Formúla 1

Liðsstjóri Renualt á förum

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Frederic Vasseur er hættur hjá Renault.
Frederic Vasseur er hættur hjá Renault. Vísir/Getty
Frederic Vasseur, liðsstjóri Renault liðsins í Formúlu 1 hefur yfirgefið stöðu sína sem liðsstjóri þess. Hann kom til liðsins um mitt síðasta tímabil.

Framkvæmdastjóri Renault liðsins, Cyril Abiteboul ætlar að fara í miklar breytingar á starfsfólki liðsins. Abiteboul og Jerome Stroll munu þó halda áfram að leiða liðið. Stroll er forseti liðsins.

Í yfirlýsingu frá Renault liðinu segir: „Eftir eitt tímabil í enduruppbyggingu Formúlu 1 liðs Renault hafa liðið og Frederic Vasseur komist að samkomulagi um að slíta samstarfinu frá og með deginum í dag.“

„Báðir aðilar munu leggja sig fram við að halda góðu sambandi og búast við því að halda samstarfinu áfram í framtíðinni.“

Óvíst er hvort Renault mun ráða annan liðsstjóra eða hvort Cyril Abiteboul mun taka að sér hlutverk liðsstjóra.


Tengdar fréttir

Pascal Wehrlein til Sauber

Varaökumaður Mercedes liðsins og keppnisökumaður Manor liðsins, Pascal Wehrlein hefur gengið til liðs við Sauber liðið. Ökumannsmarkaðurinn er að skýrast eftir brotthvarf heimsmeistarans Nico Rosberg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×