Fótbolti

United fer á slóðir strákanna okkar í Evrópudeildinni

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Zlatan Ibrahimovic pælir í drættinum.
Zlatan Ibrahimovic pælir í drættinum. vísir/getty
Manchester United dróst á móti franska liðinu Saint-Étienne í 32 liða úrslitum Evrópudeildar UEFA í fótbolta en dregið var í höfuðstöðvum sambandsins í Nyon í hádeginu í dag.

United-menn spila því á Stade Geoffroy-Guichard þar sem strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í fótbolta hófu leik á EM í sumar þar sem þeir gerðu 1-1 jafntefli við Portúgal.

Saint-Étienne er í áttunda sæti frönsku 1. deildarinnar en það vann síðasta leik eftir að vera án sigurs í síðustu tveimur. Liðið var í C-riðli Evrópudeildarinnar og vann hann.

Tottenham, sem kom úr Meistaradeildinni, fer til Belgíu en liðið mætir Gent sem hafnaði í öðru sæti H-riðils Evrópudeildarinnar á eftir Shakhtar Donetsk.

Leikirnir fara fram 16. og 23. febrúar.

Drátturinn í 32 liða úrslit:

Athletic Bilbao - Apoel FC

Legia Varsjá - Ajax

Anderlecht - Zenit St. Pétursborg

FC Astra Giurgiu - Genk

Manchester United - Saint-Étienne

Villareal - Roma

Ludugorets Razgrad - FC Kaupmannahöfn

Celta Vigo - Shakhtar Donetsk

Olympiacos - Osmanlispor

Gent - Tottenham

FC Rostov - Sparta Prag

Krasnodar - Fenerbache

Borussia Mönchengladbach - Fiorentina

AZ Alkmaar - Lyon

Hapoel Beer-Sheva - Besiktas

PAOK - Schalke




Fleiri fréttir

Sjá meira


×