McLaren ætlar sér stóra hluti 2017 Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 13. janúar 2017 20:00 Fernando Alonso í McLaren bíl síðasta árs. Vísir/Getty Jonathan Neale, einn stjórnanda McLaren liðsins í Formúlu 1 segir það vonbrigði fyrir liðið ef það nær ekki að komast ofar en í fjórða sæti í keppni bílasmiða á árinu. McLaren hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Liðið endaði í níunda sæti í keppni bílasmiða árið 2015, sem var fyrsta árið í brösóttri endurkomu Honda sem vélaframleiðanda í Formúlu 1. Árið 2016 var betra fyrir McLaren en þá hafnaði liðið í sjötta sæti í keppni bílasmiða, 13 stigum á undan Toro Rosso í sjöunda sæti og 62 stigum á eftir Williams í fimmta sæti. Neale telur að McLaren geti bætt stöðu sína enn meira á komandi tímabili. Hann segir að ökumenn liðsins eigi eftir að spila stóran þátt í því, Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne munu aka fyrir liðið í ár. Þar að auki horfir Neale til mikilla tæknibreytinga sem munu eiga sér stað. „Maður verður að miða hátt, en eins og staðan er núna yrði ég vonsvikinn með fjórða sæti. Við viljum vinna og við viljum vinna fljótlega,“ sagði Neale í samtali við Autosport. „Við erum keppnislið, við erum með ökumenn sem geta unnið keppnir og við erum með undirvagn og vél sem geta tekið framförum og við ásamt Honda vinnum að því.“ „Við sjáum líka tækifæri í þeirri óvissu sem breiðari dekk og breiðari vængir skapa. Við getum grætt þar gagnvart öðrum liðum.“ Enginn veit fyrir víst hver staða Formúlu 1 liðanna verður innbyrgðis fyrr en kemur að keppninni í Ástralíu þann 26. mars. Þangað til munu liðin taka þátt í æfingum en beita ýmsum brögðum til að fela eigið ágæti eða veikleika eigin bíls. Formúla Tengdar fréttir Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00 Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30 Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Jonathan Neale, einn stjórnanda McLaren liðsins í Formúlu 1 segir það vonbrigði fyrir liðið ef það nær ekki að komast ofar en í fjórða sæti í keppni bílasmiða á árinu. McLaren hefur ekki átt góðu gengi að fagna undanfarin ár. Liðið endaði í níunda sæti í keppni bílasmiða árið 2015, sem var fyrsta árið í brösóttri endurkomu Honda sem vélaframleiðanda í Formúlu 1. Árið 2016 var betra fyrir McLaren en þá hafnaði liðið í sjötta sæti í keppni bílasmiða, 13 stigum á undan Toro Rosso í sjöunda sæti og 62 stigum á eftir Williams í fimmta sæti. Neale telur að McLaren geti bætt stöðu sína enn meira á komandi tímabili. Hann segir að ökumenn liðsins eigi eftir að spila stóran þátt í því, Fernando Alonso og Stoffel Vandoorne munu aka fyrir liðið í ár. Þar að auki horfir Neale til mikilla tæknibreytinga sem munu eiga sér stað. „Maður verður að miða hátt, en eins og staðan er núna yrði ég vonsvikinn með fjórða sæti. Við viljum vinna og við viljum vinna fljótlega,“ sagði Neale í samtali við Autosport. „Við erum keppnislið, við erum með ökumenn sem geta unnið keppnir og við erum með undirvagn og vél sem geta tekið framförum og við ásamt Honda vinnum að því.“ „Við sjáum líka tækifæri í þeirri óvissu sem breiðari dekk og breiðari vængir skapa. Við getum grætt þar gagnvart öðrum liðum.“ Enginn veit fyrir víst hver staða Formúlu 1 liðanna verður innbyrgðis fyrr en kemur að keppninni í Ástralíu þann 26. mars. Þangað til munu liðin taka þátt í æfingum en beita ýmsum brögðum til að fela eigið ágæti eða veikleika eigin bíls.
Formúla Tengdar fréttir Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00 Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30 Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ Handbolti Feyenoord pakkaði Bayern saman Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Alonso: Ég vil verða heimsmeistari með McLaren-Honda Fernando Alonso ökumaður McLaren liðsins sagði starfsfólki liðsins að hann væri ekki á förum frá liðinu. Þrátt fyrir orðróm um að hann væri líklegur til að fylla sæti Nico Rosberg hjá Mercedes. 13. desember 2016 20:00
Örlög Manor ráðast á næstu átta dögum Manor liðið í Formúlu 1 hefur átta daga til að finna fjárfesta til að bjarga liðinu. Skiptastjóri hefur tekið við rekstrarfélagi Manor liðsins. 12. janúar 2017 17:30
Button: Tek við greiðslum til að keyra Rosberg út úr keppni Jenson Button grínaðist með það í viðtali á dögunum að hann mynd taka við greiðslu frá Lewis Hamilton til að keyra á Nico Rosberg á sunnudag. 23. nóvember 2016 20:30
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti