Handbolti

Bjarki: Hlakka til að taka á Stoilov

Arnar Björnsson skrifar
Bjarki Már Gunnarsson var ekki með í fyrsta leiknum þegar þjálfarinn ákvað að skrá 15 leikmenn til keppni í leik gegn Spánverjum. Hann var mættur í bardagann í næsta leik gegn Slóvenum en kom ekki við sögu í þeim leik.

Hann var með gegn Túnis og Angóla og er svo sannarlega búinn að skila sínu í þeim tveimur leikjum sem hann hefur komið við sögu.

„Maður gerir alltaf sitt besta en það er aldrei erfitt að undirbúa sig fyrir landsleiki en mun auðveldara að hafa þurft að sitja uppi í stúku og horfa á liðið.“

Varstu spældur að fá ekki að vera með í fyrsta leiknum?

„Auðvitað, maður vill vera með því ég hef mikinn metnað fyrir landsliðinu. Leikurinn á móti Spáni var nú alveg fínn og vörnin er búin að vera að virka vel allt mótið. Ég þarf bara að spila vel til að koma mér aftur inn í liðið“.

Hvernig leið þér þegar þú fékkst svo tækifæri til að þukla á mótherjanum?

„Það er bara það besta í heimi. Flottur leikur á móti Túnis og skemmtilegur. Mikil átök og það er það sem við varnarmennirnir viljum og það var virkilega gaman að koma inn í þann leik.“

Hvernig verður leikurinn við Makedóníu. Línumaðurinn Stojanche Stoilov er nautsterkur sem virkar eins og stór ísskápur.

„Þetta er náttúrulega algjört tröll en við erum líka sterkir. Ég hlakka bara til að fá að taka á honum. Þetta verður erfiður leikur og sigurinn getur lent báðum megin. Við ætlum að vinna þennan lei,“  sagði hinn hógværi og nautsterki varnarjaxl Bjarki Már Gunnarsson.

Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).




Tengdar fréttir

Frábært að þetta er í okkar höndum

Það er allt undir hjá strákunum okkar í dag þegar þeir spila lokaleik sinn í riðlakeppni heimsmeistaramótsins gegn Make­dóníu­mönnum.

Hlutkesti gæti ráðið örlögum strákanna okkar í dag

Ísland leikur í kvöld lokaleik sinn í riðlakeppni HM. Fjögur efstu lið hvers riðils fara áfram í 16-liða úrslitin en hin tvö í Forsetabikarinn. Þetta eru möguleikar Íslands í kvöld miðað við að Túnis vinni Angóla í dag:

Verðum fljótt komnir með hörkulandslið aftur

Rúnar Kárason er í stóru ábyrgðarhlutverki hjá íslenska landsliðinu á HM. Þetta er hans fyrsta stóra tækifæri með landsliðinu og hann hefur nýtt það vel.

Stoilov: Megi betra liðið vinna

"Spánverjar voru sigurstranglegri fyrir leikinn og því get ég ekki sagt að ég sé vonsvikinn en kannski vegna þess að við vorum með góða forystu í fyrri hálfleik. Við vorum manni fleiri en nýttum það ekki,“ sagði línumaðurinn Stojanche Stoilov eftir tap Makedóna gegn Spánverjum í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×