Handbolti

HM í dag: Slóvenar eru sleipir

Það er leikdagur hjá Íslandi á HM í Frakklandi og það þýðir líka að HM í dag er á dagskrá á Vísi.

Arnar Björnsson og Henry Birgir Gunnarsson komu sér vel fyrir í blaðamannafundaraðstöðunni í Metz og spáðu í spilin fyrir leikinn gegn Slóveníu.

Þeim var ekki hent neins staðar út að þessu sinni og náðu að klára þáttinn án nánast allrar truflunar.

Leikur Íslands og Slóveníu hefst svo klukkan 13.45 í dag og verður í beinni textalýsingu á Vísi.

Horfa má á HM í dag hér að ofan.


Tengdar fréttir

Ég er á góðum stað í lífinu

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segist vera ofsalega glaður að vera með landsliðinu á HM. Tuttugasta stórmótið hjá honum og miðað við formið á fyrirliðanum eiga mótin klárlega eftir að verða fleiri.

Bjarki Már tekinn inn í hópinn

Leikmannahópur Íslands á HM í Frakklandi er fullmannaður eftir að Geir Sveinsson landsliðsþjálfari ákvað að taka Bjarka Má Gunnarsson inn sem sextánda mann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×