Viðræðum flokkanna fimm slitið Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 12. desember 2016 14:45 Frá fundinum. vísir/anton brink Óformlegum viðræðum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna var slitið á fundi formanna flokkanna rétt í þessu, upp úr klukkan hálf þrjú. Flokkarnir hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun frá því að Píratar tóku við stjórnarmyndunarumboðinu fyrir tíu dögum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mun því skila umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 17, en hún tilkynnti þetta að fundi loknum. Fundur formannanna átti upphaflega að hefjast klukkan 12. Fundinum var hins vegar frestað um rúman hálftíma að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem fundur þingflokksins hafði dregist á langinn. Fundur formanna stóð því yfir í tæpar tvær klukkstundir. Þingmenn flokkanna hittust á fundi seint í gær til að taka ákvörðun um næstu skref og samþykktu þá þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata að halda viðræðum áfram. Hinir flokkarnir; Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri græn greindu ekki frá afstöðu sinni. Sex vikur eru liðnar frá kosningum og fróðlegt verður að sjá hver næstu skref verða. Til þessa hefur forseti Íslands tilkynnt daginn eftir að umboði er skilað hver fær umboðið næst. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa nú spreytt sig með umboðið og hafa formlegar og óformlegar viðrærður staðið yfir undanfarnar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort forseti Íslands láti formann Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar eða Samfylkingar fái umboðið eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga að nýju.Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þegar Birgitta mætir á fund forseta. Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Óformlegum viðræðum Pírata, Bjartrar framtíðar, Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Vinstri grænna var slitið á fundi formanna flokkanna rétt í þessu, upp úr klukkan hálf þrjú. Flokkarnir hafa átt í viðræðum um mögulega stjórnarmyndun frá því að Píratar tóku við stjórnarmyndunarumboðinu fyrir tíu dögum. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, mun því skila umboðinu til Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands klukkan 17, en hún tilkynnti þetta að fundi loknum. Fundur formannanna átti upphaflega að hefjast klukkan 12. Fundinum var hins vegar frestað um rúman hálftíma að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns VG, þar sem fundur þingflokksins hafði dregist á langinn. Fundur formanna stóð því yfir í tæpar tvær klukkstundir. Þingmenn flokkanna hittust á fundi seint í gær til að taka ákvörðun um næstu skref og samþykktu þá þingmenn Samfylkingarinnar og Pírata að halda viðræðum áfram. Hinir flokkarnir; Viðreisn, Björt framtíð og Vinstri græn greindu ekki frá afstöðu sinni. Sex vikur eru liðnar frá kosningum og fróðlegt verður að sjá hver næstu skref verða. Til þessa hefur forseti Íslands tilkynnt daginn eftir að umboði er skilað hver fær umboðið næst. Formenn Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og Pírata hafa nú spreytt sig með umboðið og hafa formlegar og óformlegar viðrærður staðið yfir undanfarnar vikur. Fróðlegt verður að sjá hvort forseti Íslands láti formann Viðreisnar, Bjartrar framtíðar, Framsóknar eða Samfylkingar fái umboðið eða hvort hreinlega verði boðað til kosninga að nýju.Vísir verður með beina útsendingu frá Bessastöðum þegar Birgitta mætir á fund forseta.
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15 Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Vantraust ríkir á milli VG og Viðreisnar í stjórnarviðræðum Formlegar stjórnarmyndunarviðræður fimm flokka hefjast ekki í dag eins og stóð til. Samtal flokkanna heldur áfram um helgina. Fundarmönnum þykir flokkarnir hafa þokast nær varðandi tekjuöflun ríkisins. 9. desember 2016 07:15
Fátt því til fyrirstöðu að boða aftur til kosninga Formenn tveggja stærstu flokkanna hafa tekið jákvætt í þær hugmyndir að boða aftur til alþingiskosninga. Starfandi forsætisráðherra og forseta þarf til að rjúfa þing og boða til kosninga. Fáar reglur gilda um þá stöðu sem nú er upp 10. desember 2016 07:15