Sport

Rússar enn úti í kuldanum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Pútin með rússneskum íþróttamönnum. Hann ætlar að fara að henda íþróttamönnum í fangelsi sem misnota lyf.
Pútin með rússneskum íþróttamönnum. Hann ætlar að fara að henda íþróttamönnum í fangelsi sem misnota lyf. vísir/getty
Alþjóða frjálsíþróttasambandið, IAAF, hefur ákveðið að framlengja bann Rússa frá alþjóðakeppnum í frjálsum íþróttum.

Rússar hafa verið í banni í heilt ár og það bann hefur tvisvar verið framlengt. Þar af leiðandi gátu rússneskir frjálsíþróttamenn ekki verið með á ÓL í Ríó.

Nú er búið að framlengja bannið fram yfir Evrópumótið innanhúss sem fer fram í mars.

Rússar hafa verið að taka á sínum málum og forseti landsins, Vladimir Pútin, hefur samþykkt lög sem gera það að glæp að nota ólögleg efni í íþróttum.

Alþjóða frjálsíþróttasambandið segir að Rússar séu á réttri leið með sín mál en þó sé ekki tímabært að leyfa þeim að vera með alveg strax.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×