Jorge Masvidal: Úr götuslagsmálum og yfir í búrið Pétur Marinó Jónsson skrifar 28. janúar 2017 23:00 Vísir/Getty UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Donald Cerrone er einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann vill berjast sem oftast og er iðulega í stórskemmtilegum bardögum. Þá fer hann ekki í felur með ást sína á jaðaríþróttum og sést reglulega stunda hættulegar íþróttir aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Andstæðingur hans í nótt, Jorge Masvidal, er ekki síður áhugaverður. Masvidal fékk nefnilega sína fyrstu reynslu úr götuslagsmálunum með Kimbo Slice! Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að standa á sínu og verja sig. Masvidal komst þó fljótt af því að honum fannst ekkert leiðinlegt að þurfa að slást til að koma í veg fyrir að einhver stæli hjólinu sínu. Masvidal elskaði box og ólympíska glímu en var ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í skólaliðið í glímunni. Hann datt snemma úr skóla en fann MMA sem sameinaði áhuga hans á boxi og glímunni. Á þeim tíma var þó ekkert um áhugamannabardaga eins og gengur og gerist í dag. Til að fá reynslu tók hann þá furðulegu ákvörðun að fara í götuslagsmálin í Miami. Sú sena blómstraði um miðjan síðasta áratug og rakaði aðalstjarnan Kimbo Slice inn milljónum af myndböndum af slagsmálunum á YouTube. Masvidal sagði skilið við götuslagsmálin um leið og hann var farinn að fá tækifæri í alvöru MMA bardögum og saknar götuslagsmálanna ekki neitt. Hann er ekki stoltur af þessum bakgrunni sínum en skammast sín ekki heldur. Að sögn Masvidal er talsvert þægilegra að berjast í MMA enda á hann ekki í hættu á að vera stunginn af vinum andstæðinga sinna ef Masvidal sigrar. Helsta vandamál Masvidal í UFC er að hann fær ekki að berjast nógu oft. Masvidal barðist „bara“ þrisvar í fyrra en vill helst fá fjóra til fimm bardaga á ári. Hann fær þó að berjast í nótt en þeir Cerrone og Masvidal mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena en sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna. MMA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Sjá meira
UFC er með ansi skemmtilegt bardagakvöld í nótt í Denver í Colorado. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Donald Cerrone og Jorge Masvidal. Donald Cerrone er einn áhugaverðasti bardagamaðurinn í UFC í dag. Hann vill berjast sem oftast og er iðulega í stórskemmtilegum bardögum. Þá fer hann ekki í felur með ást sína á jaðaríþróttum og sést reglulega stunda hættulegar íþróttir aðeins nokkrum dögum fyrir bardaga. Andstæðingur hans í nótt, Jorge Masvidal, er ekki síður áhugaverður. Masvidal fékk nefnilega sína fyrstu reynslu úr götuslagsmálunum með Kimbo Slice! Jorge Masvidal ólst upp í slæmu hverfi í Miami og þurfti snemma að læra að standa á sínu og verja sig. Masvidal komst þó fljótt af því að honum fannst ekkert leiðinlegt að þurfa að slást til að koma í veg fyrir að einhver stæli hjólinu sínu. Masvidal elskaði box og ólympíska glímu en var ekki með nægilega góðar einkunnir til að komast í skólaliðið í glímunni. Hann datt snemma úr skóla en fann MMA sem sameinaði áhuga hans á boxi og glímunni. Á þeim tíma var þó ekkert um áhugamannabardaga eins og gengur og gerist í dag. Til að fá reynslu tók hann þá furðulegu ákvörðun að fara í götuslagsmálin í Miami. Sú sena blómstraði um miðjan síðasta áratug og rakaði aðalstjarnan Kimbo Slice inn milljónum af myndböndum af slagsmálunum á YouTube. Masvidal sagði skilið við götuslagsmálin um leið og hann var farinn að fá tækifæri í alvöru MMA bardögum og saknar götuslagsmálanna ekki neitt. Hann er ekki stoltur af þessum bakgrunni sínum en skammast sín ekki heldur. Að sögn Masvidal er talsvert þægilegra að berjast í MMA enda á hann ekki í hættu á að vera stunginn af vinum andstæðinga sinna ef Masvidal sigrar. Helsta vandamál Masvidal í UFC er að hann fær ekki að berjast nógu oft. Masvidal barðist „bara“ þrisvar í fyrra en vill helst fá fjóra til fimm bardaga á ári. Hann fær þó að berjast í nótt en þeir Cerrone og Masvidal mætast í næstsíðasta bardaga kvöldsins. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu í nótt á Stöð 2 Sport og hefst bein útsending kl 1. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þær Valentina Shevchenko og Julianna Pena en sigurvegarinn mun að öllum líkindum fá næsta titilbardaga í bantamvigt kvenna.
MMA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Birkir Valur yfirgefur HK Skoraði 109 stig á tveimur dögum Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Suðurnesjaliðin með góða sigra Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Sjá meira