir en Grímur segir að lítið hafi komið út úr því enn sem komið er.Í dag var endanlega staðfest að lík það sem fannst í fjörunni við Selvogsvita á sunnudaginn var af Birnu. Rannsókn hefur leitt það í ljós að henni var ráðinn bani. Yfirheyrslum yfir öðrum manninum sem grunaður er um aðild að málinu stendur enn yfir en gert er ráð fyrir að henni ljúki nú á næsta klukkutíma. Engin játning liggur fyrir í málinu og að sögn Gríms er ekki áætlað að yfirheyrslur fari fram á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir á morgun. Við höldum áfram að setja saman málið.“ Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Lögreglan telur að skóm Birnu Brjánsdóttur hafi verið komið fyrir við Hvaleyrarlón við í Hafnarfjarðarhöfn. Til rannsóknar er hvort að það hafi verið gert vísvitandi til að villa um fyrir lögreglu. RÚV greinir frá.„Við trúum því að skónum hafi verið komið fyrir,“ segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á láti Birnu í samtali við Vísi. „Við göngum ekki út frá því að hún hafi farið úr skónum þarna, þar með hlýtur einhver að hafa komið þeim fyrir þarna.“ Ekkert sé þó upplýst um hvort að það hafi verið gert til þess að villa um fyrir lögreglu en Grímur segir að það sé til rannsóknar. Lögregla hefur á undanförnum dögum lagt áherslu á að kortleggja ferðir rauða Kia Rio bílsins frá klukkan 7 á laugardagsmorgninum til 11 en hefur litlar upplýsingar til að moða úr. Farsímagögn hafa ekki gagnast við að varpa ljósi á för bílsins.Ekki gert ráð fyrir yfirheyrslum á morgun Lögregla óskaði einnig eftir myndskeiðum sem ökumenn á ferð um stórt svæði í kringum höfuðborgarsvæðið á laugardeginum kynnu að búa yfir en Grímur segir að lítið hafi komið út úr því enn sem komið er.Í dag var endanlega staðfest að lík það sem fannst í fjörunni við Selvogsvita á sunnudaginn var af Birnu. Rannsókn hefur leitt það í ljós að henni var ráðinn bani. Yfirheyrslum yfir öðrum manninum sem grunaður er um aðild að málinu stendur enn yfir en gert er ráð fyrir að henni ljúki nú á næsta klukkutíma. Engin játning liggur fyrir í málinu og að sögn Gríms er ekki áætlað að yfirheyrslur fari fram á morgun. „Ég á ekki von á því að þeir verði yfirheyrðir á morgun. Við höldum áfram að setja saman málið.“
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Svæðið frá Grindavík að Óseyrarbrú undir smásjá Ríkjandi alda úr suðvestri á þeim tíma sem Birnu Brjánsdóttur var saknað. 25. janúar 2017 12:30
Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00