Sport

Hundruð fimleikafólks segist hafa verið misnotað kynferðislega

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bandarískt fimleikafólk stal senunni á ÓL í Ríó.
Bandarískt fimleikafólk stal senunni á ÓL í Ríó. vísir/getty
Kynferðisleg misnotkun er ekki bara vandamál í fótboltaheiminum því nú hefur ótrúlegur fjöldi fimleikafólks greint frá misnotkun.

Dagblaðið Indianapolis Star hefur síðustu níu mánuði rannsakað kynferðislega misnotkun í fimleikaheiminum og er búið að finna 368 iðkendur í fimleikum sem segjast hafa verið misnotaðir kynferðislega.

Þetta er fólk sem hefur lent í misnotkun á síðustu 20 árum af að minnsta kosti 100 þjálfurum, eigendum fimleikasala og öðrum tengdum fimleikaheiminum.

„Sumir þjálfarar ferðast á milli fimleikafélaga er þeir eru reknir án þess að nokkur athugi fortíð þeirra eða að þeir séu á lista hjá fimleikasambandi Bandaríkjanna yfir þjálfara sem þarf að varast,“ segir meðal annars í greininni.

Sumir þolendur hafa kvartað til fimleikasambandsins en þeim hafi hreinlega ekki verið svarað. Þessu hafnar fimleikasambandið.

Það er rétt verið að opna á þetta mál núna en gera má ráð fyrir að það verði fyrirferðamikið í umræðunni næstu vikurnar en enginn hefur enn stigið fram undir nafni og sagt frá reynslu sinni opinberlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×