Handbolti

Lærisveinn Guðmundar upptekinn við að bjarga lífi manns þegar hann átti að taka við verðlaunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Casper Mortensen, Guðmundur Guðmundsson og gullstrákarnir.
Casper Mortensen, Guðmundur Guðmundsson og gullstrákarnir. Vísir/Samsett mynd
Guðmundur Guðmundsson þurfti í gær að gera hlé á undirbúningi sínum fyrir HM í handbolta í Frakklandi, þegar hann fékk risastór verðlaun ásamt strákunum sínum í danska handboltalandsliðinu. Ólympíugullverðlaun liðsins í Ríó var valið besta íþróttafrek ársins á Sportgala í Danmörku.

Danska landsliðið spilar við það íslenska í lokaleik Bygma-æfingamótsins en ekkert var spilað í gær þar sem allt liðið var á leiðinni á uppskeruhátíð danska íþróttaársins. Mikið var um dýrðir í Boxen i Herning þar sem íþróttahátíðin fór fram.

Gulldrengir Guðmundar, eins og danska liðið er kallað í dönskum fjölmiðlum, fóru upp á svið og tóku á móti verðlaunum Berlingske Tidende fyrir besta íþróttafrek ársins í Danmörku en þessi verðlaun hafa verið veitt frá 1930.

Handboltalandsliðið hafði betur í keppni við grindahlauparann, Söru Pedersen sem vann silfur á Ólympíuleikunum og sundkonuna Pernillu Blume en hún vann gullið í 50 metra skriðsundi í Ríó.

Einn úr hópnum, Casper Mortensen, mætti ekki til að taka þátt í verðlaunum fyrir bestu fagnaðarlæti  ársins, hann hafði brugðið sér á salernið.  BT segir frá.

Á meðan leitað var að stórskyttunni var hann að bjarga lífi manns sem hafði fengið hjartaáfall. Það var ekki fyrr en hann svaraði síma konu sinnar að sannleikurinn kom í ljós.  

Casper Mortensen gleymir þessu kvöldi í gær ekki í bráð. Sem betur fer var allt í lagi með manninn en hann fór upp á sjúkrahús í frekari rannsóknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×