Formúla 1

Hamilton hótaði því að hætta að keyra fyrir Mercedes

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lewis Hamilton.
Lewis Hamilton. vísir/getty
Það gekk mikið á hjá Mercedes-liðinu í Formúlu 1 á tímabilinu en mestu lætin voru líklega er Lewis Hamilton bauðst til þess að yfirgefa herbúðir liðsins.

Hamilton var ósáttur við hvernig liðið höndlaði það að hann og liðsfélagi hans, Nico Rosberg, lentu í árekstri í spænska kappakstrinum. Hamilton vildi meina að áreksturinn hefði verið Rosberg að kenna en Mercedes var ekki til í að taka undir það.

Orðrómur um þetta mál hefur verið í gangi lengi og er Hamilton var spurður út í það af Sky Sports þá vildi hann ekki neita sögunni.

Sky segist hafa heimildir fyrir því að Hamilton hafi hótað því að keyra ekki meira á tímabilinu eftir þessa uppákomu. Þá hótun tók Mercedes mjög alvarlega en náði að róa Hamilton áður en hann lét verða alvöru úr hótuninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×