Sigvaldi ætlar ekki að gera það sama og Hans Lindberg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. desember 2016 09:30 Sigvaldi Guðjónsson og Hans Lindberg. Mynd/Samsett Getty og aarhushaandbold.dk Sigvaldi Guðjónsson er ekki þekktasti handboltamaður Íslands en það gæti verið að breytast haldi strákurinn áfram að spila eins og vel og hann hefur gert í vetur. Sigvaldi, sem er 22 ára örvhentur hornamaður, hefur staðið sig vel með Árósarliðinu í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigvaldi flutti út til Danmerkur með fjölskyldu sinni fyrir tólf árum en hann ákvað að vera áfram úti þegar foreldrar hans fluttu heim fyrir fjórum árum síðan. Sigvaldi er í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í dag og þá er hann spurður út í Hans Lindberg. Hans Lindberg átti íslenska foreldra sem fluttu út til Danmerkur þar sem hann ólst upp. Lindberg ákvað hinsvegar að velja það að spila fyrir danska landsliðið en ekki það íslenska. „Ég ætla ekki að taka Hans Lindberg mér til fyrirmyndar í þeim efnum,“ svaraði Sigvaldi. „Stefnan er tekin á íslenska landsliðið í framtíðinni. Það er mitt helsta markmið. Mig langar rosalega mikið til þess að fá tækifæri með landsliðinu fyrr en síðar. Til þess veit ég að ég verð að vera duglegur áfram að æfa,“ sagði Sigvaldi í umræddu viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í dag. Hans Lindberg hefur orðið tvisvar Evrópumeistari með Dönum og unnið auk þess tvenn silfurverðlaun á HM. Hans hefur alls skorað 620 mörk í 229 landsleikjum fyrir Dani. Sigvaldi hefur leikið með Århus Håndbold frá 2015 en var þar á undan í herbúðum Bjerringbro/Silkeborg. Sigvaldi býr með kærustunni út í Danmörku en öll fjölskyldan er flutt heim og því er strákurinn á leiðinni heim til Íslands í jólamatinn á aðfangadag. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira
Sigvaldi Guðjónsson er ekki þekktasti handboltamaður Íslands en það gæti verið að breytast haldi strákurinn áfram að spila eins og vel og hann hefur gert í vetur. Sigvaldi, sem er 22 ára örvhentur hornamaður, hefur staðið sig vel með Árósarliðinu í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Sigvaldi flutti út til Danmerkur með fjölskyldu sinni fyrir tólf árum en hann ákvað að vera áfram úti þegar foreldrar hans fluttu heim fyrir fjórum árum síðan. Sigvaldi er í viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í dag og þá er hann spurður út í Hans Lindberg. Hans Lindberg átti íslenska foreldra sem fluttu út til Danmerkur þar sem hann ólst upp. Lindberg ákvað hinsvegar að velja það að spila fyrir danska landsliðið en ekki það íslenska. „Ég ætla ekki að taka Hans Lindberg mér til fyrirmyndar í þeim efnum,“ svaraði Sigvaldi. „Stefnan er tekin á íslenska landsliðið í framtíðinni. Það er mitt helsta markmið. Mig langar rosalega mikið til þess að fá tækifæri með landsliðinu fyrr en síðar. Til þess veit ég að ég verð að vera duglegur áfram að æfa,“ sagði Sigvaldi í umræddu viðtali við Ívar Benediktsson í Morgunblaðinu í dag. Hans Lindberg hefur orðið tvisvar Evrópumeistari með Dönum og unnið auk þess tvenn silfurverðlaun á HM. Hans hefur alls skorað 620 mörk í 229 landsleikjum fyrir Dani. Sigvaldi hefur leikið með Århus Håndbold frá 2015 en var þar á undan í herbúðum Bjerringbro/Silkeborg. Sigvaldi býr með kærustunni út í Danmörku en öll fjölskyldan er flutt heim og því er strákurinn á leiðinni heim til Íslands í jólamatinn á aðfangadag.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Fleiri fréttir Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Sjá meira