Enski boltinn

Manchester United velti Real Madrid úr sessi á toppnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic.
Paul Pogba og Zlatan Ibrahimovic. Vísir/Getty
Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United græddi mest á síðasta tímabili af öllum fótboltafélögum heimsins. United tók fyrsta sætið af spænska liðinu Real Madrid á árlegum samantektarlista Deloitte.

Manchester United setti nýtt met með því taka inn 689 milljónir evra tímabilið 2015-16 en það gerir um 83,3 milljarða íslenskra króna.

Það var gríðarlega tekjuaukning hjá Manchester United á milli tímabili en hún hækkaði um 100 milljónir evra eða tólf milljarða íslenskra króna.  

Alls græddu tuttugu best reknu fótboltafélögin 7,4 milljarða evra á tímabilinu en það gerir 895,6 milljarða íslenskra króna og er tólf prósent hækkun frá árinu á undan.

Þetta er í fyrsta sinn í tólf ár sem Manchester United er í efsta sæti þessa lista eða síðan tímabilið 2003-04.

Real Madrid var búið að vera á toppnum í ellefu ár í röð en missir ekki aðeins fyrsta sætið heldur dettur niður fyrir erkifjendurna í Barcelona og er nú í 3. sæti listans.

Þýsku risarnir í Bayern München hækka sig um eitt sæti og eru í fjórða sæti listans og þá er Manchester City í fimmta sæti eftir að hafa hækkað sig um eitt sæti.

Englandsmeistarar Leicester City eru inn á listanum í fyrsta sinn en þeir eru í 20. sætinu. Þeir fengu 172 milljónir efra í kassann sem er næstum því fimm sinnum meira en félagið fékk tveimur tímabilum fyrr.

Ensku liðin Arsenal (7. sæti), Chelsea (8. sæti), Liverpool (9. sæti) og Tottenham (12. sæti) halda öll sætum sínum og West Ham er síðan í átjánda sætinu.

BBC segir frá og birtir allan topplistann hér.



Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×